Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 8
8 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1. Undir hvaða heiti hefur fíkniefnið methedrone gengið? 2. Hvað heitir framkvæmda- stjóri ORF Líftækni? 3. Hvaða handknattleiksliði stýrir Paterkur Jóhannesson? SVÖR: 1. Kattarhlandskók. 2. Björn Lárus Örvar. 3. Emsdetten. Jólaball Rafiðnaðarsambands Íslands 2010 verður haldið í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 sunnudaginn 19. desember kl. 14.00-16.00 Veitingar Hljómsveit hússins Jólasveinar Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið svava@rafis.is eða í síma 5805226 til 16. desember á milli klukkan 9.00 og 16.00 Verð er 500 krónur fyrir alla. Greitt við inngang. STJÓRNSÝSLA Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, úrskurðaði í gær að neyðarlögin sem sett voru í októ ber 2008 og gerðu innstæð- ur í bönkum að forgangskröfum í stað skuldabréfa við gjaldþrota- skipti banka væru í samræmi við ákvæði samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES. „Þetta er afskaplega þýðingar- mikil niðurstaða og skiptir okkur miklu máli. Við töldum neyðar- lögin nauðsynleg til að geta varið efnahagslegt sjálfstæði landsins. Nú er það staðfest að þær aðgerð- ir voru réttlætanlegar, eðlilegar og nauðsynlegar,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra. Árni Páll segir nýjan Icesave- samning sem lagður var fram í síðustu viku ekki hafa úrslita- þýðingu í málinu. Eftirlitsstofn- unin taki ekki afstöðu til þess hvort réttlætanlegt hafi verið að tryggja innstæður hér en ekki í öðrum löndum. „Það sem þetta lýtur að er fyrst og fremst sú ákvörðun að standa vörð um innlenda banka- starfsemi og breyta forgangs- röðun krafna með þeim hætti að innstæðueigendur séu framar öðrum kröfum við greiðsluþrot banka,“ segir Árni Páll. Hann leggur áherslu á að neyðarlög- in séu einn mikilvægasti þáttur- inn í málsvörn okkar gagnvart erlendum kröfuhöfum sem ekki séu sáttir við þær aðferðir sem beitt var í bankahruninu. Í kjölfar gildistöku neyðarlag- anna haustið 2008 sendu nokkrir erlendir kröfuhafar kvörtun til ESA þar sem þeir töldu sér mis- munað. Þá töldu þeir yfirtöku Fjármálaeftirlits á gömlu bönk- unum og ráðstöfun eigna þeirra brot á ákvæði 40. greinar EES- samningsins. Árni Páll telur líklegt að úrskurður ESA nú muni hafa í för með sér að erlendir kröfu- hafar falli frá boðuðum mála- rekstri gegn ríkinu vegna neyðarlaganna. jonab@frettabladid.is Neyðarlögin voru réttmæt Eftirlitsstofnun EFTA segir neyðarlögin sem tryggðu innstæður í bönkum í samræmi við EES-samning- inn. Afskaplega mikilvægt, segir ráðherra. ALÞINGI Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir hugs- anlegt að deilur Íslendinga við Evrópusambandið og Norð- menn um makrílveiðar muni hafa áhrif á gang aðildarvið- ræðna Íslands við Evr- ópusambandið. Einar K. Guð- finnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, spurði Össur um málið í óundirbúnum fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær. „Háttvirtur þingmaður spyr hvort að það sé hugs- anlegt að makríldeilan kunni að hafa einhver áhrif á viðræður okkar við Evrópu- sambandið um mögulega aðild Íslands. Það er erfitt að svara því á þessu stigi. Það kann vel að vera að þegar fram í sækir þá muni það verka eins og möl á gangvirkið, en ég er ekki viss um það,“ svaraði Össur. Ráðherrann sagði deiluna í raun vera mjög hefðbundna fiskveiðideilu og að Íslendingar kynnu vel að reka slíkar deilur. „Ef það er eitthvað sem þeir hafa getið sér orð fyrir þá er það einmitt það.