Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 46

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 46
wi\yzi Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjóm: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristján A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Það eru komnir gestir Ég hef verið félagi ykkar í mörg ár, eða allt frá stofnun klúbbsins. Vera mín í klúbbnum hefur verk- að vel á mig — ég á þaðan góðar endurminningar um ýmis skemmtileg atvik og góða kynn- ingu við ágæta menn. Eg ætla ekki að hlaða neinu of- lofi á félaga mína, — allflestir is- lendingar eru ágætis menn, en einhvern veginn söfnuðust saman í klúbbinn nokkuð samstæður hópur valinna manna. Undanfarin ár hef ég ekki sinnt skyldum mínum við klúbbinn eins og ætlast er til, en þar á ég við mætingarskylduna, — ég hefi að- eins mætt á fáum fundum nokkur síðastliðin ár — talið mér það heimilt, vegna aldurs, en auðvit- að hefði ég átt að mæta, því alltaf hefi ég verið líkamlega heilbrigð- ur. í þessu erindi fer ég ekki inn á að deila á mig eða afsaka — það er ykkar að dæma. Samvera góðra félaga verkar oft þannig, að smátt og smátt samlag- ast maður hinu góða, sem umlyk- ur hvem góðan mann. Þetta verð- ur svo einhvern veginn eftir í manni sjálfum. Maður verður betri og eins og segir í máltækinu að margur dregur dám af sínum sessunaut. Eins er það með heimilisvini. Maður hefur ánægju af góðum heimsóknum, og að eiga góðan vin, getur stækkað mann sjálfan, því þó vinurinn sé farinn, verður hann á vissan hátt eftir í manni Huxley Ólafsson, framkvæmdastjóri, var einn af stofnfélögum Rotaryklúbbs Keflavíkur. Hann kemur enn stöku sinnum á fundi og hefur þá jafnan eitthvað markvert að tala um. Erindið er hér fer á eftir flutti hann á fundi í haust. Það er hollt lesefni ungum sem öldnum. sjálfum og er þar, þótt langt líði milli heimsókna. Á síðari árum hefur nýr heimil- isvinur komið í heimsókn til okk- ar allflesta daga ársins. — Við bjóðum honum inn og eftir það er það hann, sem talar t.d. allt kvöldið. — Við getum ekkert lagt til málanna eða rætt við hann, — en sem betur fer getum við látið hann hætta, þegar við viljum. - Ég á hér við sjónvarpið og nú fyrir ekki alllöngu hefur bæst við ann- ar heimilisvinur, — hann getur verið að ræða við okkur langt fram á nótt — og það er eins með hann, við getum aðeins hlustað, en ekki rætt málin við hann, en við getum lokað hann úti. Hér á ég við Video-tæknina. — Þessir 2 fé- lagar eru nú orðnir það fastir í sessi, að þeim leyfist æði margt, sem við myndum ekki líða. — Þeir sýna okkur margt gott og fallegt, og er það vel, — en þeir sýna okk- ur líka margt mjög ljótt, svo sem rán, morð, nauðganir, hrotta- skap, lauslæti, lygi, svik, pretti og eiginlega allt, sem er ljótast í mannlegu félagi. Við, sem eldri erum, látum þetta lönd og leið, teljum að þetta hafi ekki áhrif á okkur. Það geri bara ekkert til — lífið sé svona og ekkert sé við þessu að gera. Börnin og unglingar taka þessu allt öðruvísi en við, þau eru yfir- leitt mikið á tilfinningasviðinu og taka þessar myndir mikið alvar- legar en við, — þau þekkja ekki heiminn nema frá sínum sjónar- hól og sinni eigin reynslu. Smátt og smátt verða þessir glæpamenn að eins konar hetjum í þeirra huga, og sum fara að hafa þessa menn sem fyrirmynd og sjálfsagt að framkvæma líka þá verknaði, sem þessir menn gera. Þykir þá bragðmeira, ef verknaðurinn er ennþá hryllilegri en fyrirmyndin. — Ég hefi þennan formála vegna þess, að mér virðist sem ungling- ar séu að byrja að taka við sér hér, í að eftirlíkja það, sem heimilis eða næturvinurinn hefur sýnt. Börnin eru farin að draga dám af sínum sessunaut. Nú ætla ég að segja ykkur 2—3 dæmi, sem benda í þá átt, að eitt- hvað sé athugavert hér hjá okkur. — í Fiskiðjunni hérna í Keflavík er maður, Torfi Stefánsson, sem sér um vélasalinn þar og hjálpar til við að rífa niður vélarnar sem þar eru. — Vélarnar eru seldar í ýms- ar áttir. - Torfi er mikill dýravin- ur. Torfi hefur alltaf haft 1—2 ketti hjá sér og hugsað vel um þá. Kettimir hafa aftur á móti haldið húsinu alveg rottulausu. í fyrrahaust vildi það til, að 15 ára unglingur gerði sér lítið fyrir, drap 2 kettlinga á hryllilegan hátt og fótbraut köttinn. Torfi náði í strákinn og segist vera viss um, að hann komi aldrei aftur í Fiskiðj- una til þessarar iðju. Nú í haust vill svo til, að aftur er brotist inn í Fiskiðjuna, stolið ein- hverju smálegu, — en um leið eru 2 kettlingar drepnir á svipaðan i sAMvmnu við folkið tryggjum við betri vörur á lægra verði í verslunum okkar KAUPFÉLÖC5II1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.