Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 4
4 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 2° -3° 3° -1° -3° 2° 2° 23° 5° 10° 1° 20° -2° 4° 11° 2°Á MORGUN Strekkingur eða hvass- viðri víða um land. LAUGARDAGUR Strekkingur eða hvass- viðri víða um land. 2 -2 0 -2 0 -3 -4 -2 -2 -3 -1 -3 -3 -4 -3 -6 -2 -6 -2 -11 -35 13 8 7 8 10 16 12 23 15 4 5 VETRARVEÐUR Vetur konungur ræður ríkjum á landinu næstu daga enda kólnaði verulega liðna nótt. Það verður talsvert vindasamt næstu daga og þá aðal- lega með strönd- um. Norðanlands má búast við snjó- komu á morgun en sunnan til verður nokkuð bjart. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfest- ir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði for- göngu um að byggja upp vottunar- verkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrir- tækið Global Trust Certification (GTC) var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorsk- veiðum Íslendinga og hefur gefið út vottorð sem staðfestir að þorsk- veiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum. Peter Marshall, framkvæmda- stjóri GTC, sagði við afhendingu á vottunarskírteininu í Sjóminja- safninu Víkinni í gær að vottunin sýndi að þorskveiðum Íslendinga væri vel stjórnað og af ábyrgð. „Ísland hefur hér rutt veginn í vottunarmálum sem fleiri þjóð- ir og svæði eru nú í auknum mæli að fara, meðal annars Alaska og Kanada.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir áfang- ann mikilvægan fyrir Ísland. „Við sjáum fram á að íslenskar sjávar- afurðir eigi enn greiðari leið inn á mikilvæga markaði og að útflutn- ingstekjur af sjávarafurðum verði áfram mikilvæg burðarstoð í okkar efnahagslífi.“ Vottunin er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, sem fær nú staðfest að greinin mæti kröf- um markaðarins um sjálfbæra nýt- ingu endurnýjanlegra auðlinda. Markmiðið með verkefninu „Ice- land Responsible Fisheries“ er að efla bæði innra starf í greininni og kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum. Gerður hefur verið samningur við Íslandsstofu um kynningu og markaðssetningu. Íslenskur sjávarútvegur skilaði þjóðarbúinu 209 milljörðum í gjald- eyristekjur árið 2009. Útflutning- ur á þorskafurðum er 36 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávaraf- urða. svavar@frettabladid.is Ábyrgar þorskveiðar við Ísland vottaðar Þorskveiðar við Ísland standast allar ströngustu kröfur alþjóðasamfélagsins. Vottun írsks vottunarfyrirtækis var kynnt í gær. Slík viðurkenning er nauðsyn- leg ef halda á góðri stöðu á alþjóðlegum mörkuðum með fiskafurðir. Í LANDI Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa lengi stefnt að því að taka upp íslenskt merki sem vottar veiðar og stjórnun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa um langt skeið unnið gegn því að umhverfismerkið Marine Stewardship Council (MSC) yrði tekið upp hérlendis. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Icelandic Group, hefur ákveðið að taka upp MSC. IÐNAÐUR Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbún- ing að opnun hafsvæðisins á Jan Mayen-hrygg fyrir olíuleit, að því er fram kemur í frétt Orkustofn- unar. „Liðin eru 16 ár frá því að Norðmenn hófu síðast að opna nýtt svæði fyrir olíuleit, og eru þetta því nokkur tíðindi almennt á sviði olíuleitar við Noreg,“ segir í umfjölluninni. „Að auki sætir þetta tíðindum fyrir Íslendinga, því um er að ræða um 100.000 fer- kílómetra svæði sem liggur til suð- urs að Drekasvæðinu í íslenskri lögsögu.“ Um þriðjungur svæðisins er sagður innan samningssvæðis Íslendinga og Norðmanna um landgrunnið á milli Íslands og Jan Mayen. „Á því svæði á Ísland rétt á 25 prósenta þátttöku í rannsókn- um og vinnslu á olíu og gasi.