Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 88
72 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Hljómsveitin Mukkaló
var stofnuð fyrir rúmu
ári en hefur náð að afreka
ýmislegt. Hljómsveitin er
nýkomin heim frá Bretlandi
þar sem hún kom fram með
spútniksveitinni Bombay
Bicycle Club.
„Þeir voru aldrei með neina
stjörnustæla og eru mjög hógvær-
ir,“ segir Þorbjörg Ósk Eggerts-
dóttir, söngkona hljómsveitarinn-
ar Mukkaló.
Hljómsveitin Bombay Bicycle
Club, sem kom fram á Iceland
Airwaves hátíðinni í október,
bauð Mukkaló að spila með sér á
tvennum tónleikum í Queen Eliza-
beth Hall í Lundúnum á dögunum.
Hljómsveitirnar kynntust í okt-
óber þegar strákarnir í Bombay
Bicycle Club mættu óvænt á tón-
leika Mukkaló í Reykjavík.
„Við keyptum flugmiðana, en
þeir borguðu okkur smá pening
fyrir tónleikana,“ segir Þorbjörg.
„Við gerðum litla EP-plötu áður
en við fórum út og gátum selt úti.
Við seldum tæplega 200 diska. Þeir
voru hissa á hvað við náðum að
selja mikið.“
Bombay Bicycle Club nýtur vax-
andi vinsælda í Evrópu, en önnur
breiðskífa hljómsveitarinnar náði
áttunda sæti breska vinsældalist-
ans á árinu. Þorbjörg segir vin-
sældirnar ekki hafa stigið strákun-
um í hljómsveitinni til höfuðs, en
tveir af þeim leyfðu henni og fiðlu-
leikara Mukkaló að gista á dýnum á
gólfi íbúðar sem þeir leigja í Lund-
únum. Þá segir hún fólkinu í kring-
um bresku hljómsveitina hafa lit-
ist vel á Mukkaló. „Umboðsmaður
Bombay var mjög spenntur fyrir
að vinna meira með okkur,“ segir
hún. „Hann vildi hjálpa okkur að
halda fleiri tónleika í Englandi og
svona. Þeir töluðu líka um hvað
þeim fannst gaman á Íslandi, þeir
elskuðu landið og langar pottþétt
að koma aftur.“
Mukkaló hélt í tónleikaferð
um landið í gær ásamt Júníusi
Meyvant. Ferðalagið er sérstakt að
því leyti að kirkjur landsins verða
nýttar sem tónleikasalir. Tónleika-
ferðin hófst í Sauðárkrókskirkju og
í kvöld koma þau fram í Siglufjarð-
arkirkju. Á næstu dögum koma
þau svo við í Húsavíkurkirkju,
Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, Víkur-
kirkju og loks í Stóra-Núpskirkju í
Gnúpverjahreppi.
atlifannar@frettabladid.is
Beint á Íslandstúr í kjölfar tónleika
með Bombay Bicycle Club í London
MIKIÐ AÐ GERA Mukkaló er nýkomin frá Bretlandi og er þegar farin í tónleikaferð um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Klovn-mynd Caspers Christiansen og Franks
Hvam var forsýnd dönskum fyrirmennum í
Kaupmannahöfn á þriðjudagskvöld. Mynd-
in fær prýðilega dóma í dönskum blöðum
og meðal annars fjórar stjörnur af sex hjá
B.T. Klovn: The Movie segir frá ferðalagi
félaganna á kanóhátíð við Gudenåen-fljótið á
Austur-Jótlandi. Þeir eru reyndar þar í ólík-
um tilgangi; Casper er að venju á kvennafari
en Frank hyggst skoða hversu hæfur hann
er til að verða pabbi. Og hefur rænt tólf ára
frænda Miu til að fá úr því skorið hvort það
sé yfirhöfuð eitthvað fyrir hann.
