Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 52

Fréttablaðið - 16.12.2010, Page 52
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR52 timamot@frettabladid.is „Þetta verður í tuttugasta og annað skiptið,“ segir Halldór Bragason blús- ari um Jólablúsgjörning Vina Dóra sem fram fer í Rúbín í Öskjuhlíðinni í kvöld. „Við byrjuðum á þessu 1989 og höfum haldið þetta um víðan völl síðan. Þetta er alltaf jafn vinsælt og skemmtilegt og þess eru dæmi að fólk hafi komið á alla Jólablúsgjörn- ingana.“ Tónleikarnir í kvöld eru ólíkir flestum öðrum tónleikum á þess- um árstíma að því leyti að þar verð- ur ekki spiluð nein jólamúsík. „Í mesta lagi getur slæðst inn eitt jóla- lag. Kannski í uppklappinu,“ segir Halldór. En hvaða músík má fólk þá eiga von á? „Við spilum bara blús og reyndar tónlist úr öllum áttum. Aðallega blús auðvitað, en annars fer lagavalið mikið eftir stemning- unni.“ Halldór er auðvitað Dóri og vin- irnir eru Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Davíð Þór Jónssson á Hammondorgel og Jón Ólafsson bassaleikari. Hafa vinirnir alltaf verið þeir sömu? „Gummi og Ásgeir hafa verið með mér frá upphafi. Jón er nýi strákurinn í bandinu, ekki nema átján ár síðan hann byrjaði,“ segir Halldór. „Davíð Þór er svo sér- stakur gestur okkar. Stundum hafa verið með okkur söngkonur, en við ákváðum að vera bara strákarnir núna. Svo syngjum við allir og höfum þetta bara gaman.“ Og engir leyni- gestir? „Það er leyni, kemur bara í ljós,“ segir Halldór leyndardóms- fullur og harðneitar að ræða það frekar. Blúsáhugi hefur aukist mikið undan- farin ár og að sögn Halldórs eru nú um eitt þúsund meðlimir í Blúsfélagi Reykjavíkur. „Þetta er fólk sem er mjög duglegt að sækja tónleika og margir koma á alla viðburði sem Blúsfélagið stendur fyrir,“ segir hann. „Og fylgj- endur Vina Dóra eru harður kjarni sem hleður stöðugt utan á sig. Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé ein vinsæl- asta neðanjarðarhljómsveit landsins.“ Gjörningstollur er 2.500 krónur og hægt er að panta miða með tölvupósti á bluesfest@blues.is þar sem kemur fram nafn og sími og fjöldi miða. Miðar eru seldir við innganginn frá klukkan 19 og tónleikarnir hefjast klukkan 21. fridrikab@frettabladid.is VINIR DÓRA Í TUTTUGU OG EITT ÁR: JÓLABLÚSGJÖRNINGUR Í KVÖLD Kannski slæðist inn eitt jólalag VINIR DÓRA „Óhætt er að segja að þetta sé ein vinsælasta neðanjarðarhljómsveit landsins,“ segir Halldór Bragason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIR NOEL COWARD (1899-1973) leikskáld, leikari og tónskáld fæddist þennan dag. „Ég hef stundum hugsað um að kvænast, en svo hef ég hugsað mig um.“ Merkisatburðir 16. desember Þáttur úr teiknimyndaseríunni Pokémon olli flogaköstum hjá 685 börnum í Japan þegar hann var sendur út í fyrsta og eina skiptið þann 16. desember 1997. Þetta var 38. þátturinn í fyrstu seríu Pokémon og þar voru notaðar tæknibrellur sem ollu því að börnin fengu alvarleg floga- köst. Mörg þeirra voru flutt á sjúkrahús og tvö þeirra lágu á sjúkrahúsi í rúmar tvær vikur. Mikil reiði greip um sig í Japan og í kjölfar atburðarins var þátturinn bannað- ur alls staðar í heiminum og framleiðslu þáttanna hætt í fjóra mánuði. Sýningar hófust þó að nýju í Japan í apríl 1998. Margar teiknimyndaseríur hafa síðan skopstælt þennan fræga þátt, eða vísað til hans á einn aða annan hátt, þar á meðal The Simpsons og South Park. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 16. DESEMBER 1997 Pokémon veldur fjaðrafoki1431 Hinrik VI. Englands- konungur er krýndur konungur Frakklands í Notre Dame-kirkjunni í París. 1707 Síðasta skráða eldgos verður í Fuji-eldfjallinu í Japan. 1916 Framsóknarflokkur- inn er stofnaður. Hann er frá upphafi tengdur búnaðarsamtökum og samvinnuhreyfingunni. 1942 Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar tekur við völdum. Hún situr í tæp tvö ár. 1950 Harry S. Truman Banda- ríkjaforseti lýsir yfir neyðarástandi eftir að kínverskar hersveitir ganga til liðs við Norður-Kóreumenn í Kóreustríðinu. 1991 Lýðveldið Kasakstan öðlast sjálfstæði. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes R. Bergsteinsson múrarameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 17. desember kl. 13.00. Sigurbjörg Jóhannesdóttir Örlygur Geirsson Ragnhildur Jóhannesdóttir Sveinn Sigurkarlsson Guðbjörg Jóhannesdóttir Sjöfn Jóhannesdóttir Gunnlaugur Stefánsson afa- og langafabörn Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, Kolbeins Inga Kristinssonar Háengi 3, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands fyrir einstaka aðhlynningu og umönnun. Guð blessi ykkur og gefi gleðilega jólahátíð. Þorbjörg Sigurðardóttir Sigurður K. Kolbeinsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir frá Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þriðju- daginn 7. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafur Jónsson Sigríður Ólafsdóttir Sunna Lind Sigríðardóttir Bryndís Ólafsdóttir Sigurður Björnsson Ólafur Hákon Sigurðarson Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæra Inga Þórs Jóhannssonar útgerðarmanns frá Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur, Garðvangs Garði og Útfararþjónustu Suðurnesja fyrir einstaka umhyggju og hvers konar veitta aðstoð. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Hannesar Flosasonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi, Heimahjúkrunar, deildar 11-G á Landspítala og Heimahlynningar. Kristjana Pálsdóttir Páll Hannesson Sarah Buckley Haukur F. Hannesson Jörgen Boman Elín Hannesdóttir Ingibjörg Hannesdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Marinó Þórðarson Þelamörk 1, Hveragerði, lést þann 9. desember á H.S.S. Selfossi. Útförin verður gerð frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 20. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Bæjarás Ási Hveragerði. Halldóra Þórðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.