Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 108

Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 108
92 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Heitasta handbolta- lið landsins í dag er Fram. Liðið er búið að vinna sjö leiki í röð í deildinni og tíu í röð ef leikirnir í bikarnum eru taldir með. Fram tapaði síðast leik 16. október og hefur síðan unnið alla andstæðinga sína í deildinni í röð. Nú síðast vann Fram góðan úti- sigur á Akureyringum, sem höfðu ekki tapað leik þar til þeir lentu í Frömurum. „Ég held að það megi þakka meiri samstöðu innan hóps- ins þennan árangur. Menn eru mjög samtaka og allir að labba í sömu átt. Það er meiri liðsheild núna hjá okkur en var. Þessi góða samstaða í hópnum skil- ar sínu og það eru allir að vinna saman að einu mark- miði,“ segir Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, hógvær. Hann tók við ekkert sérstöku búi í sumar þar sem mikill vandræða- gangur var á Fram-lið- inu á síðustu leiktíð. Þessi magnaði árangur í vetur kemur því nokkuð á óvart. „Það voru ákveðnir hlutir þarna sem ég vildi sjá breytast. Mér, Ein- ari aðstoðarþjálfara og stjórninni hefur tekist að breyta þessu. Ég vil ekkert tala nákvæmlega um hvaða hlutir þetta voru en þeim þurfti að breyta svo liðsheildin færi að virka. Eins og staðan er í dag gengur þetta vel en mótið er bara hálfnað og við erum ekkert farnir að fagna.“ Viljum spila hraðan bolta Framarar hafa ekki bara verið að vinna leiki heldur hafa þeir valtað yfir andstæðinga sína. Í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni hefur liðið skorað tæp- lega 36 mörk að meðaltali í leik og unnið leikina með 8 marka mun að meðaltali, sem segir sína sögu. Reynir Þór er fyrrverandi mark- vörður og menn spyrja sig að því hvernig markvörður fari að því að láta sitt lið spila svona góðan sóknarleik. „Ástæðan fyrir þessum marka- fjölda er að við spilum gríðar- lega hraðan bolta. Lengi framan af vorum við einnig að fá mikið af mörkum á okkur en það hefur verið að breytast. Við reynum að halda uppi miklum hraða og keyr- um miskunnarlaust í bakið á and- stæðingum okkar. Hraðaupp- hlaupin hafa gengið vel og það er vissulega vel af sér vikið að skora þetta mörg mörk að meðaltali í leik,“ segir Reynir Þór en breidd- in er augljóslega mikil líka því í þessum sjö sigurleikjum hafa fimm mismunandi leikmenn verið markahæstir. Handboltaspekingar vissu vel að það bjó mun meira í þessu liði en það sýndi á síðustu leiktíð. Reynd- ari menn hafa stigið upp í vetur og ungir leikmenn félagsins hafa algjörlega blómstrað, sérstaklega þeir Einar Rafn Eiðsson og Róbert Aron Hostert. „Við erum með nokkra mjög efnilega leikmenn og ekki bara þessa tvo. Fleiri ungir leikmenn hafa látið að sér kveða hjá okkur í vetur. Allir þessir strákar hafa tekið miklum framförum og blandan í hópnum er rosalega góð. Við erum með reynda menn sem þekkja þetta allt og svo þessa ungu stráka sem geta náð langt ef þeir halda sér á jörðinni og æfa vel. Þessir ungu strákar eru líka með mikið sjálfstraust. Þeir fara ekki inn á völlinn til þess að vera farþegar heldur vilja þeir láta til sín taka. Þeir eru algjör- lega óhræddir við að taka af skarið ef á þarf að halda,“ segir Reynir. Líður vel með Halldór á vellinum Jóhann Gunnar Einarsson hefur komið með mikinn kraft í liðið og svo hefur leikstjórnand- inn Halldór Jóhann Sigfússon gengið í endurnýjun lífdaga í vetur eftir að hafa lítið getað síðan hann kom aftur heim frá Þýskalandi. „Mér hefur alltaf fundist Halldór mjög góður leik- stjórnandi. Hann hefur mik- inn skilning á leiknum og maður hefur aldrei áhyggjur af honum. Hann er líka farinn að spila vörn, sem er ánægjulegt. Mér finnst alltaf gott að hafa hann á vellinum. Halldór hefur æft vel og svo hefur hann kannski fundið fyrir trausti því hann er einn með stöðuna þar sem Siffi er meidd- ur. Okkar bolti hentar honum líka vel,“ segir Reynir en hversu langt getur Fram farið í vetur? „Fyrsta markmiðið er að vera meðal bestu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Við vitum samt að við