Gagnrýnandi B.T. segir það augljóst að
Frank Hvam og Casper séu ekki leikarar en
það komi ekki að sök í myndinni. Hún sé upp-
full af pínlegum atriðum eins og þeirra sé
von og vísa en kannski sé „kúk og piss“-atrið-
um og bröndurum ofaukið. Gagnrýnandinn
bætir því við að myndin sé jafngóð og meðal-
góður Klovn-þáttur, hún sé ekki þeirra besta
verk. „Ef þú hlóst að þáttunum áttu eftir að
hlæja að myndinni,“ skrifar gagnrýnandi
B.T.
Gagnrýnandi Ekstrablaðsins er hins vegar
mun jákvæðari og segir Klovn-myndina vera
fyndnustu mynd Dana í háa herrans tíð og
skreytir dóm sinn með fimm stjörnum af sex
mögulegum. Hann fer lofsamlegum orðum
um myndina, segir dæmið ganga nánast full-
komlega upp og bætir því við að Klovn: The
Movie sé ekki fyrir börn.
Klovn-myndin fær ágætis dóma
IBEN, CASPER OG FRANK Á ÍSLANDI Klovn: The Movie er vel heppnuð
að mati dönsku blaðanna B.T. og Ekstrablaðsins. B.T. gefur henni fjórar
af sex og Ekstrablaðið fimm af sex. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Liam Gallagher telur að fyrsta
plata nýju hljómsveitar hans
Beady Eye, Different Gear, Still
Speeding, sé ekki síðri en frum-
burður Oasis, Definitely Maybe.
„Tónlistarmennirnir eru betri,
engin spurning. Söngurinn minn
hefur líka aldrei verið betri,“
sagði Gallagher og bætti við að
platan, sem kemur út 28. febrú-
ar, sé virkilega góð. Gallagher
var einnig spurður um álit sitt
á bresku hljómsveitunum The
Vaccines og Brother. Hann sagði
þá fyrr-
nefndu
vera
leiðin-
lega og
að með-
limir hinn-
ar væru
litlir snobbað-
ir strákar með húð-
flúr.
Beady ekki
síðri en Oasis
DAGUR er á milli þeirra Taylor Swift og Jake Gyllenhaals í aldri,
en þau eru nýjasta parið í Hollywood. Jake verður þrítugur hinn 19.
desember en Taylor átti 21. árs afmæli hinn 13. desember.
Hin breska Heather Mills hefur
náð þeim árangri að komast í
skíðalið fatlaðra í heimalandi
sínu, en Mills missti hluta af fót-
legg þegar lögreglumótorhjól
keyrði á hana árið 1993. Hún er
nú komin skrefi nær langþráðum
draumi sínum um að keppa á
Ólympíuleikum fatlaðra, en þeir
verða haldnir í Rússlandi árið
2014. „Ég komst í breska
skíðaliðið fyrir fatl-
aða. Ég komst að
því fyrir um sex
vikum og ég er
mjög spennt. Það
er ekki greint frá
því hverjir komast
í Ólympíuliðið fyrr
en þremur mánuð-
um fyrir leikana.
Ef maður er nógu
heppinn að kom-
ast í landslið-
ið, sem ég er,
þá fer maður
á reynslu fyrir
Ólympíulið-
ið.“ Mills segist
hafa haft yndi af
íþróttum allt sitt
líf og að lang-
þráður draum-
ur hennar
myndi rætast
ef hún fengi
að keppa á
Ólympíu-
leikunum.
Heather Mills
í skíðalands-
liði fatlaðra
LIAM GALLAGHER Hefur
mikla trú á fyrstu plötu
Beady Eye sem er
væntan leg í febrúar.
3281
Jólamatseðill
Humarsúpa kr. 1550.-
Andabringa kr. 3890.-
Gleðileg Jól.
Restaurant
Pizzeria
Gallerí – Café
Hafnarstræti 15, sími 551 3340