Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 50
50 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameigin- lega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lög- heimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða for- eldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutn- ing – og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum – án þess að horfa í hvað sé rétt og/ eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjár- málum samkvæmt því sem sé börn- unum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjól- stæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stór- kostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kall- að fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um máls- aðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönn- unarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg – því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sann- gjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núver- andi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræð- ingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðing- ur sem vinnur samkvæmt barna- lögum og tekur skýrslu af þeim aðil- um sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lög- fræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kost- aður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum. MORFÍS-keppni um börnin Forsjármál Kristinn Þór Sigurjónsson véltæknifræðingur og forsjárlaust foreldri Núverandi kerfi getur aðeins kall- að fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila. Undanfarið hefur talsvert borið á umræðu um lækna- skort og langan biðtíma til lækna á heilsugæslustöðvum. Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga vill í ljósi þess minna á og upplýsa notendur um greiðan aðgang að skjótri þjónustu hjúkrunarfræð- inga á heilsugæslustöðvum. Hjúkrunarvaktin tekur á móti erindum sem ekki þola bið og veit- ir þjónustu við hæfi. Á hjúkrunar- vaktinni er einnig boðið upp á símaráðgjöf. Hjúkrunarfræðing- ar á vakt sinna jafnframt bókaðri móttöku þar sem eftirliti, ráðgjöf, forvörnum og meðferð er sinnt. Má þar til dæmis nefna bólusetn- ingar, lífsstílsráðgjöf, blóðþrýst- ingseftirlit og sárameðferð. Erindi sem leitað er með til hjúkrunarvaktarinnar eru marg- vísleg og úrlausnirnar að sama skapi líka. Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, van- líðan, óþægindi, slys eða óljós einkenni. Til dæmis er algengt að aðstandendur veikra barna eða aldraðra for- eldra fái aðstoð við að meta ástandið og þörf fyrir frekari þjónustu. Öllum erindum er sinnt og viðeigandi úrlausn fundin, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum eru í nánu samstarfi við aðra heilbrigðisstarfs- menn innan veggja hverrar heilsugæslu- stöðvar. Þetta eru eink- um ljósmæður og heimilislæknar. Víða starfa auk þeirra sálfræð- ingar, barnalæknar og fleiri fag- stéttir. Einnig er hjúkrunarvaktin í nánu samstarfi við hjúkrunar- fræðinga sem hafa umsjón með öðrum heilsuverndarþáttum í starfsemi heilsugæslunnar eins og ungbarnavernd, heilsuvernd eldri borgara og heilsuvernd skólabarna. Hjúkrunarfræðingar eru jafnframt í aðstöðu til að leita ráða hjá og hafa samráð við þá starfsmenn heilsu- gæslunnar sem sinna sérhæfðum málum eða starfa á sérstök- um miðstöðvum sem starfræktar eru innan og utan heilsugæsl- unnar. Má þar nefna þroska- og hegðunar- stöð, göngudeild sótt- varna og heimahjúkrun. Þjónustu þeirra er til dæmis hægt að nálgast með tilvísunum hjúkr- unarfræðinga. Hjúkrunarþjónusta heilsugæslunnar er fjöl- breytt, aðgengileg og hagkvæm heilbrigðisþjónusta með það að leiðarljósi að koma til móts við þarfir notendanna. Hjúkrunarþjónusta heilsugæslu Heilsugæsla Hrönn Håkansson Ingrid Svensson fyrir hönd Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarf ræðinga 22.000 börn deyja á degi hverj-um af orsökum sem einfalt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Við hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, trúum því að þessi tala geti verið núll. Á Degi rauða nefsins – söfnunarátaki Barnahjálparinnar hinn 3. desember síðastliðinn – bættust hátt í 2.000 Íslendingar í ört stækkandi hóp heimsforeldra UNICEF sem deila þessari sann- færingu með okkur. Hvergi í heiminum styður jafn hátt hlutfall heillar þjóðar við Barnahjálpina með reglulegum hætti og á Íslandi – eða 5% lands- manna. Það er því rík ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið; heimsfor- eldrum sem hafa stutt við bakið á UNICEF í langan tíma, nýjum heimsforeldrum og þeim fjölmörgu sem tóku þátt í söfnuninni með ein- stökum framlögum. Það var einnig einbeitt og gjafmilt lið sem lagði hönd á plóg við að gera framkvæmd Dags rauða nefsins mögulega. Án stuðnings fjölda frá- bærra listamanna, tæknifólks, fyrir- tækja og annarra samstarfs aðila hefði þessi árangur ekki náðst. Það er því öllum ofangreindum að þakka að UNICEF getur bætt líf og aðstæður enn fleiri nauðstaddra barna í heiminum. Í söfnuninni hækkaði jafnframt meðalframlag hvers heimsfor- eldris til UNICEF og er það veru- lega ánægjuleg þróun – ekki síst í ljósi þess að margir hafa nú minna á milli handanna en oft áður. Það sýnir svo ekki verður um villst að í samhengi við viðfangsefni