Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 49

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 49
an, hver með sinn sérkennandi svip, allt frá háði til heiftar — mér skildist þá loks, að allt þetta rúm- ar kristin kirkja. Ekkert er jafn- víðfema, ekkert er jafnsyndugt og jafnauðmjúkt eins og kirkjan, sem Kristur, hin mikla mannlega fyrirmynd, stofnaði og fól mis- jöfnum mönnum að hafa forsjá fyrir. Mig brestur vit og þekkingu til að skilja öll þau tákn, sem þarna eru höggvin í stein og mótuð í formi, en áhrif þeirra læðast í innstu fylgsni hugans, áhrif frá bók sem ég las, frá mynd sem ég sá. Við göngum upp í klukku- turninn um máð steinþrep. Það var einhvers staðar þarna sem hringjarinn frá Notre Dame var að skríða, það var einhvers staðar þarna sem Esmeralda var falin, því ekki að sjá klukkuna sem þessi krypplingur hringdi? Hún var þarna líka innan um sverar sterkar stoðir og okkur túristun- um er sagt frá því að klukkan sé 13 þúsund kíló að þyngd og kólf- urinn 800 kíló - en hitt áttum við að vita að þessi klukka hefur hljómað yfir hátíðlegustu augna- blikum Frakklands og að hún hef- ur boðað sorg, sigur og baráttu - þessi klukka er tákn kristinnar trúar, yfir hverju sem hún hljóm- ar, þá boðar hún ávallt eitt og hið sama — þessi klukka er eins og kristin trú, hún gefur sama svarið hvort sem nöglin er ensk eða ís- lenzk, sem snertir hana - þá hljómar hún eins — alltaf eins undan sama átaki. Við, fjórir félagar göngum niður turnana - og þrep eftir þrep niður í kirkjuna sjálfa. Minjagripabúðin í anddyrinu angrar mig ekki leng- ur, því þar fæ ég að kaupa einn kross á fjögur hundruð franka - og það er í eina skiptið, sem ég í huganum umreikna ekki írank- ann í íslenzkt stjórnargengi - því ég get keypt þennan sama kross í hundrað búðum í París en aðeins þennan eina í sjálfri Maríukirkj- unni. Krossinn er með mynd hins þjáða, fulltíða manns, ég hefði heldur kosið að kaupa mynd af barninu og móður þess, en það skiptir engu, hvaða mynd prýðir helgan dóm. Þjáning og kvalir eru okkur kunnari en hástig hamingj- unnar, sem er móðir og barn. Við göngum um kirkjuna utan- vert við hinar sveru steinsúlur sem mynda miðkirkjuna. Til hlið- ar eru litlar kapellur, hver með sínu altari og Maríumynd, hér er allt svo undra fjarlægt frá okkar máluðu og krosslausu kirkjum. Einn skoðar þetta, en annar hitt, svo leiðir okkar skiljast í kirkj- unni, en frá upphafi vegar höfðu forlögin svo ákveðið að við skyld- kirkju. — Hinir, ,,frjálslyndu“ fulltrúar skynseminnar sam- þykktu í franska þinginu (kon- ventinu) um 1790 að brjóta skyldi Maríukirkjuna niður, en nenntu því ekki, heldur létu nægja að henda Maríumyndunum á dyr og brjóta annað trúarlegt skraut nið- ur og setja drukkna dansmey yfir altarið, sem tákn skynseminnar, en allt þetta brambolt var aðeins tónn sem dó út í rammgerum hvelfingum kirkjunnar miklu og svo mun enn, fara hvort sem ,,skynsemin“ kallar sig komm- únarda eða kommúnista, þeir geta aldrei brotið niður meira en þeim er ætlað —. Þegar ég að lokum sný baki við þessari miklu kirkju, þá veit ég ekki hvort hún er heiðið hof eða musteri kristinnar trúar, svo margt og misjafnt geymir saga hennar. Ég þekki aðeins örlítið brot af öllu því, sem á daga henn- ar hefur drifið. Hamingja mín er í því fólgin, að geta komið og farið, að geta verið — og séð þetta meist- araverk, sem er reist af mönnum og hefur