Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1984, Side 88

Faxi - 01.12.1984, Side 88
Gleðileg jól! Gott og farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Landsbanki íslands Útibú - Sandgerði Útibú - Keflavíkurflugvelli Gleðileg jól! Gott og farsælt nýtt ár! Pökkum samskiptin á liðnu ári. HREPPSNEFND HAFNARHREPPS Árnað heilla Framhald af bls. 306 og 307. Óskar Gíslason frá Vík sjötugur Oskars og Þorláks, um heimild til að nota kænuna — því hann mundi aldrei leyfa okkur að fara þessa sjóferð. Ytt var því á flot í „Herrans nafni“ en án heimildar Manga. Svo mikill var vindurinn á móti okkur að við ætluðum ekki að ná út að netunum sem voru þó ekki langt undan. Knálega var tekið í árarnar, af fjórum ungum görpum og loks var duflinu náð. Varla vorum við byrjaðir að draga netið, þegar við sáum að Mangi ,,frændi“ var kominn niður í lendinguna og baðaði út öllum öngum, en ekki heyrðum við þau blíðyrði er hann hrópaði á móti storminum. Þarna stóð hann og hafðist mikið að, þar til við rennd- um upp í vörina á góðri ferð und- an rokinu. Þá hljóp hann að kæn- unni, barði í borðstokkinn og for- mælti okkur fyrir fíflsku og flóns- hátt og fyrir að hafa gengið fram hjá hans forsjá. Hann var ekkert mjúkmáll þá, blessaður karlinn. Forystuhæfileikar Óskars voru afgerandi — það var alltaf að verða ljósara. Að vera falin formennska á vertíðarskipi í Grindavík sextán ára er næg sönnun um það mann- dómsálit er Óskar hafði aflað sér, og áfallalaus formennskuferiil í 54 ár við mikla sjósókn og afla- sæld staðfestir að hæftleikar hans til starfsins voru rétt metnir. Óskar hefur átt hamingjusamt og farsælt hjónaband með ágætri frænku sinni og leiksystur, Jó- hönnu Dagbjartsdóttur, og eign- ast með henni tvö börn, Sævar vélstjóra, sem í mörg ár hefur ver- ið skipverji hjá föður sínum og meðeigandi í útgerðinni, og Dag- björtu sem er verslunarmær. Fjögur barnabörn hafa þau eign- ast og 2 barnabarnabörn. Eg þakka frænda mínum og gamla ieikbróður vináttu á liðr- um árum og óska honurn og fjöl- skyldu hans heilla á ókomnum árum. Jón Tómasson. Ámi G. Magnússon vélstjóri sjötugur ijósinu þegar afrek voru unnin. Gjaldkeri deildarinnar var hann einnig um 40 ára skeið. Til að færa út og auka slysa- varnastarf í Grindavík, stofnuðu grindvískar konur slysavarna- deildina Þórkötlu 1976. Nafngift- in á sjálfsagt rætur að rekja til þjóðsögunnar um gæðakonuna Þórkötlu er bjó á Þórkötlustöðum til forna. Þar hefur Guðrún verið í stjórn frá upphafi, m.a. formaður í 5 ár. Það var því vel við hæfi að slysa- varnafélögin heiðruðu hjónin með samsæti er þau stóðu fyrir í húsi slysavarnadeildar Þorbjarnar á 70 ára afmæli Arna. Veislustjóri var Tómas Þorvaldsson formaður slysavarnadeildarinnar Þor- björns. Hann flutti Árna þakkir fyrir langt og gott samstarf. Einn- ig fluttu þeir Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Siysavarnafé- lags íslands og Svavar Árnason, stjórnarformaður Hraðfrystihúss Grindavíkur, Árna þakkir fyrir ágæt störf. Konurnar í kvenna- deildinni Þórkötlu sáu urn rausn- arlegar veitingar. Mikið af bókum og blómum bárust þeim hjónum og heillaóskir úr ýmsum áttum. Undir allar þær heillaóskir tek- ur undirritaður og þakkar þeim hjónum vináttu frá fyrstu kynn- um. Jón Tómasson. S Oskum lesendum FAXA gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu. UMBOÐSSKRIFSTOFA * * STOMASSONAR tGÖTU 79 - KEFLAVÍK 344-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.