Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 16. desember 2010 5 Á dögunum þegar ég flaug frá Nice til Parísar fletti ég tímariti franska flug- félagsins, Air France. Við lestur- inn hugsaði ég hvort það væri nálægð jólanna eða hvort meiri- hluti ferðalanga væri í leit að rán- dýrum úrum, svo mikið var af auglýsingum í ritinu. Reyndar, þegar betur er að gáð, má segja það sama um tískublöðin sem eru full af auglýsingum tískuhús- anna og annarra sem hanna skart og auglýsa stíft sínar dýrustu vörur, úr og skart úr eðalmálm- um skreytt demöntum eða öðrum eðalsteinum. Það er sérkennileg mótsögn að á meðan Frakkar eru almennt heldur niðurdregnir og reyna að skera niður ýmsan aukakostnað þegar hátíðir nálgast, án þess þó að það komi niður á börnunum, skuli fínu tískuhúsin ganga betur en nokkru sinni og virðast hafa gleymt kreppunni sem skall hér á haustið 2008 eins og víða ann- ars staðar. Úraverksmiðjur fínu merkjanna hafa vart undan að framleiða, svo mikil er eftir- spurnin. Reyndar eru það sjaldn- ast Frakkar sem kaupa þessa dýru vöru þó þeir finnist auð- vitað og milljónamæringar hafa aldrei verið fleiri hér eins og víða annars staðar. Kúnnarnir koma oft frá Kína, Brasilíu, Rússlandi og víðar; þeim löndum þar sem kreppan hefur haft lítil sem engin eða mjög tímabundin áhrif eða þar sem að milljarðamæringar eru fleiri en tölu verður á komið. Þegar betur er að gáð er þó ekki alltaf um frumlega hönnun að ræða sem prýðir síður blað- anna. Oft er þetta endurútgáfa á þekktum munum enda einfalt að bæta við nokkrum demöntum á þekkt og vinsælt úr og margfalda svo verðið. Það hefur Chanel gert með því að endurgera fyrsta úr Coco Chanel sem er áttkanta eins og Vendôme-torgið í París og er nú alsett demöntum. Hjá Dior er það svarta úrið með demöntum en Mont Blanc selur úr með nærri 200 ára svissnesku úrverki. Úrið er því mikilvægari fylgihlutur en nokkru sinni áður, einkum hjá körlum sem bera minna af skarti. Um leið er úrið stöðutákn sem nýríkir Kínverjar og Rússar keppast um að eignast til að stað- festa nýfengna félagslega stöðu sína. Fyrir konur er það meira skart eins og hringir, hálsmen eða eyrnalokkar sem eru áberandi og kosta sitt, þó auðvitað séu úrin líka vinsæl. Merkilegt hversu vissir skartsalar eru um fjárhag jólasveinanna í ár. bergb75@free.fr Gull og gersemar fyrir jólin ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring,“ segir Brynja. „Ein stand- ardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trú- lofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtileg- ur mekanismi í honum.“ Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um frið- samlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjóls- hringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mann- kynsins. Öl l trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms a l l ra trúar - bragða. Hluti ágóðans af skartgripa- línunni Umvaf- in trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirn- ir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjón- ustuaðili skartgripanna á Íslandi. Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með inn- setningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griff- in, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýn- ing á skartgripalínunni Embrac- ing Faith stendur yfir í Magill‘s of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upp- lýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar,“ segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is Nýr hringur í skartgripa- línunni Umvafin trú Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú. Upphaflega armbandið í línunni. Brynja Sverris Nýi hringurinn er eins og blóm í laginu. 20% AFLSÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPIÐ TIL KL 22.00 Í KVÖLD ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF JÓLAKJÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.