Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.12.2010, Blaðsíða 86
70 16. desember 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Teiknimyndir eru ævintýri dagsins í dag, börnin þekkja geimlögguna Bósa og kúrekann Vidda jafn vel og foreldrarnir Hans og Grétu eða Mjallhvíti. Teiknimynd- irnar eru hins vegar ekki góðverk af hendi Hollywood heldur eru háar fjárhæðir í húfi. Megamind, nýjasta teiknimynd- in frá Dreamworks, flýgur í kvik- myndahús um helgina. Myndin gerir góðlátlegt grín að frægustu ofurhetju allra tíma, sjálfum Súperman. Söguþráðurinn er á þá leið að ofurþrjóturinn Megamind er sendur frá foreldrum sínum um það leyti sem plánetan hans er að springa í loft upp. Hann er hins vegar ekki eina geimveran á leið til jarðar því Metro Man er sömuleið- is sendur til jarðar þegar foreldrar hans bjarga honum frá útrýmingu heimilisins. Megamind og Metro Man verða fljótt erkióvinir, Megamind tekur þrjótshlutverkið að sér en Metro Man herjar á hann með ofurkröft- um sínum. Eins og gefur að skilja hefur Metro Man yfirleitt betur þar til að dag einn játar hann sig sigr- aðan og hverfur af yfirborði jarðar. Í stað þess að kætast finnur Mega- mind fyrir ákveðinni tómleikatil- finningu og bregður á það ráð að skapa nýjan óvin með skelfilegum afleiðingum. Þeir sem ljá aðalpers- ónum myndarinnar raddir sínar eru engar smástjörnur en þetta eru þeir Jonah Hill, Seth Rogen og Brad Pitt. Foreldrar, sem vilja kannski senda stóru kvikmyndaverunum úti í Bandaríkjunum þakkarbréf fyrir góða fjölskylduskemmtun, skyldu hafa í huga að svona teikni- mynd er ekki unnin í sjálfboða- vinnu, teiknimyndagerð er ekki góðgerðastarfsemi og það er síður en svo tilviljun að öll stóru kvik- myndaverin reyni að frumsýna að minnsta kosti eina slíka á hverju ári. Þetta er einfaldlega gróðafyr- irtæki. Shrek 2, sem var frumsýnd fyrir sex árum aflaði 436 milljóna doll- ara í miðasölu í Bandaríkjunum og situr í fimmta sæti yfir mestsóttu kvikmyndir Bandaríkjanna. Miða- salan er þó bara einn hluti af teikni- myndaframleiðslunni, því ólíkt hefðbundnum myndum selja þær dúkkur, glös, diska, hnífapör, töskur og svo framvegis. Þetta er auðvitað mikill línudans, börn eru engin fífl og Shrek 3 var harðlega gagnrýnd fyrir það hvað hún var léleg og ein- göngu gerð til selja vörur tengdar vörumerkinu. Hið sama verður ekki sagt um Toy Story 3. Hún er tilnefnd til Golden Globe verðlauna sem besta teikni- myndin og náði í ár að selja miða á heimsvísu fyrir 903 milljónir dala. Hárin á höfði forráðamanna Disney- fyrirtækisins þurfa ekki að rísa því allt útlit er fyrir að vörur tengdar Toy Story 3 muni seljast fyrir 2,4 milljarða dala. Og samanlagt hafa þá myndirnar þrjár selt leikföng og aðra hluti fyrir 9 milljarða dala. Þótt Toy Story 3 ævintýrið sé nú að baki hyggjast forráðamenn Disney framleiða fjórar stuttmyndir fyrir sjónvarp og net til að halda lífi í eftir spurninni. Enda engin ástæða til að slátra gull kálfinum. freyrgigja@frettabladid.is Gullnáman í Hollywood GULLNÁMA Shrek hefur malað gull fyrir Dreamworks Animation sem mætir til leiks með nýja mynd, Megamind, en hún hefur fengið prýðilega dóma. Mega- mind mun þó sennilega ekki ná ámóta fjárhæð- um í kassann líkt og Shrek hefur gert en græna tröllið kemst ekki nálægt Bósa og Vidda úr Toy Story ferlíkinu, sem hefur selt leik- föng fyrir níu milljarða. Fór að hlæja TILNEFND Jolie fór að hlæja þegar hún heyrði af því að hún væri tilnefnd til Golden Globe verðlauna. Breski gæðaleikarinn Colin Firth hefur viðurkennt af hafa lifað sig það mikið inn í hlutverk sitt í kvikmyndinni The King‘s Speech að hann var farinn að stama. Firth leikur Georg VI. sem berst við stam en það háir honum óneitanlega í starfi enda kóngur yfir Bretlandi. „Ég stamaði í tvo mánuði og geri jafnvel enn,“ segir Firth þegar hann ræddi við fjölmiðla í tengslum við kvikmynda hátíðina í Dubaí. „Þetta er eins og með tónlist eða íþróttir, þetta byggist allt á innrætingu. Og þegar þú ruglar svona mikið í talfærunum og lætur það standa yfir í svo langan tíma þá er ekkert skrýtið að það skuli fylgja þér í einhverja stund á eftir.