Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 46
46 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaður inn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna sam- félög til þess að kosta þau. Áróðurs- maskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfis- legu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regn skógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvik- um hægt að nota vistvænni efni. Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norður- áls, í Fréttablaðinu 2. des. Ragnar talar sjálfur um „ýmsar rangfærslur“ og segir þá vera á villigötum sem halda því fram að „áliðnaðurinn ógni ann- arri atvinnuuppbyggingu með því að taka til sína alla fáanlega orku“. Gott og vel, forstjórinn getur afneitað því. Í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja hf. 2007 kemur hins vegar berlega í ljós að ál iðnaðurinn ógnar annari atvinnuuppbyggingu. Þar segir að: „Mikil ásókn hefur verið í raf- orku til notenda sem þurfa 10-50 MW fyrir sína starfsemi. Ljóst er að ekki verður hægt að verða við óskum þessara aðila nema að litlu leyti eins og staðan er í dag þar sem undirbúningur og skipulags- vinna fyrir nýjar virkjanir er allt- af að lengjast.“ Auk þess segir að „allt þurfi að ganga upp“ til þess að Hitaveitan geti staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart Norður- áli. Árið 2007 gat Hitaveita Suður- nesja með öðrum orðum ekki annað „mikilli ásókn“ fjölbreytts atvinnulífs vegna skuldbindinga gagnvart álveri í Helguvík. Hér er á ferð nokkuð góður rökstuðn- ingur fyrir því sem Ragnar kall- ar rangfærslu. Það væri því líkast til blómlegra atvinnulíf og minna atvinnuleysi á Suðurnesjum ef Hitaveita Suðurnesja hefði kosið að anna þessari eftirspurn í stað þess að binda sig á dauðaklafa Norðuráls. Í beinu framhaldi heldur Ragnar því fram að næga orku sé að finna á suðvesturhorninu og talar í því sambandi um 1400 til 1500 MW. Ef marka má heima- síðu fyrirtækisins vísar hann hér til upplýsinga þar sem gengið er út frá því að virkjanir á Reykja- nesi, Hellisheiði og í Þjórsá muni skila 760 MW, Norðlingaölduveita gæti aukið orku til virkjana Lands- virkjunar í Þjórsá um 80 MW, Gráuhnjúkar og Eldvörp geti skil- að a.m.k. 100 MW og að í Krýsuvík séu fimm jarðhitasvæði sem hvert um sig gefi 100 MW. Margt er við þessa framsetningu að athuga og nánari skoðun sýnir að varla er til aðgengileg orka í fyrsta áfangann, hvað þá meira, eins og rakið verð- ur hér að neðan. Ef til Þjórsár er litið er stað- reyndin sú að af 80-85 MW Búðarháls virkjun eru 75 MW frá- tekin fyrir álverið í Straumsvík. Um Urriðafossvirkjun 130 MW, Hvammsvirkjun 82 MW og Holta- virkjun 53 MW neðar í Þjórsá segir á heimasíðu Landsvirkjunar: „Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist fyrr en fyrir liggur raf- magnssamningur við kaupanda sem nýtir alla vega eina virkjun af þeim þremur nýju virkjunum sem stefnt er að því að byggja í Þjórsá“. Þar að auki liggur fyrir þriggja ára stjórnarsamþykkt Landsvirkjunar um að ekki verði samið um orku- sölu til nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi. Þessu til viðbótar má benda á að í umræðum á Alþingi um heimild til samninga um álver í Helguvík þann 17. apríl 2009, sagði þá verandi iðnaðar ráðherra Össur Skarphéðinsson: „það er algjörlega klárt og kvitt að í Neðri- Þjórsá verður ekki farið vegna þessara framkvæmda.“ Í ljósi alls þessa verður ekki séð að þau 265 MW sem fást úr þessum virkjun- um, verði af byggingu þeirra, fari til álvers í Helguvík. Samkvæmt matsskýrslu fyrir litla 250 þúsund tonna álverið sem fyrst var talað um í Helguvík stóð til að HS Orka útvegaði 260 MW og Orkuveita Reykjavíkur 175 MW eða samtals 435 MW. Eins og rakið verður hér að neðan bendir ekkert til þess að það geti gengið eftir og enn síður er raunhæft að afla orku fyrir 460 þúsund tonna ál verið sem Norðurál vill nú reisa. Í frumvarpi til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík er meðfylgandi tafla með áætluð- um afhendingartíma raforku til álvers í Helguvík frá „líklegustu“ virkjunarkostum HS og OR sam- kvæmt upplýsingum frá HS og OR þann 17. febrúar 2009: Ef þessir „líklegustu“ virkjana- kostir eru skoðaðir kemur eftirfar- andi í ljós. 1. Reykjanesvirkjun – stækkun: Orkustofnun hefur enn ekki getað mælt með stækkun Reykjanes- virkjunar og því ekki gefið leyfi. 2. Krýsuvík: Umdeilt er hversu mikla orku þar er að finna, Sig- mundur Einarsson jarðfræðingur hefur til að mynda talið að hugsan- lega sé þar aðeins að finna 120 MW. 3. Hverahlíðarvirkjun og Bitra: Samkvæmt nýrri fjárhagsáætl- un Orkuveitu Reykjavíkur sem gerð er til 5 ára (2012-2016) verð- ur ekki farið í nýjar virkjana- framkvæmdir. 