Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 6
og að öll aðbúð skólasveina og tímanlegur viðurgerningur sé í góðu lagi. Hann rekur prent- smiðju og sér um útgáfu fjölda rita, sem hann hefir sumpart sjálfur íslenskað eða frumsamið, en sumpart yfirfarið, leiðrétt og lagfært undir prentun. Hann veit- ir forstöðu stóru og mannmörgu heimili, og rekur stórbúskap á mörgum jörðum í senn og reynist þar sem annars staðar afburða- maður að ráðhyggni og stjórn- semi. Hann auðgast fljótt að fast- eignum víðs vegar um biskups- dæmi sitt og verður einnig að hafa eftirlit með þeim. Landsetum sín- um bæði á stólsjörðum og eignar- jörðum, reynist hann besti lands- drottinn og lætur sér annt um hag þeirra. Fátækum landsetum auð- sýnir hann biðiund með greiðslu eftirgjalds- og gefur það stundum upp með öllu. Yfirleitt er hann rausnarmaður í hvívetna, örlátur við þurfamenn og hjálparhella efnalitlum prestum. Hann styrkir fátæka efnispilta til náms heima fyrir og síðar jafnvel til utanfarar, — að loknu skólanámi innan- lands. Hann er hinn gestrisnasti við alla, sem að garði koma — og hverjir, sem í hlut eiga. Hann læt- ur almenn mál til sín taka í mjög ríkum mæli, reynir að koma fram ýmsum réttarbótum, sem hann álítur vera og lætur jafnvel versl- unarmál landSins sig miklu skipta. — En ofan á allt annríkið, sem þessi fjölþættu störf hans höfðu í för með sér vinnst honum tími til að eiga í deilum og mála- þrasi af ýmsu tagi sem vitanlega hlaut að auka á annir hans, jafn kappsfullur og hann var og tregur til að láta hlut sinn fyrir þeim, er vildu virða að vettugi það er hann áleit rétt sinn. — Allt það, sem Guðbrandur fékk afkastað og beint heyrði undir embætti hans, sýnir þó hins vegar að málaferli hans hafa aldrei orðið sá megin- þáttur í lífi hans, sem yrði til að iama skyldurækni hans á öðrum sviðum, — enda hefði starf hans í embætti að öðrum kosti ekki bor- ið þann árangur sem raun gaf vitni um. Um þekkingu Guðbrandar er það mælt, að hann hafi verið fjöl- lærðastur allra íslendinga eftir siðaskiptin fram að sínum tíma og borið skyn á flestar lærdóms- greinar. — Síra Arngrímur lærði segir að hann hafi verið gæddur skýrum og hvössum gáfum og svo fjöibreyttum að gripið hafi getað yfir allt það er hann dróst að. Seg- ir hann Guðbrand hafa verið hneigðan til stærðfræðináms og vel fallinn til þeirra fræða, ef hann hefði lagt fulla rækt við og ekki tekið guðfræði fram yfir. Eins er það víst að Guðbrandur hefir lagt stund á stjarnfræði og landmæl- ingar. Það sýna útreikningar hans og uppdrættir þar að lútandi, svo eigi verður um villst. — Hann reiknaði t.d. hnattstöðu Islands réttara en áður hafði verið gert og íslandskort færði hann að mörgu leyti í réttara horf. Af því sem hér hefur verið um Guðbrand biskup sagt, má aug- ljóslega ráða, að hann á fáa sína líka. En þó mun einn þáttur í starfi hans — öðru fremur — halda nafni hans á loft. En það er bóka- útgáfan. — Mun ég nú, með nokkrum orðum víkja sérstak- lega að henni. Prentsmiðja var komin hingað til lands — og prentun hafin í ka- þólskum sið, þótt í smáum stíl væri. Jón biskup Arason var þar að verki. — Prentverkinu fylgdi sænskur prentari, Jón Matthías- son að nafni, — oft nefndur Jón svenski. Hann var einnig lærður í klerklegum fræðum, og var þjón- andi prestur hér bæði fyrir og eftir Guðbrandur biskup með Biblíu stna. siðbót, allt til dauðadags. Talið er, að hann hafi átt prentsmiðjuna sjálfur, eins og algengt var erlend- is á þeim tímum. Ekki er vitað með vissu hvenær prentsmiðjan kom hingað fyrst. Líldegast er þó talið að það hafi