Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 74

Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 74
MINNING Jón Jóhann Ingibersson útgerðarmaður FÆDDUR 14. MARS 1920 DÁINN 19. OKTÓBER 1983 Jón var fæddur í Keflavík 14. mars 1920, sonur merkishjóna, Ingibers Ólafssonar og konu hans Marínar Jónsdóttur. Faðir Jóns og föðurbróðir, Albert Ólafsson, höfðu mikil umsvif í Keflavík, báðir skipstjórar og miklir athafnamenn, gerðu í sameiningu út ásamt fleirum 4 báta og höfðu einnig fiskverk- un. Hins afburða duglega fram- kvæmdamanns Ingibers naut ekki lengi við, hann andaðist af lungnabólgu aðeins 47 ára árið 1935, frá konu og fjórum son- um, son og dóttur höfðu þau áð- ur misst. Albert bróðir hans hélt driftinni áfram, hinir dugmiklu synir Ingibers urðu snemma þátttakendur í fiskverkun og útgerðarstörfum fyrirtækisins, frá heimili sinnar stjórnsömu dugmiklu móður. Allir urðu synir þeirra vandaðir afburða- duglegir menn. Jón var á fimmtánda ári þegar faðir hans dó. Eftir að hafa starf- að við fyrirtækið í uppvexti, sem eldri bræður, gerðist hann bflstjóri á vörubfl. Hinn 29. mars 1943 giftist Jón einni af myndarlegustu stúlkum okkar byggðarlags, Önnu Huldu dótt- ur Einars Jónassonar skipstjóra og Ólafíu Ögmundsdóttur að BorgíYtri-Njarðvík. Þaumynd- uðu sér fagurt heimili að Brekkustíg 2 Ytri-Njarðvík. Bræðurnir Jón og Óskar hófu sameiginlega útgerð á stórum vélbátum, byggðu stórt og vandað fiskverkunarhús í Ytri- Njarðvík. Óskar var skipstjóri og mikill aflamaður á skipum þeirra, en Jón sá um útgerðar- varning og fiskverkun í landi, atvinnurekstur þeirra gekk vel. Þau Jón og Hulda eignuðust einn son er hlaut nafn móðurafa síns Einars. Þegar hann hafði náð fullum þroska unnu þeir feðgarnir saman að fiskverkun. Einar giftist Hafdísi, dóttur hins víkingsduglega skipstjóra og aflamanns Garðars Guðmunds- sonar frá Rafnkelsstöðum, er fórst ungur frá konu og stórum barnahóp. Þau Einar og Hafdís hafa eignast þrjú börn, Jón Jó- hann 14 ára, Garðar 12 ára og Önnu Huld 7 ára. Jón var hið mesta prúðmenni í allri framkomu hógvær og mildur, gekk ekki heill til skóg- ar hin síðari ár. Hann varð bráð- kvaddur 19. október 1983. Þau Hulda og Jón höfðu þá búið í ástúðlegu hjónabandi í fjörtíu ár. Þótt slfk umskipti séu snögg og harmur sár, skal þess minnst að látinn lifir og flyst yfir á þroskabraut hinna æðri lífs- sviða, en við geymum minningu drengskaparmanns. Hulda býr nú ein á sínu glæsi- lega heimili, nýtur umhyggju og ástúðar góðrar tengdadóttur, sonar og ömmubarna. Þótt nokkuð sé umliðið frá dánar- dægri Jóns, votta ég henni og öðrum aðstandendum innilega samúð. 19.júlí 1984 Karvel Ögmundsson. um salinn og talaði við gestina. Hún kom meðal annars til okkar og spurði hvaðan við værum. Við sögðumst vera frá íslandi. Hún hætti við að tala við fleiri og fór beint upp á sinu og talaði í hátal- arann og sagði: , ,Hér er fólk, sem komið er alla leið frá íslandi.“ Síðan var beint að okkur flóðljós- um að því er virtist til að sýna þessi undir frá íslandi og eftir smá stund kom að borðinu til okkar verkfræðingur og sagðist endilega verða að heilsa okkur. Hann hafði ekki séð íslendinga fýrr. Daginn eftir mættum við honum á götu og hann tók ofan hattinn og hneigði sig djúpt. Nú er ekki svo að skilja að Is- lendingar séu ekki í Ástralíu, þó þeir séu ekki á þessum slóðum heldur á vesturströndinni, í Perth, Melbourne og Sidney. Nú líður að heimferð. Við kveðj- um Gullströndina og fljúgum til Sidney. Þar taka á móti okkur Cesil og