Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 16.12.2010, Síða 10
 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Hjálpum þeim sem verst eru settir Næst þegar þú verslar geturðu keypt nauðsynjar sem ekki þurfa að vera í kæli og gefið þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þú skilur vörurnar eftir í merktri kerru við útganginn og Hjálparstarf kirkjunnar kemur aðstoð þinni til skila. Aukapokanum má líka skila beint til okkar. Takk! Þessar verslanir eru með: Krónan – allt höfuðborgarsvæðið Bónus – allt höfuðborgarsvæðið og Akureyri Nettó – Mjódd, Hverafold, Akureyri og Reykjanesbær Kostur – Kópavogur Hagkaup – allt höfuðborgarsvæðið og Akureyri FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. Úrræði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Frummælendur: Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Arion banka Fulltrúar bankanna taka þátt í pallborðsumræðum auk frummælenda og svara spurningum úr sal. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbanka Íslands Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka Fundarstjóri: Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Fundurinn er á Grand hótel, Gullteig á morgun, 17. des. frá kl. 8:30-10:00 Morgunverður í boði frá kl. 8:00 Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA: www.sa.is Opinn kynningarfundur um nýtt samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. FÉLAGSMÁL „Íbúum verður tryggð þar áframhaldandi þjónusta þótt forsvarsmenn Sólheima dragi sig út úr rekstrinum,“ segir í yfir- lýsingu frá félagsmálaráðherra, sveitarfélaginu Árborg og þing- mönnum Suðurkjördæmis. Fulltrúaráð Sólheima upplýsti í gær að það hefði heimilað fram- kvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða íbúa Sól- heima, ráðningarsamningum, leigusamningum og öðrum skuld- bindingum vegna þjónustunnar. Yfirfæra á málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um áramót. Þá heyra fjárveitingar til Sólheima undir sveitarfélagið Árborg en ekki félagsmálaráðuneytið. „Fulltrúaráð Sólheima telur með öllu óeðlilegt að fela sveitarfélag- inu Árborg, sem sjálft er rekstr- ar- og þjónustuaðili fatlaðra og um leið eftirlitsaðili með sjálfu sér, að gera þjónustusamning við Sólheima fyrir hönd sveitarfélag- anna á Suðurlandi og hafa þannig bein áhrif á vöxt og starfsskilyrði Sólheima,“ segir í yfirlýsingu full- trúaráðsins. Þá kveður fulltrúaráðið Gríms- nes- og Grafningshrepp, þar sem heimilið er, hafa margítrekað brotið lög á fötluðum íbúum Sól- heima. Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra segir full- trúaráð Sólheima verða að sætta sig við niðurstöðu Alþingis. „Þetta er eins og hver önnur örvænting- artilraun,“ segir ráðherrann sem kveður ágreining Sólheima við sveitarfélögin ekki vera efnisleg rök í málinu. „Þeir hafa átt í úti- stöðum við félagsmálaráðuneytið líka,“ bendir hann á. Í yfirlýsingu félagsmálaráðherr- ans, þingmannanna og Árborgar segir að samkomulag um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélag- anna tryggi óbreytt rekstrarfé til Sólheima. Undrun veki ef forsvars- menn Sólheima vísi til þess að fjár- veitingar næsta árs muni ekki duga því framlögin verði í fullu sam- ræmi við framlög ársins í ár. „Fari svo að stjórn Sólheima nýti sér heimild fulltrúaráðsins og segi upp samningum mun félags- og trygg- ingamálaráðuneytið í samvinnu við Árborg og þjónustusvæði fatlaðra á Suðurlandi tryggja að íbúar Sól- heima geti átt þar áfram búsetu og notið þjónustu líkt og verið hefur.“ Fulltrúaráðið lýsir allri ábyrgð á stöðu málsins á félagsmála- ráðherra og félagsmálanefnd Alþingis. „Til að standa vörð um öryggi og þjónustu við þá 43 fötl- uðu einstaklinga sem búa á Sól- heimum heimilar fulltrúaráðið framkvæmdastjórninni að bjóða sveitarfélögum á Suðurlandi að taka á leigu íbúðarhús og aðrar eignir, sem nýttar eru í þjónustu við fatlaða, til eins árs,“ segir fulltrúaráðið. gar@frettabladid.is Tryggja fólki á Sólheimum búsetu áfram Félagsmálaráðherra og sveitarfélagið Árborg segjast harma yfirlýsingar frá fulltrúaráði Sólheima um að segja eigi upp þjónustusamningum við 43 fatlaða íbúa. Sólheimar vantreysta aðkomu sveitarfélaga. SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI Fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar á Sólheimum ætlar að segja upp þjónustu við fatlaða en halda áfram rekstri verslunar, gistisölu og garð- yrkjustöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir hafa átt í útistöð- um við félagsmála- ráðuneytið líka. GUÐBJARTUR HANNESSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA PERSÓNUVERND Ósk sérfræðinga- hóps um að fá að nýta gagnagrunn með viðkvæmum upplýsingum um geðsjúka hefur verið hafnað af Persónuvernd. Umsóknin tengdist rannsókn á afdrifum og dánarmein- um sjúklinga með geðraskanir. Í gagnagrunninum eru upplýsing- ar um geðsjúklinga sem fengu fyrst geðgreiningu á árunum 1966-1967, alls um 2.388 einstaklinga, ásamt upplýsingum úr sjúkraskýrslum, viðtölum, gagnaskrám Trygginga- stofnunar ríkisins, skattskýrslum og frá Hagstofunni. Persónuvernd segir að ekki hafi verið reynt að fá samþykki þeirra sem eru í grunninum eða á annan hátt reynt að tryggja lögmæti vinnslunnar. Gagnagrunnurinn sé því ólögmætur. „Engin leyfi voru gefin fyrir stofnun gagnagrunnsins á sínum tíma enda var hvorki Persónu- vernd, né forveri hennar sem hét Tölvunefnd, þá starfandi. Hins vegar hafi farið fram vinnsla með upplýsingar úr grunninum eftir að núgildandi lög um persónuvernd hafi orðið til,“ segir á visir.is. - gar Persónuvernd úrskurðar gagnagrunn ólögmætan: Brotið á rétti geðsjúkra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.