Barna- hjálparinnar erum við mörg aflögu- fær og tilbúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnir til hjálpar þeim sem verr eru settir. Margir spyrja þeirrar réttmætu spurningar hve miklu máli þróunar- aðstoð skipti og hvort hún virki í raun og veru. Í 64 ár hefur UNICEF verið leiðandi í heiminum í hjálpar- starfi fyrir börn. UNICEF starfar á vettvangi í 156 löndum og svæð- um og stendur vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. Sem dæmi um dýrmætan árangur í þróunarmálum á síðustu tveimur áratugum má nefna þrennt: Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka um þriðjung þeim börnum í heiminum sem deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Hér spila margir þætt- ir inn í s.s. bólusetningar og bætt heilsugæsla, malaríuvarnir og bætt menntun mæðra. Í annan stað fjölg- ar þeim sem hafa aðgang að hreinu vatni því nú þurfa um 2 milljörðum færri manneskjur að drekka meng- að og óhreint vatn en raunin var árið 1990. Í þriðja lagi hefur mikilvægur árangur náðst hvað varðar aðgengi barna að menntun – því þrátt fyrir að börnum í heiminum, sem þurfa á grunnmenntun að halda hafi fjölgað í heild, voru 86 milljónir árið 2008 án grunnmenntunar samanborið við 106 milljónir árið 1990. Það er erfitt að ná utan um svo stórar tölur og sjá í þeim árang- ur. UNICEF einsetur sér að standa vörð um réttindi sérhvers barns – hvar sem það kann að finnast og við hvers kyns aðstæður það kann að búa. Það er vissa okkar hjá UNICEF að með samskonar samtakamætti og Íslendingar sýndu á Degi rauða nef- sins sé hægt að vinna kraftaverk og að framlag hvers einasta heimsfor- eldris skiptir þar sköpum. Kraftaverk íslenskra Heimsforeldra Barnahjálp Svanhildur Konráðsdóttir stjórnarformaður UNICEF á Íslandi Hjúkrunar- þjónusta heilsugæsl- unnar er fjölbreytt, aðgengileg og hagkvæm heilbrigðis- þjónusta. Jóni Bjarnasyni landbúnaðar-ráðherra er margt til lista lagt. Með því að koma á „mjólkurkvóta- kauphöll“ er nú komið markaðs- virði á þau réttindi og skyldur að framleiða mjólk ofan í landsmenn. Niðurstaðan er sú að bændur eru tilbúnir að kaupa réttinn til ríkis- styrks fyrir 280 kr. á mjólkurlítr- ann. Á árinu 2010 mun ríkið verja um 5,5 ma. kr. í stuðning til mjólk- urbænda. Hafa ber í huga að það sem ræður kvótaverðinu er samspil kostnaðar bónda við framleiðslu, verðs mjólkurinnar til heildsala og styrkja ríkisins. Samkvæmt upp- lýsingum af vef Bændasamtak- anna eru beingreiðslur til bænda á hvern mjólkurlítra 31,54 kr. (A+B) og geta verið hærri á vissum álags- tímum (C). Þessu til viðbótar koma svo- kallaðar gripagreiðslur sem eru ígildi um 4 kr. styrks á lítra. Til einföldunar skulum við gefa okkur að greiðslur á mjólkurlítra séu að meðaltali 40 kr. Samkvæmt þessu virðist vera sem árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkur- kvótans. Þetta verðmætamat bændanna sjálfra bendir til þess að styrkirnir séu of háir. Þannig er ljóst að væru beingreiðslur hækkaðar um 1 kr. á mjólkurlítrann, yrðu áhrifin þau að hækka kvótaverðið um 10 til 20 kr. Slíkt myndi eingöngu til skamms tíma bæta stöðu landbúnaðarins, þar sem handhafi kvótans myndi núvirða krónuna inn í verðmat sitt, og þegar hann selur kvótann, sem hann hefði nú aukinn hvata til, mun arftaki hans þurfa að borga þessa sömu 1 kr. meira í vexti til lána- stofnana. Það er því landbúnaðin- um til framtíðar vont að virði kvót- ans skuli vera svona hátt, því þó að hátt kvótaverð nýtist vissulega núverandi handhöfum kvótans, þá eru það peningar sem vísir eru til að fara út úr greininni þegar eldri bændur bregða búi, minnka við sig, eða safnast til feðra sinna og deila arfi á milli fleiri en arftaka sinna í búrekstri. Framtíð greinar innar liggur nefnilega ekki í gömlum bændum, heldur ungum bændum, sem í dag verða að taka himinhá lán til að kaupa sig inn í greinina. Skattborgarar landsins verja svo of háum fjármunum í niðurgreiðslur sem hafa þá nytsemi eina að hækka kvótaverð án þess að lækka mjólk- urverð. Bóndi sem kaupir í dag mjólkur- kvóta á 280 kr. og tekur til þess verðtryggt lán á kjörvöxtum bank- anna (5%) þarf árlega að greiða 14 kr. í vexti til þess að halda í horf- inu. Ef hann ætlar að greiða upp lánið á 30 árum, þarf hann að greiða árlega 18 kr. af lítranum, fyrir það að fá 40 kr. ríkisstyrk. Bændur þurfa nefnilega ekki nema 22 kr. í styrki til að reka sín bú þegar ekki þarf að borga af mjólkur kvótaskuldum. Af þessu má ljóst vera að ríkið er í dag að eyða á þriðja milljarð króna í greiðslur sem gera ekkert annað en að halda uppi kvótaverði. Hér er þeirri tillögu varpað fram að stjórnvöld hefjist handa við að vinda ofan af þessu óheilbrigða kerfi og lækki styrkveitingar árlega um 5% eða þar til markaðs- virði kvótans verður komið niður í eins árs niðurgreiðslur. Miðað við 5% arðsemiskröfu og 30 ára uppgreiðslutíma myndi jafnvægi myndast við 24 kr. niðurgreiðslur, 24 kr. verðmæti mjólkurkvótans og árlegan sparnaði ríkisins upp á 2 milljarða kr. eftir 10 ár, miðað við óbreytt mjólkurverð og fram- leiðslukostnað. Að kaupa og selja ríkisstyrki Landbúnaður Haukur Eggertsson viðskiptafræðingur Samkvæmt þessu virðist vera sem að árlegir styrkir séu um 14% af markaðsvirði mjólkurkvótans. Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.