Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 8
500 eintök Biblíunnar hafi verið prentuð. Hún var, eins og gefur að skilja, geysilega dýr og því alls ekki á færi almúgafólks að eignast hana. Kirkjum var gert að skyldu að kaupa eintak, og mun eintak kirkjunnar oft hafa verið það eina sem til var í sókninni. Til þess að koma til móts við fólkið í þcssum efnum brá Guð- brandur biskup á það ráð að gefa út Nýja testamentið sérprentað árið 1609. Einnig lét hann prenta útdrætti úr Biblíunni er hann þýddi úr þýsku máli, í þremur bókum. Nefnast þær Summaría yfir Gamla testamentið, prentuð á Núpufelli í Eyjafirði 1591, en þangað var prentsmiðjan flutt í nokkur ár, Summaría yfir Nýja testamentið, Núpufelli 1589 og Summaría yfir allar spámanna- bækurnar, Hólum 1602. Einnig þýddi hann og lét prenta hina svo- nefndu Leikmannabiblíu „Biblía Laikorum“, á Hólum 1599. Enn- fremur má nefna , .Biblía parva' ‘, Stuttu Biblíuna, eftir Martein Lúther, — en hún var stundum nefnd „Fátækra Biblían“. Arn- grímur Jónsson lærði þýddi hana og kom hún út á Hólum 1590. Af einstökum ritum Gamla testa- mentisins gaf Guðbrandur sér- staklega út: Orðskviði Salómons og Síraksbók, báðar prentaðar á Hólum 1580 og Davíðs saltara 1597. — Allmörg fleiri rit úr Bibl- íunni og útleggingar þeirra voru prentuð í tíð Guðbrandar biskups þó að þau verði ekki talin hér. En langflest þeirra rita, sem Guð- brandur tók til prentunar, fjöll- uðu um trúarlega efni og miðuðu að því fyrst og síðast að efla, glæða og rótfesta hina evangel- ísku kenningu í hjörtum landsins barna. Þó að Guðbrandsbiblía sé með fyllsta rétti kennd við útgefanda sinn þá mun Guðbrandur ekki eiga mjög stóran hlut í þýðingu hennar. Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar tók hann upp, nánast óbreytta. í Gamla testamentinu eru a.m.k. Davíðs- sálmar og lfklega Spámannabæk- urnar og sennilega eitthvað fleira í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Með vissu er vitað að eftir Gissur biskup Einarsson er þýðing á Jobsbók, Orðskviðum Salómons og Síraksbók, og að líldndum hef- ir hann einnig þýtt Samúelsbæk- urnar báðar. Fleiri þýðendur auk Guðbrandar hafa vafalaust komið þar við sögu. Yfirleitt var þýtt úr þýsku með hliðsjón af latneskum texta. Sjálfur kemst biskup þann- ig að orði um starf sitt að þýðing- arverkinu: ,,En svo mikið ómak hafði ég þær sumar dönskubland- aðar útleggingar og brákað mál að yfirlesa, lagfæra og emendera, að það er ei stórs minna verk en að nýju út að leggja.“ A það hefir verið réttilega bent að þótt Guðbrandur biskup eigi minna í Biblíu sinni frá þýðingar sjónarmiði en almennt mun hafa verið talið þá er hún jafn mikið stórvirki fyrir því. í sjálfu sér var það ekki tiltakanlegt afreksverk að þýða Biblíuna á íslenska tungu. Ber það til fyrst, að ekki var þýtt úr frummálunum, he- bresku eða grísku, heldur latínu og þýsku. Hitt er annað, að ís- lenskan var ekki tunga sem væri í sköpun að ritmáli til, heldur þvert á móti ein sú tunga, sem þá átti ágætastar bókmenntir, þótt ekki væru prentaðar. Það var í rauninni miklu meira afreksverk að færast það í fang að koma Bibl- Framhald á bls. 347. Lotus matar- og kaffistellið er hannað af Björn Wiinblad. Yrkisefni sitt sækir hann hér til náttúrunnar, i falleg og fínleg blöö lótusblómsins. Björn Wiinblad hefur hannað glasasett og hnífapör i sama stíl. INNDÖMMUN <5UÐUDNEá'JA VATNcSNEtSVEGI 12 — KEELAVÍK — &ÍMI 3598 studio-linie A EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍML184 00 264-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.