“ - óká Ísland á rétt til hlutdeildar: Opna olíuleitar- svæði á Jan Mayen-hrygg BANDARÍKIN Bandaríska tímaritið Time hefur valið Mark Zucker- berg, stofnanda samskiptavefs- ins Facebook, mann ársins fyrir að hafa haft mikil áhrif á líf fólks víða um heim. Zuckerberg er 26 ára gam- all. Hann er því yngstur allra þeirra sem tímaritið hefur valið mann árs- ins, að undanskildum flugkappan- um Charles Lindberg, sem varð fyrstur manna til að hljóta þessa viðurkenningu. Það var árið 1927, þegar Lindbergh var 25 ára. Elísabet Bretadrottning var einnig 26 ára þegar hún varð fyrir valinu, en Zuckerberg er hálfum mánuðum yngri en hún var þá. Hún er reyndar nýbyrjuð að nota Facebook. - gb Zuckerberg maður ársins: Breytti lífi fólks með Facebook MARK ZUCKER- BERG Notendur Facebook eru nú meira en hálfur milljarður manna. DANMÖRK Bjórdrykkja og reyking- ar hafa dregist saman í Danmörku á undanförnum árum, ef marka má nýlega könnun. Á venjulegu heimili var 3.117 dönskum krónum varið í sígar- ettur árið 2005. Upphæðin hafði lækkað niður í 2.561 krónu árið 2008, en sígarettur hækkuðu einn- ig í verði um rúmlega fjögur pró- sent á þessu tímabili. Eyðsla í bjór lækkaði úr 1.287 krónum í 1.081 krónu á sama tíma- bili. Hins vegar jókst víndrykkja á tímabilinu úr 2.305 krónum í 2.548 krónur. Samkvæmt könnuninni eyddu Sjálendingar mestu í bjór og sígarettur, en Kaupmannahafn- arbúar mestu í vín. - þeb Danir hafa dregið saman: Minna fer í bjór og sígarettur STJÓRNMÁL Fæstir stjórnmálaflokk- anna hafa skilað Ríkisendur skoðun ársreikningum vegna ársins 2009 en skilafrestur þeirra var til 1. okt- óber í ár. Í ársreikningum kemur fram hvaða fyrirtæki hafa styrkt flokkana, hversu miklum fjármun- um þeir hafa úr að spila og svo framvegis. Lárus Ögmundsson hjá Ríkis- endur skoðun segir að flokkarnir eigi yfirleitt erfitt með að skila á réttum tíma. Þau stjórnmálasamtök sem höfðu skilað í gær voru Borgarahreyfingin, Hreyfingin, þinghópur Hreyfing- arinnar, VG og Samtök fullveldis- sinna. Lárus sagðist þó vita til þess að skil væru „alveg að bresta á“ hjá hinum flokkunum. Einnig er stutt í að birtar verði upplýsingar um kostnað við próf- kjör frambjóðenda vegna sveitar- stjórnarkosninga vorsins, en Lárus segir þær verða annars eðlis en hingað til. „Það er greinilega orðin við- horfsbreyting, sem manni finnst nærtækt að ætla að endurspeglist í allri þessari umræðu um styrkveit- ingar til stjórnmálalífsins. Núna er þetta nánast allt yfirlýsingar um að kostnaður hafi verið undir 300.000 krónum hjá hverjum frambjóð- anda,“ segir hann. - kóþ Dræm skil ársreikninga til Ríkisendurskoðunar en allt annað viðhorf til prófkjara: Fáir flokkar hafa skilað ársreikningi ALÞINGI Stóru flokkarnir eru flestir of seinir að skila upplýsingum um fjármál sín fyrir árið 2009. SVÍÞJÓÐ Fimmtugur maður frá Egyptalandi hefur verið dæmd- ur í fangelsi í Stokkhólmi í Sví- þjóð fyrir ólöglegan umskurð á drengjum. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir níu ólög- lega umskurði. Hann var einn- ig dæmdur fyrir líkamsárás á einn dreng, sem hann umskar án nægilegrar deyfingar. Þá skaðaði hann tvo drengi varanlega með umskurðum. Samkvæmt sænskum lögum þarf sérstakt leyfi til að fram- kvæma umskurð. - þeb Egypskur maður í Svíþjóð: Umskar dreng án deyfingar BANDARÍKIN, AP Bréfberi í bænum Whitefish Bay, sem er í Wiscons- in í Bandaríkjunum, sagðist hafa talið sig vera ógurlega fyndinn þegar hann mætti allsnakinn en skælbrosandi með póstinn á skrif- stofu til konu þar í bæ. Þegar lögreglan handtók hann nokkrum dögum síðar sagðist hann þó kominn á þá skoðun að líklega hafi þetta verið frekar slæm hugmynd og heimskuleg. Hann sagðist hafa komið nak- inn með póstinn til þess eins að koma konunni til að hlæja. - gb Bar út póstinn allsnakinn: Vonaðist til að kalla fram bros GENGIÐ 15.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,6391 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,89 116,45 181,97 182,85 154,04 154,90 20,67 20,79 19,542 19,658 16,98 17,08 1,3782 1,3862 178,13 179,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is -10kr. VIÐ FYRSTU NOTKUN ÓB-LYKILSINS Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.