Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 62

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 62
 16. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Árlega borða yfir 80 þúsund Íslendingar Nóatúns hamborgarhrygg um jólin Nóatúns hamborgar- hryggurinn B ÍSLENSKT KJÖT Það geta ekki allir grísahryggir orðið Nóatúns hamborgarhryggir Nóatúns hamborgarhryggur hefur verið á jólaborðum Íslendinga í nær 25 ár og nýtur hann alltaf jafn mikilla vin- sælda. Um 80.000 Íslendingar kjósa þessa hátíðarsteik á hverjum jólum. Hamborgarhryggurinn hefur verið framleiddur undir merkjum Nóatúns í nærri þrjá áratugi og hefur vinnsluaðferð hans ekkert breyst í gegnum árin. „Við höldum í hefðirnar og meðhöndlum hrygg- inn á sama hátt ár eftir ár. Þess vegna hefur Nóatúns hamborgar- hryggurinn alltaf gengið svona vel,“ segir Ólafur Júlíusson, kjöt- iðnaðarmaður og innkaupastjóri hjá Nóatúni. „Viðskiptavinir okkar geta treyst því að fá alltaf sömu góðu vöruna.” HAMBORGARHRYGGURINN SAGAÐUR EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM „Við höfum lagt upp úr því að nota einungis sérvalda, holdmikla hryggi sem eru vel snyrtir. Við erum alltaf með nýreykta hryggi í verslunum okkar, og síðustu dagana fyrir jól koma hryggirnir daglega. Nóatúns hamborgar hryggirnir eru mildir með passlegu reykjarbragði og rýrna lítið við eldun,“ útskýrir Ólafur, sem segir að vinsældirn- ar stafi af gæðum hryggsins en einnig vegna þeirrar persónulegu þjónustu sem er veitt í kjötborðum Nóatúns. „Viðskiptavinurinn getur valið sér hamborgarhrygg úr kjöt- borði og látið saga hann eftir eigin þörfum. Einnig er hryggjarsúlan söguð frá ef þess er óskað. Síðustu dagana fyrir jól er Nóatúns ham- borgarhryggurinn afgreiddur í sér- hönnuðum öskjum sem passa beint í ísskápinn.“ MARGVERÐLAUNAÐUR HAMBORGAR HRYGGUR „Nóatúns hamborgarhryggir hafa fengið verðlaun í óháðum bragðkönnunum á nánast hverju ári þegar þær hafa verið fram- kvæmdar,“ segir Ólafur með stolti. „Það má því alltaf ganga að því vísu að Nóatúns hamborgar- hryggurinn sé fyrsta flokks.“ NÝJUNGAR Í KJÖTBORÐI NÓATÚNS FYRIR ÞESSI JÓL Nóatún býður upp á fjölda góm- sætra hátíðarrétta þessi jólin. „Við bjóðum upp á ýmsar spennandi nýjungar í ár, þar má nefna hátíðar- læri Nóatúns, sem er úrbeinað lambalæri, fyllt með Camembert- osti, trönuberjum og villisveppum, lambafilet með fitu sem fyllt er mintu, grænum eplum og kanil að ógleymdum smjörsprautuðum kalkúnaskipum með ekta íslensku smjöri,“ segir Ólafur og bætir við að auðvitað sé hægt að fá ófrosinn heilan kalkún í kjötborðum Nóa- túns. HÚSAVÍKURHANGIKJÖTIÐ VALIÐ BEST ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ Hangikjöt er líka alltaf góður kost- ur á jólahátíðinni. „Við erum ein- staklega stolt af Húsavíkurhangi- kjötinu sem við höfum selt í yfir tuttugu ár við miklar vinsældir. Það var verið að velja það enn og aftur besta hangikjötið árið 2010 samkvæmt bragðkönnun DV, þriðja árið í röð. Fyrir lengra komna erum við svo með úrvals sauða- hangikjöt frá Húsavík sem við seljum í lærum eða fram pörtum og fólk getur fengið bita hjá okkur eftir óskum,“ segir Ólafur, sem óskar öllum landsmönnum gleði- legra jóla. NÝR UPPSKRIFTABÆKLINGUR Í NÆSTU NÓATÚNSVERSLUN Viðskiptavinir geta nálgast glæsi- legan bækling í öllum verslun- um Nóatúns með uppskriftum sem hinn landskunni matreiðslu- meistari Friðrik V samdi. Klassískur hátíðarmaturinn verður ómótstæðilegur í meðför- um Friðriks og hin fullkomna mál- tíð fær nú nýja merkingu. Meðfylgjandi er uppskrift Friðriks að Nóatúns hamborgar- hryggnum. Þegar vanda skal valið Í kjötborði Nóatúns færðu persónulega þjónustu og ráðleggingar um hvernig best sé að elda jólamatinn. Ólafur Júlíusson, kjötiðnaðarmaður og innkaupastjóri Nóatúns. 2,5 kg Nóatúns hamborgarhryggur á beini 1-2 lárviðarlauf kalt vatn 3-5 svört piparkorn Setjið hrygginn í pott ásamt lárviðarlaufum og piparkornum. Hellið köldu vatni yfir þannig að fljóti vel yfir. Látið suðuna koma hægt upp og sjóðið við væga suðu í um það bil 40 mín- útur. Takið þá af hitanum og látið standa í soðinu í 30 mínút- ur áður en hryggurinn er skorinn af beininu. Setjið hrygginn í eldfast mót. Hellið karamelluhjúpnum yfir og bakið í 170 °C heitum ofni í um það bil 30 mínútur eða þar til karamellan er fallega gullin. KARAMELLUHJÚPUR: 1 bolli sykur 2 msk. sítrónusafi 2 msk. tómatsósa 1 msk. sætt sinnep ½ dl rjómi Bræðið sykur og sítrónusafa á heitri pönnu þar til blandan fer að brún- ast. Þá er tómatsósu, sinnepi og rjóma blandað saman við og allt soðið saman í nokkrar mínútur eða þar til að blandan er orðin hæfilega teygjan leg eins og karamella. Athugið að nota ekki allan hjúpinn á kjötið þar sem þörf er á um það bil 2/3 desilítra í sósuna. PEPSI COLA SÓSA: 2/3 dl karamelluhjúpur 1 lítil Pepsi í gleri 4 dl soð af hamborgarhryggnum svínakjötskraftur (Oscar) Setjið karamelluhjúpinn og Pepsíið út í soðið og sjóðið vel niður áður en sósan er smökkuð til, lituð og þykkt. Bætið kjöt- krafti við eftir smekk. Þegar það er búið er rjóminn settur saman við og sósan soðin í 5 til 10 mínútur við væga suðu eða þar til fallegum gljáa er náð. Nýsoðið grænmeti, rauðkál og pönnusteiktar kartöflur henta vel sem meðlæti en síður sykurbrúnaðar kartöflur enda er bæði sósan og hjúpurinn sætur. Sams konar aðferð má nota við að elda bayonne-skinku. Hamborgarhryggur með Pepsi Cola sósu fyrir 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.