Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 48

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 48
HELGI S. JONSSON Guðsmóðurkirkjan í París Sumarið 1950 fóru fjórir kunnir Suðurnesjamenn í Frakklandsreisu. A þeim árum var París einn fýsilegasti ferðaáfangi, sem menn gat dreymt um — og er gjarnan enn. Einn þeirra, Helgi S. Jónsson kaupmaður m.m., hafði verið þar þremur sumrum fyrr, í forystu fyrir 90 skátum, sem þangað sóttu heimsmót skáta (Jamboree). Ferðafélagar hans voru að þessu sinni Sigurður Guð- mundsson, bóndi í Þórukoti, Margeir Jónsson, útgerð- armaður og Kristinn Reyr, bóksali og skáldbróðir Helga. Öllum varð þeim ferð þessi eftirminnileg, — já, ógleym- anleg sökum fegurðar Parísar, sem stundum var nefnd höfuðborg heimsins — sökum stórbrotinnar sögu margra kynslóða, sem um aldir ófu örlagavef heimsbyggðarinn- ar. Borg ævintýranna hvert sem hugur manns annars leitaði. í jólablaði Vikunnar það ár skrifaði Helgi fræga grein er hann nefndi Guðsmóðurkirkjan í París. Einn les- andi greinarinnar, Jón Stefánsson prófessor í íslensku við Lundúnaháskóla í 30 ár, skrifaði Helga bréf 19. des. 1950. í lokbréfsins segir hann. , ,Grein yðar er rituð með svo sterkri tilfinningu fyrir helgi hinnar dásamlegu Notre Damekirkju og slíkri ritsnilld, að ég tók sérstak- lega eftir henni, í öllu þessu jólaflóði af bókum.“ Faxi hefur fengið leyfi Þórunnar Ólafsdóttur, ekkju Helga til að birta umrædda grein. Lygn flýtur Signa, báðum meg- in við Borgareyjuna. Fornbóka- salarnir á bökkum hennar eru þreytulegir á svipinn, nærri því eins gamlir og snjáðir og bæk- urnar þeirra, velktir af ómjúkum handtökum langrar ævi. Fjórir ferðalangar líta á þá sömu augum og sitthvað annað, sem á þarna að vera, samanber póstkort, sem keypt var í fallegri búð og sýndi fornbóksala á Signubökkum — það er gaman að sjá lifandi frurn- mynd af korti sem kostar 20 franka. Heimsborgin París, væri fátækari af fátækt, ef fornbóksal- ana vantaði, þeir eru aðeins eitt, sem verður að sjá á leiðinni til Maríukirkjunnar — hinnar steindu sögu kristinnar trúar, sem stend- ur á Borgareyjunni, hið þögla tal- andi tákn um mátt trúar og valds. Af torginu, fyrir framan Maríu- kirkjuna, lítum við hina sömu sýn og var svo margra manna og kvenna hin síðasta í þessum heimi. Við sjáum turna, sem bera við bláan himin, rósflúraða glugga og heilaga menn úr steini. Ofar öllu hyllir í illar hugsanir mannanna, haglega gerða djöfla, sem búa í hugum, jafnvel helg- ustu manna. Leiðin liggur um opnar dyr inn í þetta veglega hús. Eg fletti blöð- um þess eins og fávita barn, ég veit að við hvert fótmál er bundin einhver fræg saga, eitthvað, sem andar og lifir þessa líðandi stund. Hér hefur andlegt og veraldlegt vald háð sitt stríð og hið verald- iega alltaf beðið lægri hlut, því slíkt er lögmál lífsins, bæði þar og hér. Umbúðirnar missa gildi sitt, þegar innihaldið kemur í ljós — og Maríukirkjan gnæfir enn yfir stund og stað, ekki sem umbúðir um kristna trú, heldur sem altari hins fórnandi máttar. Steinninn í dyrunum er máður og slitinn af fótataki