höfum getuna til þess að vinna öll lið í deildinni. Samt getur margt gerst áður en yfir lýkur og við ætlum að halda okkur á jörð- inni,“ segir Reynir og bætir við: „Við höfum siglt undir radarnum hingað til en nú erum við að fá athygli og það verður gaman að sjá hvernig menn höndla það,“ segir Reynir Þór Reynisson. henry@frettabladid.is Höfum getuna til að vinna öll lið Fram er á mikilli siglingu í N1-deild karla og hefur lagt öll lið deildarinnar í beit. Fram hefur unnið leikina með tæplega átta marka mun að meðaltali og skorað 36 mörk að meðaltali í leik. MARKVÖRÐUR Í SÓKNARHUG Reynir Þór Reynisson er fyrrverandi landsliðsmarkvörð- ur og það vekur áhuga hversu góðan sóknarleik Fram spilar undir stjórn markvarðar- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ray Anthony Jónsson, knattspyrnumaður úr Grindavík, gæti þurft að eyða jólunum með félögum sínum í filippseyska landsliðinu, því það er komið alla leið í undanúrslit Suður- Asíukeppninnar sem stendur nú yfir. Ray Anthony er að spila sína fyrstu landsleiki á þessu ári en hvort sem innkoma hans á mik- inn eða lítinn þátt í því er liðið að endurskrifa knattspyrnusögu þjóðarinnar í fyrsta landsliðs- verkefni hans. Ray á að baki leiki með 21 árs landsliði Íslands en faðir hans er íslenskur og móðir hans frá Filippseyjum sem gerir hann gjaldgengan í landsliðið. Filippseyjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með því að gera markalaust jafntefli í lokaleik riðilsins á móti Mjanmar. Liðið gerði tvö jafntefli við Mjanmar og Singapúr en það var glæsi- legur 2-0 sigur liðsins á heima- mönnum í Víetnam sem skilaði því sæti meðal þeirra fjögurra bestu. Þetta er áttunda skiptið sem Suður-Asíubikarinn í fótbolta er haldinn og í fyrsta sinn sem fil- ippseyska landsliðið kemst upp úr sínum riðli og í undanúrslitin. Ray Anthony hefur spilað alla þrjá leikina frá upphafi til enda en hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar. Filippseyska landsliðið mætir Indónesíu í undanúrslitunum en leika á þau heima og að heiman. Fil- ippseyjar hafa engan löglegan leik- vang og því verður að leika báða leikina í Indónesíu. Komist landslið Filippseyja áfram í úrslitaleikinn spilar það við annað- hvort Malasíu eða Víetnam í tveim- ur leikjum 26. og 29. desember. - óój Ray Anthony Jónsson og félagar í filippseyska landsliðinu gera það gott: Gæti eytt jólunum í Asíu í ár SÖGULEGT Ray Anthony Jónsson (nr. 27) fagnar ásamt félögum sínum. MYND/AFP VAXTALAUST LÁN Í ALLT AÐ 12 MÁN. Við léttum þér kaupin á nýjum vetrardekkjum! Þú færð dekkin undir strax og borgar þau á tólf mánuðum! Reykjanesb æ Rey kjavík Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð 30 - Reykjavík - 561 4110 / Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3333 Í stað þess að aka um á slitnum dekkjum og vonast eftir mildum vetri er skynsamlegt að vera búinn undir allar aðstæður. Við bjóðum hágæða vetrardekk á vaxtalausu láni til allt að 12 mánaða. FÓTBOLTI Carlos Tevez er byrjaður að æfa á ný með Manchester City eftir að hafa lagt fram beiðni um að verða seldur frá félaginu. Beiðninni var hafnað en Tevez mun á morgun funda með Roberto Mancin knattspyrnu- stjóra um framtíð sína hjá félaginu. Tevez mun ekki spila með City gegn Juventus í Evrópudeild UEFA í kvöld en Mancini mun hafa tekið þá ákvörðun fyrir síð- ustu helgi enda er leikurinn í kvöld merkingarlaus. Kia Joorabchian, umboðsmað- ur Tevez, sagði við enska fjöl- miðla í gær að Tevez myndi haga sér fagmannlega þrátt fyrir allt og spila áfram með liðinu yrði þess óskað. Það verður því framhald á þessari jólasögu Tevez en for- ráðamenn Man. City hafa sýnt mikla hörku í málinu. Neita að selja leikmanninn og hafa jafn- vel hótað lögsókn ef leikmannin- um dettur í hug að leggja skóna á hilluna eins og einhverjir fjöl- miðlar hafa haldið fram. Málið þarf þó að leysa og vilja forráða- menn City leysa það fyrr frekar en síðar. - esá Carlos Tevez: Fundar með City á morgun Í KLÍPU Lætin í Tevez hafa ekki skilað miklu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.