Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 54

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 54
Hj álp ar stofnun kirkjunnar Á Rotaryfundi 15. nóv. sl. hélt Páll Jónsson, sparisj.stj. 5 mín. erindi um Hjálparstofnun Kirkj- unnar, en hann hefur um árabil verið þar í stjórn, en formaður framkvæmdanefndar varð hann á síðasta aðalfundi stofnunarinnar. Páll gat þess að um 150 börn mundu látast úr hungri á meðan hann flytti sitt stutta erindi. Ritstjóra Faxa þótti erindið fróðlegt — og birtist það hér orðrétt með leyfi Páls. Langvarandi næringarskortur lamar krafta manna til sjálfsbjarg- ar, oft til lífstíðar þegar um börn er að ræða. Þau matvæli sem eft- irsóknarverðust eru í matvæla- aðstoð á hungursvæðum heims- ins eru eggjahvítuefni og ýmis vítamín, sem m.a. er að finna í fiski og afurðum dýra. A þessu ári hefur Hjálparstofn- un kirkjunnar lagt mikla áherslu á tilraunir með næringarefni úr ís- lenzkum fiski. Fisktöfiur úr mal- aðri skreið hafa verið notaðar í þremur löndum Afríku og lýsi í tveimur. Þessi framleiðsla var ár- angur af athugunum í samvinnu við rannsóknarstofnun sjávarút- vegsins á nýtingu íslenzkra sjáv- arafurða til hjálparstarfs á hung- ursvæðum heimsins. Hugmyndin að baki þessari framleiðslu er sú, að útvega eggja- hvítuefni ogbætiefni úr fiskafurð- um, í stað þess að senda venjulegt fiskmeti, sem bæði er of dýrt til þess, að því megi með góðu móti við koma og eins erfitt í dreifingu. í samvinnu við þróunarstofnun Islands, rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins, rannsóknastofnun landbúnaðarins og Dr. Jón Óttar Ragnarsson, matvælafræðing, hefur nú verið þróuö upp alhliða næring úr skreiðarmjöli, heil- hveiti og lifrarmjöli. Blanda þessi inniheldur öll þau næringarefni, sem maðurinn þarf, og í þeim hlutföllum, sem vísindamenn mæla með. Mest af fisktöflum var sent til Eþíópíu, ennfremur til Uganda og Ghana í gegnum Alkirkjuráðið. Samúel Ólafsson, kristniboði, gat þess á aðalfundi Hjálparstofn- unarinnar að töflurnar hefðu spornað við hörgulsjúkdómum, en erfitt heföi verið að koma fólki í skilning um gildi taflanna. Margþætt aðstoð hefur verið veitt Pólverjum á þessu ári, en eins og fram hefur komið hafa ís- lendingar verið hlutfallslega stór- tækastir allra í aðstoðinni við Pól- land. Þessari aðstoð líkur formlega í þessum mánuði með því að Pól- verjar bjóða biskupi landsins Hr. Pétri Sigurgeirssyni til Varsjár og vilja með því sýna íslendingum sérstakar þakkir og virðingu. Á árinu var ennfremur veitt að- stoð til: GHANA - UGANDA - PORT- UGALS - INDLANDS - EÞÍÓP- IU vegna fiskveiðikennslu og FIL- LIPSEYJA vegna vatnsöflunar. ERITREU vegna fiskveiðiverk- PáU Jónsson, sparisj.stjóri. efnis. INDLANDS vegna heilsu- gæzluverkefnis. KINA vegna fiskræktar. Stór fatasending fór til Eþíópíu, og var það íslenska kristniboðið sem sá um dreifinguna fyrir okk- ur. Hjálparstofnunin hefur mjög stutt við bakið á Sambandi Isl. Kristniboðsfélaga m.a. við bygg- ingu barnaskóla í KENÝA og Isl. Kristniboðið í EÞÍÓPÍU fékk jeppabifreið, sem tilfinnanlega vantaði til þess að unnt reyndist að sinna sjúkraverkefnum í hér- uðum fjarri stöðinni. Þá var langtímahjálpinni haldið áfram ásamt Norðmönnum í SUÐUR-SÚD AN. Eins og áður hef’ur Hjálparstofn- un kirkjunnar leitast við að vera trú því markmiöi að veita aðstoð hér innanlands. Hafa verið veittir styrkir bæði til líknarsamtaka og ennfremur til fjölmargra einstaklinga. Sem dæmi um líknarsamtök sem notið hafa aðstoðar stofnun- arinnar á síðasta starfstímabili má geta um skóla fatlaðra, líknarsjóð æskufólks, styrktarsjóð Sjálfs- bjargar og Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Fjöldi einstakl- inga sem notið hafa aðstoðar frá stofnuninni á tímabilinu er 84. í fræðslustarfinu hefur áherzla verið lögð á eflingu safnaðarvit- undar um hjálparstarfið. Til þess að ná þessu markmiði hefur áherzla verið lögð á heim- sóknir í söfnuði, og samantekt fræðsluefnis til notkunar í safnað- arstarfinu. Hjálparstofnunin starfar á kirkjulegum grundvelli, í því felst, að sú ábyrgð hvílir á öllu starfi stofnunarinnar, að hafa ávallt í huga að vera trúir fylgj- endur Krists. Þetta á ekki síst við í fræðslustarfi stofnunarinnar, en meginhlutverk þess hlýtur að vera að kalla fólk til þátttöku, um- hugsunar og afstöðu til fátækra út frá kristnum forsendum. Sem jafnan áður hefur verulega verið leitað eftir því að starfsmenn stofnunarinnar komi á fundi og fjalli um hjálparstarfið. Farið hefur verið í u.þ.b. 60 slíkar heimsóknir í öllum lands- íjórðungum á liðnu starfsári. Þá eru árlega haldnar fjölmargar ráðstefnur um allt land, um mál- efni Hjálparstofnunarinnar og hef ég mætt á mörgum þeirra. Næsta stórráðstefna sem við höldum um hjálparstarfið verður um næstu helgi fyrir Kjalarnes- prófastsdæmi. Málgagn Hjálparstofnunarinnar HÖNDIN er ávallt gefin út tvisvar á ári og dreift inn á heimili allra landsmanna, eða í 80 þús. eintök- um. Þá er leitast við að hafa ávallt til reiðu á skrifstofunni sem gleggst- ar upplýsingar í rituðu máli fyrir skóla og söfnuði. Þá eru sendar fréttir reglubund- ið til birtingar í VÍÐFÖRLA, mál- gagni kirkjunnar. Á síðustu mánuðum og misser- um hafa lfldega fleiri menn liði hina endanlegu neyð hungurs og örbirgðar en dæmi eru til um áð- ur. í Afríku einni er talið, að 150 milljónir manna, nær þriðjungur íbúa álfunnar líði af alvarlegum næringarskorti. Fyrir þróttmikið hjálparstarf hefur tekist að forða flestum frá hungurdauða, en þó er talið, að telja megi þá sem fallið hafa beinlínis úr hungri í hundr- uðum þúsunda. Milljónir og lílt- lega tugir milljóna í heiminum öll- um látast hinsvegar fyrir aldur fram vegna fátæktar og af afleið- ingum hennar. Ókkur er öllum Ijóst að því fylg- ir mikil hugarkvöl að þurfa að 5MA5JAARQJAFA5ETT MICROSCOPES • MiCROSCOPES • MIC Tiiv/aiin tækifæris- gjöf fyrir námsmann- F WáttK . jnn Verð frá Kr. 968 til 7.127 Gleraugnoverslun Keflavíkur HAFNARGÖTU 17 - SÍMI 3811 310-FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.