kona hans og dveljum við tvo síðustu dagana hjá dóttur þeirra, áður en lagt er af stað til London 18. september, með við- komu í Balí, Djakarta, Singapore, Thailandi, Abudabí, París og við höfum unnið aftur þessa 11 tíma, sem við töpuðum á leiðinni austur og klukkunni er seinkað. Á leiðinni í flugvélinni til baka gefst tími til að hugleiða liðna at- burði, skoða í huganum landið, fólkið og lifnaðarhætti þess. Fólkið sem er svo sérlega vin- gjarnlegt og í útliti nauðalíkt okk- ur íslendingum. Þó það búi við gjörólíkar aðstæður, hvað varðar landkosti og verðurfar, og þó sól- in skíni á hádegi í hánorður. Ástralíumenn stunda mikið íþróttir, eru miklir sundmenn og siglingar eru geysivinsælar og mega kallast þjóðaríþrótt. Siglingakeppnin mikla við Bandaríkjamenn stóð yfir á með- an við vorum þar en henni lauk með sigri Ástralíumanna í fyrsta skipti. Almenningur leikur mikið tennis og golf. Margir hafa litla tennisvelli við hús sín. Ennfrem- ur leika þeir mikið keiluspil á úti- völlum og klæðast þá allir í hvít föt. Knattspyrnu leika þeir ekki mikið en aftur á móti þeim mun meira rugby, en á einn slíkan leik fór ég í Sidney og hafði gaman af. Veðreiðar eru mjög vinsælar í Ástralíu og sögð er sú gamansaga, að haldnar voru miklar veðreiðar í Melbourne, en á sama tíma stóð yfir þjóðþing þeirra í Canberra, höfuðborginni, og nú voru góð ráð dýr. í fyrstu þorði enginn að fara á veðreiðarnar, svo sprakk blaðr- an, þjónustufólkið og kokkarnir tóku sig til og lokuðu eldhúsinu í þinghúsinu og fóru og þá var ekki að sökum að spyrja. Þinghúsið tæmdist og flest allir þingmenn- irnir fóru til Melbourne. Svona segja Ástralíumenn söguna og brosa. í borginni Tamworth búa um 40 þúsund manns eins og áður segir, en þar er ekkert kvikmyndahús, það var að vísu byggt fyrir nokk- uð mörgum árum, en aðsóknin var svo lítil að því var lokað og tekið til annarra nota. Að sjálfsögðu er margt ósagt frá þessari ferð, sem ekki er hægt að koma fyrir í stuttu erindi, en til- efni ferðarinnar er þó það sem mestu varðar, en það er Rotary því tæpast hefði þessi ferð verið farin annars. Þetta minnir okkur á Rotary, sent vinnur að því að koma á kynnum milli manna og þjóða. Að baki er löng ferð eða sem svarar í kringum hnöttinn. Komið var við í mörgum þjóðlöndum. Farið yfir miðbaug. Það langt að árstíðir voru öfugar við það sem við þekkjum, en þegar komið er til heimsborgarinnar London, þá getur maður spurt sjálfan sig: ,Jleyrðu góði, hvert varst þú að fara?“ Þegar komið er út í mannhafið í Oxfordstræti þá sér maður svo gott sem veröldina alla hvað mannfólkið snertir, svo margar eru manngerðirnar, nema ef vera kynni hálfnakta frumbyggja Ástralíu og villta Indíána Suður- Ameríku. Ideim er komið 25. september eftir dásamlega og eftirminnilega ferð. Kæru Rotaryfélagar, það eru mörg tækifæri sem okkur bjóðast ef við látum vita af okkur. Hvar sem við komum í heiminum eru útréttar hendur Rotary- manna, sem allt vilja fyrir okkur gera. Ég heyri því stundum fleygt, að þegar menn koma á fund í öðrum klúbbum, þá finnist mönnum að þeim sé ekki veitt næg athygli. Nær væri að ganga sjállir fram og kynna sig. Þá leys- ist margt úr læðingi. Það er með okkur eins og knattspyrnumann- inn sem bíður eftir sendingu og stendur kyrr og bíður eftir boltan- um í staðinn fyrir að hlaupa á móti boltanum, því þá nær hann árangri. Við verðum sjálfir að kalla fram það viðmót, sem við gjarnan vildum fá frá öðrum. Það er mín reynsla. 330-FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.