Fréttablaðið - 16.12.2010, Side 64
8 ● fréttablaðið ● hátíðarmatur
Tvíreyktu húskarlahangikjöti
frá Kjarnafæði hefur verið vel
tekið síðan það kom á markað
fyrir rúmum tíu árum, enda þykir
bragðið afar sérstætt. „Fyrir
svona rúmum áratug fór hráskinka
að verða vinsælli hérlendis og þá
fór fólk að beina sjónum sínum að
hangikjötinu og hvernig hægt væri
að nýta það á svipaðan hátt,“ segir
Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæða-
stjóri Kjarnafæðis. „Það mætti
eiginlega kalla tvíreykta kjötið
hina íslensku hráskinku.“
Í kjölfar aukins áhuga tóku
Kjarnafæði og Jólagarðurinn í
Eyjafirði upp samstarf og hófu
framleiðslu á tvíreyktu hangikjöti.
Kjötinu var vel tekið enda mikill
áhugi á gömlum verkunaraðferð-
um. Kjötið er kofareykt með taði
og veljast frekar lítil læri til þess
svo reykurinn nái inn að beini og
kjötið verði vel reykt. Kjötið er
bragðmeira en hefðbundið hangi-
kjöt en um leið minna saltað. Það
er þurrara, geymist betur í hita og
auðveldara að skera það hrátt.
„Húskarlahangikjötið hentar vel
sem forréttur, smáréttur á hlað-
borði eða smábiti milli mála. Það
fylgir því sérstök jólastemming að
fá sér húskarlahangikjöt í upphafi
aðventu, hengja það upp heima-
við og skera sér flís af og til. Af
því leggur einnig sérstakan jóla-
ilm sem mörgum þykir ómissandi
á aðventunni,“ segir Eðvald.
Hin íslenska hráskinka
Hvort sem það er kalt eða
heitt, með uppstúf eða á laufa-
brauði, á fjöllum eða í jólaboði
stendur hangikjötið alltaf
fyrir sínu. En það er ekki sama
hvernig það er verkað.
Jólatörn kjötiðnaðarmanna er nú í
algleymingi en þeir hafa reykt og
hengt upp kjöt síðan í lok októb-
er. Eftirspurnin er mikil ef marka
má sölutölur nóvembermánaðar og
fyrri hluta desembermánaðar.
„Sala á hangikjöti fyrir jólin
hefur stóraukist hin síðari ár,“
segir Auðjón Guðmundsson hjá
Kjarnafæði og bætir við að kofa-
reykta hangikjötið njóti hvað
mestra vinsælda. „Það hefur verið
í sókn á liðnum árum, en við hjá
Kjarnafæði höfum lagt áherslu á
að reykja kjöt með gömlum aðferð-
um.“
Auðjón vill meina að kofa-
reykingin skili bragðmeira kjöti,
þrátt fyrir að vera léttsaltað-
ara en gengur og gerist og virð-
ist það falla fólki vel í geð. „Raun-
in er sú að nú vill fólk fá eitthvað
ekta og gamaldags. Það
hefur orðið mikil
vakning meðal al-
mennings varðandi
hollustu matvæla og
okkar fyrirtæki hefur
lagt kapp á að mæta
þeim kröfum.“
Auðjón er lítið fyrir að
flækja hlutina er kemur
að hangikjötinu. Svo
lengi sem hangikjötið
er alvöru hangikjöt, kofareykt eða
taðreykt, verður útkoman góð.
Sjálfur hefur hann tvíreykt læri
hangandi neðan úr lofti á skrif-
stofu sinni og stelst annað veifið
til að skera sér flís að hætti heima-
manna. „Annars stendur hangi-
kjötið með uppstúf alltaf fyrir
sínu sem hátíðarmatur Íslend-
inga. Maður ólst náttúrulega upp
með þessu og hangikjöt með upp-
stúf er ein-
faldlega
ómissandi
meðan
haldin eru
heilög ís-
lensk jól.“
Hátíðarréttur Íslendinga
Hangikjöt hefur verið á borðum landsmanna síðan land var numið og því er óhætt að segja að það sé löngu búið að festa sig í
sessi sem þjóðarréttur Íslendinga.
Hér gæðir starfsmaður Jólagarðsins í
Eyjafirði sér á húskarlahangikjötinu.
1 hangilæri eða -frampartur
Setjið hangikjötið í stóran pott. Hellið
köldu vatni yfir þar til það hylur kjötið.
Látið suðuna koma rólega upp. Slökkvið
á hellunni þegar suðan kemur upp.
Látið ekki bullsjóða í pottinum. Látið
kjötið kólna í pottinum undir loki.
Berið hangikjötið fram með upp-
stúf, soðnum kartöflum, grænum Ora-
baunum og laufabrauði.
Uppstúf
50 g smjör
50 g hveiti
1 l mjólk
½ tsk. salt
1-3 msk. sykur
ögn hvítur pipar
Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitinu
saman við þannig að úr verði smjör-
bolla.
Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns
kekkjalaust. Látið sjóða í nokkrar mínút-
ur og hrærið vel í á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.
Auðjón Guðmundsson
gæðir sér hér á húskarla-
hangikjöti sem hangir á
skrifstofu hans.
- veldu kofareykt hangikjöt
frá Kjarnafæði!
Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er
sérvalið fyrsta flokks lambakjöt með
ljúffengu, ríku og hefðbundnu íslensku
reykbragði, verkað og reykt af
kjötiðnaðarmeisturum fyrirtækisins.
Það njóta allir jólanna með
hangikjöt frá Kjarnafæði á borðum
- því hvað er betra!