Faxi - 01.12.1984, Side 60
Gamla myndirv
Neskaupsstaðarfarar árið 1958.
Tilefnið að ferðþessari vargóð ústundum drengja við æfingar og varþað
tíkveðið að hver lcgði 5 kr. í ferðasjóð á œjingu hverri og var það gert.
Þetta var herrans tírið 1958. Margir afþessum drengjum gerðu garðinn
frœgan á svidi knattspyrnunnar. Sumir af þessum drcngjum urðu
fyrstu íslandsmeistaramir sem Í.B.K. eignaðist. En þessi ferð var farin
ínafni U.M.F.K. og var farið austur til Neskaupstaðar. Talið frá vinstri,
aftari röð: Lolli Kristins bifr.stj., Höskuldur Goði Karlsson fararstjóri,
Guðni Steinn Skúlason, Gunnar Guðlaugsson, Sveinbjörn Jónsson, Ein-
arMagnússon, Jón Jóhannsson, ÓiafurMarteinsson, Kjartan Sigtryggs-
son, Hlöðver Hallgrímsson, Róbert Lauritsen, Dagmar Sigurðardóttir
(eiginkona þjálfarans Friðjóns Þorleifssonar sem tók myndina), Magnús
Torfason, Hörður Finnsson. Fremri röð: Már Friðjónsson, Stefán Matt-
híasson, GuðniKjartansson, Gunnar Þórðarson, GrétarMagnússon, Jó-
hann Ólafsson, Sveinn Pétursson, Geirmundur Kristinsson, Örn Berg-
steinsson, Sigurður Hallgrímsson, Davíð Valgarðsson, Karl Hermanns-
son, Sœmundur Pétursson, Vilberg Þorgeirsson, Friðrik Georgsson.
k_________________________________________________/
til fimm mínútur í sjó, en var ör-
endur er hann náðist. Pórður
Thoroddsen læknir var sóttur, en
Iífgunartilraunir báru ekki árang-
(Fjallkonan 28. ágúsi 1897. P.G.: Atm-
áll 19. aldar. Lbs. 2781. 4to. Bls. 97).
1897
Maður drukknar.
Hinn 11. ágúst 1897 hvarf Árni
Magnússon trésmiður frá Kefla-
vík. Hann var miðaldra maður og
var talið að hann hefði fyrirfarið
sérísjó.
Árni „var dugandi maður og
álitinn góður drengur“ segir í
Annál 19. aldar. Síðan fannst lík
Árna rekið við Mýrar og var jarð-
að þar.
(Fjallkonan 28. ágúst 1897. PG.: Annáll
19. aldar. Lbs. 2781, 4to. Árbók 1897.
Almanak Þjóðvinafél. 1899. Prestþjón-
ustubók Útskála 1897).
1897
Þilskipið Ásta strandar
við Patreksfjörð.
Þilskip Duusverslunar, Ásta,
fór frá ísafirði, hlaðið 800 skip-
pundum af saltfiski, frá verslun
Leonhards Tangs, áleiðis til út-
landa.
Er komið var nokkuð suður
með Vestfjörðum gerði mikið fár-
veður, og sá skipstjóri ekki annað
ráð en að hleypa skipinu á land í
Hænuvík við Patreksfjörð. Þetta
gerðist 30. nóv. 1897. Leki var þá
kominn að skipinu og káetan full.
En stýrisklefinn farinn fyrir borð.
Mannbjörg varð en skipið eyði-
lagðist. Saltfiskurinn var seldur á
uppboði 4. jan. 1898, skemmdur
af sandi og sjó.
Hér hefur sennilega verið um að
ræða skip, sem Duusverslun eign-
aðist eftir Ástu strandið í Keflavík
1890.
(ísafold22. jan. 1898. Annáll 19. aldar.
Lbs. 2781, 4to. Bls. 101).
1897
Fjórir menn drukkna i
beituferð.
Að morgni 4. des. 1897 ætluðu 5
menn úr Keflavík í beituferð upp í
Hvalfjörð. Voru fjórir þeirra til-
búnir til ferðar á árabát sínum í
Iendingu, en sá fimmti forfallaðist,
en var þó lagður af stað til sjávar.
Það var Guðmundur Kr. Guð-
mundsson (faðir Guðmundar
yngra, sem fórst með m.b. Geir
GK 198 1946. Sjá hérsíðar).
Guðmundur var skammt kom-
inn frá bæ sínum sem stóð á Meln-
um við Kirkjuveg, þegar kallað var
á hann og honum sagt að kviknað
væri í eldavél heima hjá honum.
Hann sneri við og slökkti eldinn.
Á meðan biðu skipsfélagar hans í
lendingu og urðu óþreyjufullir.
Þar sem Guðmundur kom ekki
héldu þeir af stað án hans. Til
þessa báts spurðist aldrei framar
og var talið að hann hafi farist á
flóanum. Mennirnir sem fórust
voru allir búsettir í Keflavík. Þeir
hétu:
Guðjón Þorkelsson, 33 ára.
Kvæntur. Átti einn son.
Gleðileg jól
við lesturgóðra bóka.
Daglega
í leiðinni
Bókabúð
Keflavíkur
Tilkynning um
ÁRAMÓTABRENNUR
Þeim sem hafa ætlað sér að hafa
áramótabrennu, ber að sækja um leyfi til
Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja í Keflavík.
Skilyrði fyrir leyfisveitingar er, að
ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni.
Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur
verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægðar.
Umsóknir berist fyrir 20. desember 1984.
Lögreglan í Keflavík,
Grindavík, Njarðvík
og Gullbringusýslu
Brunavarnir Suðurnesja
316-FAXI