Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1984, Side 4

Faxi - 01.12.1984, Side 4
SR. BJÖRN JÓNSSON: BIBLÍAN Á ÍSLENSKU í 400 ÁR Guðbrandur biskup Þorláksson og bókaútgáfa hans Á þessu ári — 1984 — eru liðin 400 ár frá því að Biblían kom í fyrsta sinn öll út á íslensku máli. Er hún venjulegast kennd við út- gefandann, Guðbrand biskup á Hólum í Hjaltadal - og kölluð Guðbrandsbiblía. Að bókarlokum er frá því greint hvenær prentun var til lykta leidd með svofelldum orðum: „Þetta Biblíuverk var endað á Hólum í Hjaltadal af Jóni Jónssyni, þann 6. dagjúní, Anno Domini 1584.“ Af þessari áletrun má ráða, svo að eigi verður um villst, að einmitt í sumar — hinn 6. júní 1984, — voru nákvæmlega 400 ár liðin frá því að þessari fyrstu íslensku Biblíu- prentun var lokið. Þess mikla tímamótaviðburðar er vissulega rétt og skylt að minnast, og þakka þá margþættu blessun, sem allt fram á þennan dag hefur frá hon- um flotið. Guðbrandur Þorláksson var annar í röðinni af biskupum í lútherskum sið, er sátu Hólastól. Um hann kemst dr. Jón Helgason biskup svo að orði í Kristnisögu sinni. „Var hann ekki aðeins at- kvæðamestur allra sextándu ald- ar biskupa hér á landi, heldur jafnvel allra, sem gegnt hafa bisk- upsembætti hér á landi síðan kristni hófst. Honum var það fremur öllum öðrum að þakka, að hinn nýi siður kemst fullkomlega á, svo að talað verður um siða- skipti á landi hér sem alviður- kennda staðreynd, enda auðnað- ist honum að starfa sem biskup í 56 ár, lengur en nokkur annar í þeirri stöðu hér á landi. Góðar gáfur, djúpsettur lærdómur, óvenjulegt starfsþrek, mikil verk- hyggni og stefnufesta samfara einlægum kærleika til málefna þeirra, er Guðsríki varða, og lif- andi löngun til að vekja menn og leiðbeina þeim, voru þeir mann- kostir sem prýddu lífsferil þessa mikla tilsjónarmanns íslenskrar kristni.“ Hér er djúpt tekið í ár- inni um hæfileika og áhrif Guð- brandar biskups, en þó vafalaust ekki dýpra en efni standa til. Hann var — og verður jafnan með- al þeirra tinda, sem gnæfa hæst í íslenskri kirkjusögu. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er hvorki hægt að segja með fullri vissu um fæðingarár eða fæðingarstað Guðbrandar Þorlákssonar. Orsök þess er sú, að tveimur heimildum, sem báðar verða að teljast traustar, ber ekki saman. Séra Arngrímur Jónsson lærði, sem var skyldur biskupi og honum handgenginn um langa ævi, segir hann fæddan að Stað- arbakka í Miðfirði árið 1542. En hins vegar segir síra Magnús Ólafsson í Laufási, sem gegndi um hríð rektorsstöðu á Hólum á efri árum Guðbrandar biskups, að hann sé fæddur að Stað í Hrútafirði árið 1541. Tekur hann þetta fram í drápu, er hann orti um biskup látinn. Fræðimenn, sem þetta atriði hafa rannsakað, segja að drjúgt SOFLENS BAUSCH & LOMB GlcraugncivGrslun KcflQvíkur býður upp 6 hinar viðurkGnndu SOFLENS linsur fró Bausch Si Lomb GL€RflUGNRV€R5LUN K€FLflVÍKUR HflfNRRGÖTU 17-KefLflVÍK 260-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.