Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 50
ÁRNAÐ HEILLA OSKAR GISLASON FRÁ VÍK SJÖTUGUR Óskar Gíslason frá Vík varö 70 ára 26. september s.l. Foreldrar hans voru hjónin Kristólína Jóns- dóttir frá Hópi í Grindavík, af vel þekktri Hópsætt, mikil ágætis- kona og Gísli Jónsson, formaður og útvegsbóndi í Vík, sem var í móðurætt af Húsatóftaætt, sem einnig er stór ættbálkur. Heimili þeirra Kristólínu og Gísla var virðulegt stórheimili, nokkuð að fornum hætti, enda um aldamóta- fólk að ræða, sem þar réö ríkjum. Börnin voru 9 er upp komust, með tvíburabræðurna Jón og Guðjón í fararbroddi, báðir virðu- leg ungmenni, er ég man þá fyrst, síðar formenn og aflamenn. Er- lendur, mikið sjómannsefni drukknaði 19 ára, er skip Guð- jóns Magnússonar fórst á Járn- gerðarstaðasundi. Vilborg dó um tvítugt, Gunnar járnsmiður og formaður, dó fyrir tveimur árum. Þorgerður frú í Reykjavík, Þor- lákur bóndi í Vik. Óskar var næst yngstur þeirra systkina. Hulda er yngst, gift Ólafi Sigurðssyni, kunnum Grindvíkingi. A vertíð- um var margt fólk í Vík. En auk mikillar útgerðar rak Gísli mynd- ar landbúnaðarbú, svo að mörgu var að sinna allan ársins hring. Þó að færra fólk væri þar á sumrin var heimilið alltaf ljölmennt, því að verka þurfti fisk og heyskapur var töluverður, auk þess sem skotist var á sjó eftir nýmeti öðru hverju. Börnin ólust því upp við vinnusemi. Ég hygg að enginn hafi viljað draga af sér eða svíkjast um undir verkstjórn Gísla bónda. Að minnsta kosti hafði ég það á tilfinningunni, að ekki væri heigl- um hentg að standa upp í hárinu á honum, enda heyrði ég þess aldrei getið, að undanteknu einu tilviki, sem nú skal greina. Mangi ,,frændi“ Bjarnason var marga áratugi — ef ekki ævilangt — meðlimur fjölskyldunnar — og aldrei var hugsað til Víkurfólks- ins án þess að Mangi væri í mynd- inni. Enda hafði hann stóru hlut- verki að gegna varðandi eftirlit með yngsta fólkinu á þeim árum er ég man til. Áður hafði hann verið formaður á einu skipi Gísla. Fiskisælt þótti að eiga veiðarfæri undir hraun- brúninni austan við Járngerðar- staðaleirinn. Eitt sinn réru þeir samsíða, Gísli með víkingslið og Mangi. Gísli náði kjörsvæði við hraunbrúnina en Mangi hóf að leggja línuna úti á leirnum. Lagn- ingin gekk betur hjá Manga og dró hann því Gísla uppi og sveigði þá upp að hraunbrúninni. Heyrð- ist þá Gísli kalla til Magnúsar: „Hvern sjálfan a..... ætlar þú maður? Getur þú ekki verið vest- ar?“ Heyrðist þá Magni svara: ,,Tu“ (það var orðtæki hans), ,,getur þú ekki verið austar?“ Hélt hann síðan sínu striki út með hraunbrúninni og rótfiskaði, en Gísli lenti upp á hrauninu og fara ekki sögur af afia hans þann dag- inn. Annars var hann mikill afla- maður og afbragðs formaður. Gísli var stór maður og reisulegur í framgöngu og karlmenni að burðum — sá ég einu sinni, er hann lagði stórt rekatré á herðar sér og bar af skiptavelli. Margt af eiginleikum föðurins hefur Óskar erft. Hann var af okkur jafnöldrum hans talinn af- burða fær í glímu og fangbrögðum og alltaf drengilegur. Hann hóf barnungur að sækja sjó og var orðinn formaður 16 ára hjá móð- urbróður sínum Baldvini Jóns- syni á Hópi. Formaður hefur hann verið æ síðan. Eigin útgerð hóf hann nokkru síðar. Var lengi í útgerð með Guðjóni bróður sín- um. Þeir áttu marga báta, því að alltaf varð að stækka bátana eftir því sem aðstæður