“ Þá hefði til þessa verið himinn og haf á milli viðhorfs til krafna Íslendinga af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Norð- manna hins vegar. Evrópusambandið hefði sýnt Íslendingum mun meiri skilning en Norðmenn. - sh Utanríkisráðherra segir makrílinn hugsanlega verða eins og möl á gangvirkið í aðildarviðræðum við ESB: Makríldeilan gæti haft áhrif á Evrópuviðræður ÁHUGAMENN UM MAKRÍL Össur Skarp- héðinsson og Einar K. Guðfinnsson. SJÁVARÚTVEGUR Noregur og Evr- ópusambandið (ESB) hafa tilkynnt að Norðmenn ætli að taka sér 183 þúsund tonn af makríl á næsta ári en að ESB taki sér 401 þúsund tonn. Samtals eru þetta 584 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóða- hafrannsókna- ráðsins (ICES) h ljóðar upp á 646 þúsund tonn. F r iðr ik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þessa ákvörðun bera lítil merki ábyrgrar nálgunar. „Þeir ætla okkur, Færeyingum og Rúss- um samtals 62 þúsund tonn af rausn sinni. Í ár er kvóti okkar 130 þúsund tonn, Færeyinga 85 þúsund tonn og Rússa 45 þúsund tonn. Við höfum gert þeim skýra grein fyrir því að við ætlum að halda okkar hlut. Því leiðir þessi ákvörðun þeirra óhjákvæmilega til að veiðin fer vel fram úr veiðiráðgjöfinni, sem er slæmt.“ Hann segir Íslendinga í full- um rétti til að kveða á um veiðar á makríl innan íslensku efnahagslög- sögunnar. Ísland hafi sama rétt og Noregur og Evrópusambandsríkin til að veiða makríl. „Veiðar okkar eru jafn lögmætar og þeirra þrátt fyrir eilífar ásakanir um annað. Það er hins vegar á ábyrgð allra hlut- aðeigandi aðila að komast að sam- komulagi um heildarstjórn makríl- veiðanna. Það hefur því miður ekki tekist enda eru hugmyndir Norð- manna og ESB um að við veiðum einungis 3,1 prósent heildaraflans, eða um tuttugu þúsund tonn, algjör- lega óraunhæfar,“ segir Friðrik. - shá Makrílafli stefnir í 200 þúsund tonn yfir veiðiráðgjöf: Allt stefnir í ofveiði Neyðarlögin eru lög nr. 125 2008 og öðluðust þau gildi 6. október 2008. Í lögunum fólust víðtækar lagaheimildir íslenska ríkisins til aðgerða á fjármálamörkuðum. Við setningu þeirra sagði Geir H. Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, lögin eiga að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar í hvívetna og koma í veg fyrir að þjóðin verði í skuldaklafa næstu áratugina. Lögin voru samþykkt frá Alþingi með fimmtíu atkvæðu þingmanna Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokksins en tólf þingmenn Vinstri grænna og Frjálslyndra sátu hjá. Neyðarlögin í hnotskurn FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FÓLK Úthlutað var úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónsson- ar í fyrsta sinn í síðustu viku. 30 milljónum króna var veitt til félaga og verkefna tengdum börnum. Félögin Umhyggja, Neistinn og Ás styrktarfélag hlutu sex milljónir hvert. Félögin Barna- geð og Umsjónarfélag einhverf- ra fengu fjórar milljónir. Þá fékk verkefni Geðdeildar og Kvenna- og barnasviðs Land- spítalans tvær milljónir, sem og Thorvaldsensjóðurinn, sem er styrktarsjóður fyrir sykursjúk börn. Hjónin Halldór og Agna stofn- uðu fyrirtækið Halldór Jónsson ehf. fyrir 55 árum. Líknarsjóðn- um voru ánafnaðar allar eigur þeirra hjóna við andlát þeirra. - þeb Úthlutað úr líknarsjóði: 30 milljónir til styrktar börnum OKTÓBER 2008 Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina 6. októ ber 2008 og tilkynnti um setningu neyðarlaga. Nú hefur Eftirlitsstofnun EFTA úrskurðað um að lagasetningin hafi verið réttmæt. Þetta er afskaplega þýðingarmikil niður- staða og skiptir okkur miklu máli. Við töldum neyðar- lögin nauðsynleg til að geta varið efnahagslegt sjálfstæði landsins. ÁRNI PÁLL ÁRNASON EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.