Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 86

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 86
stjómar Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs og stjómar Garð- vangs. 1. Stjóm Garðvangs samþykkir fyrir sitt leyti að sett verði upp langlegudeild fyrir aldrað sjúkt fólk í húsnæði dvalar- heimilisins í Garði, enda hafa eigendur Garðvangs lýst yfir að þeir óski eftir þessari breyt- ingu á notkun viðbyggingar- innar til bráðabirgða. 2. Stjóm Garðvangs mun sjá um að Ijúka byggingarfram- kvæmdum þeim, sem í gangi em. Frágangur á sjúkraálmu verði unninn í samstarfi við fulltrúa sjúkrahússins. 3. Formenn nefndanna gangist fyrir viðræðum um það, hver skuli vera rekstraraðili og lúti ráðgjafar viðkomandi heil- brigðisstétta og heilbrigðis- ráðuneytis varðandi þau mál og verði niðurstöður lagðar fyrir stjómimar.“ Langlegudeild við Garðvang hefur nú staðið tilbúin um alllangt skeið, en rekstrarleyfi ekki feng- ist, þar til nú að ætla má að breyt- ing sé að verða þar á, og að tilskil- in leyfi fáist innan ekki langs tíma. En þó svo að Garðvangur verði opnaður sem iangiegudeild, þá leysir það sára lítinn vanda, að vísu léttir á um stundarsakir en þörfin er jafn brýn að hafist verði handa um byggingu III. áfanga við sjúkrahúsið, og reynt verði að fylgja því fast eftir. Fjárhagsörðugleikar sjúkra- hússins hafa verið miklir, að segja má, öll þau ár sem sjúkrahúsið hefur starfað. í dag er staðan slík að ekki verður hjá því komist á næstu vikum að gera verulega breytingu þar á, en með hvaða móti það verður gert er hér ekki staður eða stund til að ræða. Eins og hér hefur verið drepið á hefur margt áunnist á þessum 30 árum til heilla og öryggis íbúum þessa læknishéraðs. En eitt er það þó, sem nánast engum breyting- um hefur tekið þessi 30 ár, en það er skurðstofuaðstaðan, og nú er svo komið að þeim vanda verður ekki lengur ýtt á undan sér, og heiti ég á alla sem hér eru og ein- hverju geta um ráðið, að verða okkur til aðstoðar við að koma þeim breytingum í framkvæmd. Formenn sjúkrahússtjórnar frá upphafi hafa verið eftirtaldir: Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guð- jónsson, Eggert Jónsson, Alfreð Gíslason, Sveinn Jónsson, Jó- hann Einvarðsson, Steinþór Júlí- usson og frá ágúst s.l. Ingólfur Falsson. Fyrsta framkvæmdastjórn sjúkrahússins var skipuð þeim Ragnari Guðleifssyni, Karvel Og- mundssyni og Birni Finnboga- syni. Yfirlæknar hafa verið Bjarni Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Jón K. Jóhannsson og Kristján Sigurðsson, sem gegnir því starfi nú. Yfirhjúkrunarkonur, eða eins og það heitir nú, hjúkrunarfor- stjórar, hafa verið Líney Sigur- bjömsdótfir, Elíasbet Guðjóns- dóttir, Dómhildur Gottliebsdótt- ir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Emilía Guðjónsdóttir, Erna Berg- mann og Arnheiður Guðjónsdótt- ir. Matráðskonur hafa verið Sig- ríður Guðbrandsdóttir, Árný Friðriksdóttir og Valgerður Pét- ursdóttir. Forstöðumenn hafa verið tveir. Fyrst Guðmundur Ingólfsson og síðan Eyjólfur Eysteinsson, sem tók við 1970. Til þess að gefa hugmynd um hvað umsvifin hafa aukist á þess- um 30 ámm, má geta þess að á fyrsta heila starfsárinu 1955 voru útskrifaðir 380 sjúklingar, en árið 1983 voru sjúklingarnir 1110. Á þessum tíma hafa 18000 sjúkling- ar verið innritaðir og um 5000 börn hafa fæðst á sjúkrahúsinu. Eins og áður er getið voru sjúkra- rúmin 20 í upphafi og var fljótlega fjölgað í 25, en í dag eru þau 38. Þetta mál mitt er nú orðið lengra en ráð var fyrir gert, en það er erf- itt að draga saman sögu sjúkra- hússins í örfáum orðum, en á eitt hef ég ekki minnst, en það eru þær miklu og margvíslegu gjafir sem sjúkrahúsinu hafa borist í gegnum árin frá einstaklingum fé- lögum og félagasamtökum. Sýna þær best hvaða hug íbúar þessa svæðis bera til sjúkrahússins og verður það seint í'ullþakkað. I upphafi þessa árs ákváðu stjórnir Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs og Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja að á aðalfundi sjúkrahússins fyrir árið 1983, sem síðan var haldinn 30. júlí s.l. yrði kosin sameiginleg stjórn fyrir Sjúkrahús- og Heilsugæslustöð Suðurnesja, en hana skipa í dag í aðalstjórn Ingólfur Falsson, Jón K. Olafsson, Sigurður Ingvars- son, Elísa Magnúsdóttir og Þór- unn Brynjólfsdóttir. I varastjórn Leifur ísaksson, Helga Óskars- dóttir, Halldór Ingvarsson, Sig- rún B. Jónsdóttir, Guðrún Guð- bjartsdóttir og Sigríður Erlends- dóttir. Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar færa öllum, sem starfað hafa og starfa í þágu þessarar stofnunnar, þakkir fyrir vel unn- in störf. Ingvar Agnarsson Sigling Einn í kröppum öldufans öslar hann um víðan grœði, stígur við þœr stoltan dans, stynja þœr með ergi’ og brœði. Upp að landi leita fer, lemja öldur vararsteina. Voðasigling víst það er vondir boðar á sér leyna. Siglir einn um sollinn mar sœvi barinn halur dýri. Létt á öldum flýgur far, frcekinn heldur þétt um stýri. Loks er kominn halur hýr heim úr svarri öldufalda. Allir fagna unnar Týr, einkum Freyja gullin-tjalda. Galdrar, nei, aðeins ný tækni 6 aðferðir í eldamennsku í sama Thermor- ofninum, svo sem: Blástur, 2575 w, fyrir marga rétti í einu, án aukabragðs. Blástur, 1525 w, fyrir kökur og mjúka rétti. Ekki blástur, 2225 w. Þá venjulegur ofn. Blástur, 2195 v. Fyrir brauð, eggjahv. kökur o.fl. Qrill og blástur, 2500 w. fyrir gratineraða rétti. Ekki blástur 2500 w. sterkur hiti fyrir kjöt pylsur o.fl. Motid nýjustu tækni Kjölur s/f Víkurbraut 13 KeflavíK 5Ími 2121 kjölur s/f hverfisgötu 37 Reykjavík símar 21490 21846 342-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.