aldanna. Af því að ég hef ekki átt neitt höfuð- fat í nokkur ár, þá þurfti ekki að taka það ofan, þeir gerðu það hin- ir, sem áttu svo veraldlega hluti og voru ekki búnir að týna þeim. baö þarf hvorki að vera kristinn né kaþólskur til að auðsýna lotn- ingu því andrúmslofti, sem er innan veggja þessarar voldugu kirkju. Háar bogahvelfingar, hin- ar styrku stoðir og margmisþyrmt skraut hennar fær hina allra venjulegustu vanakristnu hugsun til að samþýðast sál kirkjunnar, sem var og er —. Notre-Dame-kirkjan í París, kirkja heilagrar guðsmóður, er byggð á seinni hluta 12. aldar. bað er talið að bygging hennar sé hafin um 1265 eða á árunum þar á eftir. Mér er sagt, að hún sé að verulegum hluta stílhrein og að margar aðrar dómkirkjur beri hennar svip. Hugarórar kynslóð- anna hafa veitt henni þungar búsifjar, því á öllum öldum verða til menn, sem vita allt svo mikið betur en nokkur annar áður fæddur. Ymsir vitringar komu fram og vildu endurbæta hið hafna listaverk, en handbrögð þeirra minnast meistaranna á hörmulegan hátt. Það er stundum skammt á milli Bessastaða og Borgareyjunnar í París. Svo komu hinir , ,frjálslyndu‘ ‘ líka til sögunnar og héldu að minnsta kosti að tímaleg velferð lýðsins væri undir því komin að brjóta niður táknmál kristinnar trúar, og að gull og silfur kirkjunnar væri betur komið í stríðsöl æp- andi lýðs, en að vera hugfró leit- andi sálar. Á seinni hluta 18. ald- ar voru menn orðnir svo vitrir, að Maríukirkjunnar var ekki þörf fyrir annað, en til geymslu á fögg- um hinna ,,frjálslyndu“, sem voru búnir að ræna hana skrauti sínu og dýrgripum og reyndu að bera eld að veggjum hennar og hvelfmgum, en auðvitað stendur kirkjan enn. Einn góðviðrisdag um aldamót- in 17 og 18 hundruð gerði Napo- leon mikli sér það til dundurs að opna Maríukirkjuna aftur til kristilegrar þjónustu og síðan hef- ur hún rækt hlutverk sitt með vaxandi virðingu. Um miðja 18. öld var endanlega gert við kirkj- una og hún bætt að verulegu leyti og þá fenginn sá svipur, sem hún ber í dag. Mér var tjáð, að áður fyrr hefði hún verið hærri á grunni, því þró- un umhverfisins hafi fært í kaf ekki færri en 13 þrep, er lágu upp að aðalinngangi kirkjunnar og má vera að í útliti hafi hún misst nokkuð í viö þá breytingu. Þrír bogmyndaðir inngangar eru í kirkjuna, yfir þeim mesta, sem er í miðju, eru myndir af þeim efsta dómi, sem vér skulum allir hljóta, en yfir innganginum til hægri, og meðfram honum, eru myndir helgaðar Móður Guðs, en við vinstri innganginn, eru mynd- ir helgaðar Önnu, móður Maríu. Allt þetta mikla steinhögg-verk er máð og skemmt af þeim, sem bet- ur vissu en hinir, sem byggðu trú sinni musteri. Maríukirkjan hið ytra, er und- arlegt sambland af dýrðlingum, mönnum og djöílum. Fyrir ofan hliðin þrjú, með Önnu, Maríu og efsta dómi, kemur langband, með nær þrjátíu konungum Frakk- lands, en yfir því, á turnsyllun- um, þar tróna djöflarnir - hinar mismunandi góðu hugsanir mannanna, mótaðar í stein — þær horfa þaðan ylir torgið fyrir neð- Helgi S. Jnnsson 304-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.