“ Colin var þó ekki sá eini sem fór að stama því allt tökuliðið fór að stama á meðan á tökum stóð. „Þetta reyndist vera ótrúlega smitandi og það var ákaf- lega kómískt að heyra leikstjórann Tom Hooper stama þegar hann gaf frá sér ein- faldar skipanir. Fólk var hætt að skilja hvort annað,“ segir Firth. Leikarinn hefur fengið frábæra dóma fyrir túlkun sína á hinum stamandi kóngi og er meðal annars tilnefndur til Golden Globe verð- launa en þau þykja gefa sterka vísbend- ingu fyrir Óskarsverðlaunin, frægustu kvikmyndaverðlaun heims. Myndin sjálf hefur einnig fengið einstaklega góðar viðtökur, hún leiðir kapphlaupið í Golden Globe tilnefningunum og er meðal ann- ars tilnefnd í flokkunum besta myndin og besti leikstjórinn. Colin Firth stamaði eftir Ræðuna ALLIR FÓRU AÐ STAMA Colin Firth stamaði í tvo mánuði eftir að tökum á The King‘s Speech lauk. Tökuliðið var farið að stama meðan á upptökum stóð. Mila Kunis hefur hreppt stórt hlut- verk í kvikmyndinni Ted sem Mark Wahlberg mun leika í. Ferill Milu hefur verið að sækja á uppleið á undanförnum árum, en hún hóf störf fyrir framan kvikmyndavél- arnar aðeins tólf ára að aldri. Mila er eflaust enn þá þekktust fyrir að leika Jackie Burkhart úr That ´70s Show en það gæti verið að breyt- ast. Á þriðjudag var upplýst hverj- ir hefðu verið tilnefndir til Gold- en Globe-verðlauna og nafn Mila Kunis var þar nefnt í flokknum besta leikkonan í aukahlutverki. Hún leikur harðsvíraðan keppinaut Natalie Portman í ballettmyndinni Black Swan og lagði mikið á sig, grennti sig ótæpilega og sagðist á tímabili hafa óttast um eigið heilsu- far. Og þegar maður er tilnefnd- ur til Golden Globe-verðlauna eru hlutirnir fljótir að breytast. Mila Kunis virtist nefnilega vera föst í kvikmyndum sem dönsuðu á barmi þess að vera b-mynd- ir. En það er þetta eina hlutverk sem snýr lukkuhjólinu og í gær var tilkynnt að Kunis hefði hreppt aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Ted. Þá er kvikmynd- in Friends with Benefits væntanleg en þar leikur hún meðal annars á móti Emmu Stone, Justin Timber- lake og Woody Harrelson. - fgg Mila Kunis á móti Mark Wahlberg Eminem hyggst hasla sér völl í kvikmyndaleik á ný og hefur að sögn vefsíðunnar thewrap.com tekið að sér hlutverk hnefaleikakappa í kvikmyndinni Southpaw sem Dreamworks ætlar að framleiða. Kurt Sutter, þekktastur fyrir Sons of Anarchy, hefur tekið að sér að skrifa handritið. Myndin fjallar um hnefa- leikakappa sem er á leið á toppinn þegar áfall dynur yfir fjölskylduna. Hann reynir síðan að blása nýjum glæðum í feril sinn til þess eins að vinna dóttur sína á sitt band. Ekki er enn ljóst hver muni leikstýra myndinni né hvenær myndin verður frumsýnd. Eminem reynir við hvíta tjaldið á ný > CAGE Í HASARMYND Nicolas Cage mun leika að- alhlutverkið í kvikmyndinni Medallion eftir Simon West. Cage kemur til með að leika kokk sem hefur nokkrar klukku- stundir til að finna dóttur sína sem hefur verið rænt. RÍSANDI STJARNA Mila Kunis hefur mátt hafa fyrir sínum ferli, enda verið leikkona frá tólf ára aldri. Angelina Jolie segist hafa farið að hlæja þegar hún heyrði að hún væri tilnefnd til Gold- en Globe fyrir leik sinn í hasarmyndinni The Tour- ist. Jolie stillti sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum ásamt unnustan- um Brad Pitt þegar myndin var frumsýnd í Þýskalandi og upplýsti nærstadda blaðamenn að þetta væri í fyrsta skipti sem hún væri til- nefnd í gaman/ söngmyndaflokkn- um. „Þetta er eitt- hvað algjörlega nýtt fyrir mér, ég fór að hlæja þegar ég heyrði af þessu,“ sagði Jolie. Mótleikari hennar í myndinni, Johnny Depp, er hins vegar þaulreyndur í flokknum og er tilnefndur í ár fyrir leik sinn í The Tourist. Og það er sitthvað fleira sem er nýtt fyrir Jolie hvað The Tour- ist varðar. Því myndin hefur á engan hátt náð að heilla gagn- rýnendur eða áhorfendur og þykir vera hálfgert flopp. Þau Jolie og Depp geta þó huggað sig við tilnefning- arnar. AFTUR Eminem hyggst reyna við kvikmyndaleik á ný eftir átta ára fjarveru. Jólagjöfin í ár er gjafakort í Jóga stúdió Seljavegur 2 - 101 Reykjavík 772-1025 - Ágústa | 695-8464 - Drífa www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com JÓGA Stúdíó Jóga er gjöf sem heldur áfram að gefa Gefum þeim sem okkur þykir vænt um, tíma til að fylla á sjálfan sig meira súrefni og tíma til að styrkja sig og slaka á. Aðstandendur teikni- myndarinnar Cars græddu fimm milljarða dollara á sölu á varningi tengdum myndinni. HEIMILD: SAN FRANCISCO CHRONICLE 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.