Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 5
að geta notið stuðnings þeirra í
starfi. Varð þetta til mikils gagns
og ómældrar blessunar bæði fyrir
biskup sjálfan og starf hans, og
allt kirkjulegt starf í Hólabiskups-
dæmi, þegar fram liðu stundir.
Ekki eru nein tök á því hér í einu
stuttu erindi, aó gera tæmandi
grein fyrir hinu yfirgripsmikla
starfi Guðbrandar biskups. En
þegar litið er yfir æviferil hans, þá
dylst engum, að þar er um mikil-
menni að ræða — og óvenju stór-
virkan athafnamann. Má telja
vafasamt, hvort nokkru sinni hafi
verið uppi maður á íslandi, sem í
afkastasemi taki honum fram.
Biskupsembætti sitt rekur hann
af frábærri árvekni, vakinn og
sofinn í umhyggju sinni fyrir mál-
efnum kirkjunnar og öllum hag
biskupsdæmisins, og er í öllum
afskiptum sínum af þeim málum
svo stjórnsamur, að þess eru fá
dæmi, ef nokkur í sögu íslenskrar
kristni. Hann heldur lærðan
skóla á biskupssetrinu og hefir
alla umsjón með honum og öllu
því, er þar fer fram. Það er hans
hlutverk að sjá um, að ávallt séu
þar dugandi kennarar að ekki sé
þar skortur góðra kennslubóka,
Séra Bjöm Jónsson skoðar GuðbrandsbibUu heima á Hólum sfðastliðið sumar.
Ljósm: Randi Trœen.
þurfi til að hrinda þeirri heimild,
sem síra Arngrímur lærði standi
að baki en þó sé fullt eins líklegt,
að síra Magnús í Laufási hafi á
réttu að standa. En úr þessu verð-
ur þó aldrei skorið með neinni
vissu af þeim gögnum, sem þekkt
eru. Þar stendur staðhæfing gegn
staðhæfingu tveggja gjörkunn-
ugra samtímamanna. Faðir Guð-
brandar var Þorlákur prestur
Hallgrímsson, Sveinbjarnarson-
ar, prófasts í Múla, Þórðarsonar.
En móðir hans var Helga Jóns-
dóttir, lögmanns Sigmundssonar.
Áttu þau hjón tvo syni, Guðbrand
og Þórð. Auk þess átti Helga tvo
eða þrjá syni frá fyrra hjóna-
bandi. Guðbrandur ólst upp hjá
foreldrum sínum, fyrst á Staða-
bakka og síðar á Þingeyrum. Um
fræðslu í föðurgarði er ekki getið
að öðru leyti en því, að hann hafi
snemma numið Fræðin og gengið
það greiðlega. Að öðru leyti mun
hann hafa verið látinn sinna þeim
störfum og snúningum, sem títt
var um börn og unglinga til sveita.
hl.a. getur síra Arngrímur þess að
hann hafi haft ÍJárgæslu á hendi
en þar mun vafalaust átt við
sntalamennsku á sumrum. Árið
1552 stofnaði Ólafur biskup
Hjaltason, þá nýkominn frá
vígslu, latínuskóla á Hólum. í
þann skóla settist Guðbrandur ári
síðar, þá aðeins 11 ára gamall.
Árngrímur lærði segir, og hefir
það eftir Guðbrandi sjálfum að
hann hafi verið minnisdaufur
framan af, en að skilningi hinn
skarpasti. Árið 1559 útskrifaðist
Huðbrandur úr Hólaskóla. Næsta
ar mun hann hafa siglt til Kaup-
'Þannahafnarháskóla. Ávann
hann sér þar sérstaka hylli kenn-
ara sinna, Níelsar Hemmingsen,
sem hann var að einhverju leyti til
húsa hjá og Páls Madsen, er síðar
varð Sjálandsbiskup.
Að loknu námi, árið 1564 hvarf
hann aftur heim til íslands og
gerðist um þriggja vetra skeið
skólameistari í Skálholti. Eftir
það vígist hann til prests að
Breiðabólstað í Vesturhópi, eftir
lát síra Jóns Matthíassonar hins
sænska, er síðar verður gerð nán-
ari grein fyrir. En þar var hann
tæplega lengur þjónandi en tvö
ár. Af því að haustið 1569 gerð-
ist hann skólameistari á Hólum.
En því embætti gegndi hann að-
eins í eitt ár, því að haustið 1570
var hann boðaður til Kaupmanna-
hafnar til þess að gerast eftirmað-
ur Ólafs biskups I ljaltasonar á
Hólastóli. Að vísu höfðu norð-
lenskir klerkar kjörið síra Sigurð
Jónsson á Grenjaðarstað, son
Jóns biskups Arasonar, sem
biskupsefni, en því ekki verið
sinnt í ráði konungs. Dvaldist
Guðbrandur í Kaupmannahöln
veturinn 1570—1571 og tók bisk-
upsvígslu um vorið hinn 8. apríl
af vini sínum og velgjörðamanni,
Páli Madsen, sem þá var orðinn
Sjálandsbiskup. Að lenginni
vígslu hélt hann heimleiðis svo
fljótt sem kostur var á. Hinn 1.
júní steig hann á landi á Eyja-
sand. Til Hóla er hann kominn
18. júní, því þann dag lét hann af-
henda sér stólinn og eignir hans.
Ekki hafði Guðbrandur biskup
setið lengi á biskupsstóli, er í ljós
fór að koma hinn brennandi áhugi
hans á því, að koma hag kirkjunn-
ar í það horf, er best samsvaraði
öllu ætlunarverki hennar. Hann
setti sig í samband við þá klerka í
stiftinu, sem mest voru metnir
gerði þá að vinum sínum, til þess
FAXI-261
Bðsjarins besta og mesta úrval
í ilmvötnum og baðvörum fyrir
konur og karla.
APÓTEK KEEIAVÍKUP
L