4. Bitra, sbr. einnig lið 3: Hug- myndir um virkjun við Ölkeldu- háls eru mjög umdeildar og nýlega frestaði settur umhverfisráðherra, Guðbjartur Hannesson, stað- festingu á breytingu skipulags- ins vegna Bitruvirkjunar vegna óljósra áhrifa á jarðhita á svæð- inu. Það ætti því að liggja ljóst fyrir, að verkefnið í Helguvík hefur á engum tímapunkti verið raunhæft og á það hefur verið bent allan tím- ann. Aðstandendur hafa hins vegar þráast við og brugðið á loft blekk- ingarmyndum hagsmunum sínum til framdráttar en gegn almanna- hag. Orkumál Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri þingflokks VG Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur Rangfærsluruna Ragnars Nýtanlegur jarðhiti á Suðvesturlandi Virkjun Skýring (MW) Hitaveita Suðurnesja: Reykjanesvirkjun, 3. túrbína Stækkun 50 Reykjanesvirkjun Eldvörp/Svartsengi 20-35 MW frá hvorri virkjun 50 Eldvörp/Svartsengi Krýsuvík I a. 20-40 MW frá hvorri virkjun 50 Eldvörp/Svartsengi Orkumagn frá hvoru svæði ræðst Krýsuvík af reynslu úr fyrri áfanga 110 Orkuveita Reykjavíkur: Hverahlíð 25 MW frá hvorri virkjun Bitra 50 Hverahlíð 25 MW frá hvorri virkjun Bitra 50 Hverahlíð Orkumagn frá hverju svæði Bitra ræðst af reynslu úr fyrri áfanga Hellisheiðarvirkjun (stækkanir) Orkumagn frá hverju svæði 75 Samtals 435 MW Verkefnið í Helguvík hefur á engum tímapunkti verið raunhæft og á það hef- ur verið bent allan tímann. Um daginn var fluttur þáttur á rás eitt í Ríkisútvarpinu um skáldið og prestinn Matthías Jochumsson. Ég var eitthvað að bauka heima hjá mér þegar útvarps- raddir, lágvær söngur og píanóleik- ur fönguðu athyglina. Úr þessu varð dýrmæt útvarpsstund því þátturinn var svo fræðandi og fallega settur saman. Svona þáttur fyllir mann fögnuði yfir því að vera til og vera hluti af íslenskri sögu. Ekki sakar að vera meðeigandi að þessari stofn- un, Ríkisútvarpinu, sem fagnar nú í desember 80 ára afmæli sínu. Heiður inn að þættinum, og fjöl- mörgum öðrum frábærum útvarps- þáttum, á dagskrárgerðar fólkið á rás eitt. Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarp- inu og óska því til ham- ingju með afmælið. Ríkis- útvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húman- isma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þáttur- inn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU – Sambands evrópskra útvarpsstöðva – fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010. Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eld- gosið í Eyjafjallajökli og um afleið- ingar fjármálahrunsins. Þessi við- urkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðana- könnunum aftur og aftur að Ríkis- útvarpið nýtur langmestrar virðing- ar íslenskra fjölmiðla. Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólks- ins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mót- mælt var „skoðanakúgun undir yfir- skini hlutleysis“. Margir þekktir rit- höfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jóseps- sonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlaga- þingið og bera við hlutleysisstefnu. Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfs- fólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarps- ins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið sam- þykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarps- ráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þess- um fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir. Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjór- ann til að taka mann, sem sáralít- ið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það sner- ist í höndunum á for- manninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opin- berri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild. Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skip- ar Alþingi stjórn Ríkis- útvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgj- ast með rekstrinum. Í Ríkisútvarp- inu ohf. hefur útvarpsstjórinn nán- ast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomu- lag kallar á lóðrétta forstjórastjórn- un en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrár- gerðarfólks um áherslur, áferð, efn- istök og stefnu. Hættan við hina lóð- réttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu. Önnur hætta sem núverandi fyrir- komulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkis- útvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér. Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eig- endur Ríkisútvarpsins erum oft til- ætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarn- ið. Annars veslast það bara upp. Ríkisútvarpið 80 ára: Ákall til eigenda Ríkisútvarpið Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og útvarpsmaður Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðar- stefnu, húman isma. Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar Skoðaðu www.bjb.is. Komdu í BJB. Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30. BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fullt af ómissan di aukahlut um fyrir f jórhjól Við hjá BJB þjónustum einnig fjórhjólið þitt. Setjum aukahlutina á, skiptum um olíu, rafgeymi eða sinnum öðru reglulegu viðhaldi. Njóttu þess að ferðast. Kauptu réttu aukahlutina fyrir fjórhjólið hjá BJB. Vertu rétt græjaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.