leyfðu. Á for- mennskuárum Óskars hefur orð- ið bylting við höfnina í Grindavík. Þegar hann hóf formennsku um 1930 var aðeins hægt að vera með Tveir úr hópi minna bestu jafnaldra og fé- laga frá bernsku og uppvaxtarárum urðu sjötugir á þessu hausti. Og þó að nokkuð sé umliðið langar mig til að Faxi færi þeim mínar bestu árnaðaróskir. J.T. opnar trillur, sem setja mátti í naust ef veður voru válynd. Nú má sigla stórum hafskipum í trausta höfn Hópsins. Óskar var jafnan foringinn í jafnaldra hópnum og oft valinn á undan sér eldri leiksystkinum ef um liðskiptingu var að ræða, sök- um færni í flestum athöfnum okk- ar. Og trúlega var hann formaður í tveimur sjóferðum okkar strák- anna á barnaskólaaldri, sem enn eru mér í fersku minni, og nú rifj- ast upp. Þegar við vorum 10—11 ára fór- um við ásamt Þorláki bróður hans, sem var einu ári eldri, aust- ur í Kvíavik við Hópið, sem þá var fjarri allri byggð og óvirkjað með öllu. Lítil skekta lá þar í fjöru- borðinu og hugðum við gott til glóðarinnar og ýttum henni á flot. Haldið var til rannsókna um Hópsála og stigum við víða á land, einkum þar sem vænta mátti brotajárns — en það var kjör- málmur fyrir litla sjóræningja, því að allvel var borgað fyrir þá vöru. Lengi dags stóð sigling þessi um Hópið og síðan haldið heim í Kvíavik er halla tók, degi með allgóðan feng — nokkur kíló af verðmætum. Við vildum skilja við kænuna eins og hún var, er við gripum til hennar. Óskar stóð við skut, eins og formanni sæmdi, en viö Þor- lákur sinn við hvora síðu. Allt í einu sjáum við hvar eigandinn kemur þjótandi og greinilega í vígahug. Hetjurnar, Þorlákur og ég, tókum til fótanna og forðuðum okkur á flótta, en Óskar beið ör- lagadóms eigandans, sem var frændi okkar og síðar ágætur vin- ur okkar allra. í nokkru hnjaski og af yfirburðum eldri aðilans hlaut Óskar kaffæringu. Ekki varð hár hlutur okkar úr þeirri veiðiferð. Hin sjóferðin var líklega einu eða tveimur árum síðar. Það var laugardagur um miðja vertíð. Við vorum þá farnir að ganga til prestsins. Séra Brynjólfur Magnússon, sá ágæti guðsþjónn, var að reyna að berja inn í okkur boðorðin. Við höfðum grun um að veðurbreyting væri í nánd og viss- um að allir grásleppunetaeigend- ur voru að bjarga netum sínum úr sjó þennan eftirmiðdag. Bræð- urnir og Árni Vilberg og ég áttum tvö net austur undir Nesinu, inn- an við Sundboðann. Kvíði var í okkur því við bjuggumst við eignatjóni. Kverið og kristin- fræðslan var því ekki efst í huga okkar og hefur presturinn vafa- laust fundið að ekki var allt með felldu. Hann var óvenju harður við okkur og þungorður í okkar garð, því að augljóst var að atferli okkar hafði áhrif á nemendahóp- inn. Það var komið svarta myrkur þegar við losnuðum frá prestin- um. Við fjórmenningarnir ákváð- um að hittast snemma næsta morg- un austur við uppsátrin. Þar var grásleppukæna, sem Gísli í Vík átti, en hennar gætti Mangi ,,frændi“ og fengum við með hans leyfi venjulega að nota hana. Þennan sunnudagsmorgun var veðurútlit vont, kominn landsunn- an stormur, en sjólaust var með öllu. Við mættum eins og um var talað. Stóðum við litla stund í vomum, en komumst svo að þeirri niðurstöðu að slarksamt mundi verða en þó fært. Ekki töldum við ráðlegt að leita til Manga ,,frænda“, fóstra þeirra Framhald á bls. 344. 306-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.