skapað mesta þjáningu og mestan frið og er enn þann dag í dag stefnumótsstaður þeirra, sem hafa einhvers að biðja og eitt- hvað að þakka. Ég veit ekki hvað þessi kirkja á framundan, en hitt veit ég, að sú trú, sem reisti hana, varir til enda veraldar, enda þótt, ný ,,skyn- semi“ samþykki að rífa Maríu- kirkjuna niður stein fyrir stein, þá fer það sem fyrr, að skynsemi og trú eiga enga samleið. — Ef þú kemur til Parísar, þá farðu til Notre Dame og gakktu inn um hlið hins efsta dóms, eftir það þarft þú ekki leiðsagnar við, því kirkjan sjálf tekur við þér og skil- ar þér aftur betri en þú varst þegar þú komst. Ungmennaj'élagshúsið ordið að verslunarhúsi að nýju. Það var byggt 1888, sem íbúðar- og verslunarhús. Þarvartil húsa Sparisjóöurinn íKeflavík fyrstu árin, þar var lœknissetur og apotek og aftur verslunarhús er Friðrik Þorsteinsson rak verkstœði þar. 1936 eignaðist UMFK húsið og varð þá samkomuhús og íþróttahús þar til í sumar að þvi var breytt í verslunarhús að nýju. Þar munu verða nokkrar verslanir, en á þessari mynd hefur verslunin Rósný ein opnað verslun sína. ónu Krists, en sá helgi dómur er ekki til sýnis, fyrir almenning nema ellefta hvert ár og veit ég ekki hvað veldur þv£. Við, fjórir vinir, höfum lokið þessari alltof stuttu stund innan veggja Maríu- kirkjunnar. Við stöldrum við á Louis Phillip brúnni og rennum augum að gnæfandi turnum kirkjunnar. — Mér verður það ljósara, en áður, að ekkert nema trú getur byggt svona hús — þess vegna eigum við enga Hallgríms- um hittast við innsta altarið hægra megin þegar inn er gengið. Þar loga ljós fyrir framan stein- mynd af Maríu Guðs móður, það eru 20 franka kerti sem unnendur hennar kaupa, og færa henni ljós- ið að fórn, meðan þeir biðja bænir sínar eða þakka eitthvað sem hef- ur hent. Piltur og stúlka krjúpa Guðsmóðurkirkjan í París þar hlið við hlið, en íjórir íslenzkir áhorfendur standa að baki þeirra. Það var skynsamlegasta tillaga, sem nokkurn tíma hefur verið flutt, þegar einn af okkur stakk uppá því að nú skyldum við kaupa kerti eins og þau höfðu gert °g beygja kné okkar í Maríukirkj- unni og ganga til eintals við okkar guð. Mér fannst þetta snjöll hug- mynd, því að ég þurfti að vígja krossinn minn; og engin stund eða staður var betur til þess fall- inn en einmitt þessi. Þegar unga parið reis upp af sínum bænabeð, féllu átta íslenzk kné á þær sömu bríkur, - hvað höfuð þeirra hafa hugsað veit ég ekki, nema að ein- um fjórða - hvort aðrir hafa flutt fyrirbæn fyrir okkar andlausu kirkju, eða beðið alvald tilver- unnar um meiri trú, það skiptir engu máli, guðsþjónustan var í því fólgin að beygja kné sín á þessum stað, sem er svo fjarri okkar máluðu kirkjum og sunnu- dags-hempuklæddu prestum. Var ég að hugsa um lúterskan sið á íslandi, þennan sið sem ætl- ar að reisa Jóni heitnum Arasyni, minnisvarða 400 árum eftir að þeir tóku hann af lífi, fyrir að vera staðfastan í sinni trú? Notre-Dame-kirkjan hefur liðið og lifað með sínu fólki. Öldur byltinga, vantrúar og trúarofsa, hafa brotnað á veggjum hennar, en sjálf hefur hún staðið og stend- ur enn. Safn fagurra gripa er geymt í kirkjunni, en fátt af þeim mun vera sögulega merkilegt, nema fyrir þá, sem þekkja ka- þólskan sið — en, þó er þar einn hlutur, ef sannur er, sem jafnt er merkilegur fyrir mig og hinn ka- þólska — það er hluti af þyrnikór- FAXI-305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.