verið árið 1530. Hún var fyrst sett niður á Hólum. En árið 1535 eða þar um bil - var síra Jón Matthí- asson prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi og fylgdi prentverkið honum þangað. Þar mun hann hafa prentað m.a. ,,Fjóra guðspjallamenn“, fyrir Jón Arason, hafi sú bók nokkurn tíma verið til. Nokkrar bækur prentaði Jón einnig fyrir Ólaf Hjaltason, fyrsta lútherska biskupinn á Hólum. Um sama leyti og þetta gerðist á Norðurlandi voru nokkrar ís- lenskar bækur prentaðar erlend- is. Ber þar fyrst og fremst að nefna Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar, sem prentað var í Hróarskeldu á Sjá- landi veturinn 1539—1540. En það er fyrsta prentaða bókin á ís- lensku sem vitað er um í dag. Þýðing Odds hlýtur að teljast snilldarverk, og það svo, að sums staðar komast seinni tíma þýð- endur vart með tærnar þar sem hann hafði hælana, - a.m.k. ekki þegar haft er í huga hið almenna málfar aldarinnar. Svo sannar- lega hefir Guðs heilagi andi verið að verki með Oddi - og í Oddi, er hann vann að þýðingu sinni í fjós- inu í Skálholti forðum. Og enn búum við að því besta, sem Odd- ur lagði okkur til á þýðingu sinni. Það er áreiðanlega sannmæli að hann hafi lagt þá undirstöðu ís- lensks Biblíumáls, sem við byggj- um á enn þann dag í dag. Fjöldi orðatiltækja og heilla setninga hefir staðið af sér allar endur- skoðanir. Og þó að ekki sé alltaf ------------— s Gamla myndin Fyrsti vörubíllinn í eigu Keflvíkinga í/érermynd affyrsta vörubílnum feigu Keflvíkinga. Þetta er FORD bif- reið, en ekki er vitað um árgerðina. Eigendur bifreiðarinnar voru þeir GUÐNI GUÐLEIFSSON og HALL- DÓR ÞÓRÐARSON. - Guðni tók b(lpróf28.4. 1927 og meirapróf27.11. 1930. Guðni Guðieifsson var fyrsti formaður Verkalýðs- og sjómunnafélags Keflavíkur. Hann var lengi starfsmaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hann á nú heima að Hafnargötu 63 í Keflavík. Meðeigandi hans var Halldór Þórðarson, síðar trésmíðameistari hér íKeflavík. Hann er nti lát- inn. Bílinn keyptu þeir Guðni og Halldór vorið 1927 afGesti Oddleifssyni, sem þá átti heimci i'Reykjavík. En hér hafði Gestur lengi verið eftirsóttur sjómaður á vélbátum íNjarðvíkum og íKeflavík. Hann ernú nýlega lát- inn. Guðni ókbílnum ogvarþað hansfyrsta verk iKeflavík aðaka flskinum upp úr vélbátnum HULDU, er báturinn kom úr róðri rétt fyrir vertíðar- lokin 1927. Ég, sem þessar h'nur rita man vel eftir þessum atburði, sem þótti mjög einstœður þá. — Margir tóku þessu þannig, að þarna vœri komið tœki, sem létt gœti erfið störfþeirra manna, sem unnu við vélbátana i landi, en sú vinna var þá sannkölluð þrœlavinna. — En þeir voru líka til, sem litu þetta öðrum augum og töldu það aumingjaskap að geta ekki notað handvagna eins oggert hefði verið hingað til. En sem betur fer var þetta tœki fyrsta sporið til þess að létta mönnum þessi erflðu störf. Þegar ég rœddi við Guðna um notin afþessari fyrstu tœkni hér, þá sagði hann mér að auk þess að nota bílinn við uppskipun, hefði hann unnið hjá fiskverkunarstöðvum, einkum hjá Edinborgarverslun, sem þá hafði mikla fiskverkun fyrir vélbátana í Keflavík og Njarðvíkum og hafði þá afnot af fiskreitum Duusverslunar, sem þá varfiutt héðan. Iiinnig fluttu þeir steypuefni, möl og sand í tjarnargarðana við Hafnargötuna og Vatnsnesveginn, sunnan við gamla íshúsið, þar sem bílaplunið er nú. Steypuefhið var sótt út í Leiru og var það dregið upp í fötum úr fjörunni þar. Ragnar Guðleifsson. >._________________________________________________________________ý 262-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.