Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 10
16. desember 2010 FIMMTUDAGUR
Hjálpum þeim
sem verst
eru settir
Næst þegar þú verslar geturðu keypt
nauðsynjar sem ekki þurfa að vera í kæli
og gefið þeim sem þurfa á hjálp að
halda. Þú skilur vörurnar eftir í merktri
kerru við útganginn og Hjálparstarf
kirkjunnar kemur aðstoð þinni til
skila. Aukapokanum má líka skila beint
til okkar. Takk!
Þessar verslanir eru með:
Krónan – allt höfuðborgarsvæðið
Bónus – allt höfuðborgarsvæðið
og Akureyri
Nettó – Mjódd, Hverafold, Akureyri
og Reykjanesbær
Kostur – Kópavogur
Hagkaup – allt höfuðborgarsvæðið
og Akureyri
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins.
Úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Frummælendur:
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka
Fulltrúar bankanna taka þátt í pallborðsumræðum auk
frummælenda og svara spurningum úr sal.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbanka Íslands
Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka
Fundarstjóri: Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo
Fundurinn er á Grand hótel, Gullteig
á morgun, 17. des. frá kl. 8:30-10:00
Morgunverður í boði frá kl. 8:00
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA: www.sa.is
Opinn kynningarfundur
um nýtt samkomulag um úrvinnslu
skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
FÉLAGSMÁL „Íbúum verður tryggð
þar áframhaldandi þjónusta þótt
forsvarsmenn Sólheima dragi sig
út úr rekstrinum,“ segir í yfir-
lýsingu frá félagsmálaráðherra,
sveitarfélaginu Árborg og þing-
mönnum Suðurkjördæmis.
Fulltrúaráð Sólheima upplýsti
í gær að það hefði heimilað fram-
kvæmdastjórn heimilisins að segja
upp þjónustu við fatlaða íbúa Sól-
heima, ráðningarsamningum,
leigusamningum og öðrum skuld-
bindingum vegna þjónustunnar.
Yfirfæra á málefni fatlaðra frá
ríki til sveitarfélaga um áramót.
Þá heyra fjárveitingar til Sólheima
undir sveitarfélagið Árborg en ekki
félagsmálaráðuneytið.
„Fulltrúaráð Sólheima telur með
öllu óeðlilegt að fela sveitarfélag-
inu Árborg, sem sjálft er rekstr-
ar- og þjónustuaðili fatlaðra og
um leið eftirlitsaðili með sjálfu
sér, að gera þjónustusamning við
Sólheima fyrir hönd sveitarfélag-
anna á Suðurlandi og hafa þannig
bein áhrif á vöxt og starfsskilyrði
Sólheima,“ segir í yfirlýsingu full-
trúaráðsins.
Þá kveður fulltrúaráðið Gríms-
nes- og Grafningshrepp, þar sem
heimilið er, hafa margítrekað
brotið lög á fötluðum íbúum Sól-
heima. Guðbjartur Hannesson
félagsmálaráðherra segir full-
trúaráð Sólheima verða að sætta
sig við niðurstöðu Alþingis. „Þetta
er eins og hver önnur örvænting-
artilraun,“ segir ráðherrann sem
kveður ágreining Sólheima við
sveitarfélögin ekki vera efnisleg
rök í málinu. „Þeir hafa átt í úti-
stöðum við félagsmálaráðuneytið
líka,“ bendir hann á.
Í yfirlýsingu félagsmálaráðherr-
ans, þingmannanna og Árborgar
segir að samkomulag um flutning
málefna fatlaðra til sveitarfélag-
anna tryggi óbreytt rekstrarfé til
Sólheima. Undrun veki ef forsvars-
menn Sólheima vísi til þess að fjár-
veitingar næsta árs muni ekki duga
því framlögin verði í fullu sam-
ræmi við framlög ársins í ár. „Fari
svo að stjórn Sólheima nýti sér
heimild fulltrúaráðsins og segi upp
samningum mun félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið í samvinnu við
Árborg og þjónustusvæði fatlaðra
á Suðurlandi tryggja að íbúar Sól-
heima geti átt þar áfram búsetu og
notið þjónustu líkt og verið hefur.“
Fulltrúaráðið lýsir allri ábyrgð
á stöðu málsins á félagsmála-
ráðherra og félagsmálanefnd
Alþingis. „Til að standa vörð um
öryggi og þjónustu við þá 43 fötl-
uðu einstaklinga sem búa á Sól-
heimum heimilar fulltrúaráðið
framkvæmdastjórninni að bjóða
sveitarfélögum á Suðurlandi að
taka á leigu íbúðarhús og aðrar
eignir, sem nýttar eru í þjónustu
við fatlaða, til eins árs,“ segir
fulltrúaráðið. gar@frettabladid.is
Tryggja fólki
á Sólheimum
búsetu áfram
Félagsmálaráðherra og sveitarfélagið Árborg segjast
harma yfirlýsingar frá fulltrúaráði Sólheima um að
segja eigi upp þjónustusamningum við 43 fatlaða
íbúa. Sólheimar vantreysta aðkomu sveitarfélaga.
SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI Fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar á Sólheimum ætlar
að segja upp þjónustu við fatlaða en halda áfram rekstri verslunar, gistisölu og garð-
yrkjustöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þeir hafa átt í útistöð-
um við félagsmála-
ráðuneytið líka.
GUÐBJARTUR HANNESSON
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
PERSÓNUVERND Ósk sérfræðinga-
hóps um að fá að nýta gagnagrunn
með viðkvæmum upplýsingum um
geðsjúka hefur verið hafnað af
Persónuvernd. Umsóknin tengdist
rannsókn á afdrifum og dánarmein-
um sjúklinga með geðraskanir.
Í gagnagrunninum eru upplýsing-
ar um geðsjúklinga sem fengu fyrst
geðgreiningu á árunum 1966-1967,
alls um 2.388 einstaklinga, ásamt
upplýsingum úr sjúkraskýrslum,
viðtölum, gagnaskrám Trygginga-
stofnunar ríkisins, skattskýrslum
og frá Hagstofunni.
Persónuvernd segir að ekki hafi
verið reynt að fá samþykki þeirra
sem eru í grunninum eða á annan
hátt reynt að tryggja lögmæti
vinnslunnar. Gagnagrunnurinn sé
því ólögmætur.
„Engin leyfi voru gefin fyrir
stofnun gagnagrunnsins á sínum
tíma enda var hvorki Persónu-
vernd, né forveri hennar sem hét
Tölvunefnd, þá starfandi. Hins
vegar hafi farið fram vinnsla með
upplýsingar úr grunninum eftir að
núgildandi lög um persónuvernd
hafi orðið til,“ segir á visir.is. - gar
Persónuvernd úrskurðar gagnagrunn ólögmætan:
Brotið á rétti geðsjúkra