Faxi - 01.12.1984, Qupperneq 33
manni í Hafnarfirði, þá kvittaði ég
ávallt undir nótur þannig
„G.B.J. Mjólk“. Þannig kvittun
var aðeins samkomulag milli mín
og afgreiðslumannsins, og gilti
ávallt án athugsemda. Svo kom
það upp, sem ekki var einsdæmi,
að bóndi sá sem fákk áðurnefnd-
an kjötkút, var svo óheppinnn að
í honum hafði verið óæti, sem
ekki var borgunarvert. Út af
þessu urðu málaþrætur og ég sem
var bæði kvittari og flytjandi vör-
unnar var kallaður fyrir til yfir-
heyrslu hjá sýslumanni og þurftu
embættismennirnir að velta
nokkuð fyrir sér hvort þetta sér-
kennilega nafn á nótunni væri
ættarnafn eða bara grín, og hvort
þetta væri leyfilegt. Eg sagði að
þetta væri starfsviðskeyti, sem
sennilega ætti ekki sinn líka, og
þá ekkert óeðlilegt að ég notaði
hluta atvinnunafns míns, svo
ekki væri um að villast hver í hlut
ætti. Nú, þetta mál endaði með
sætt, því það kom loks fram að
eigandi eða neytandi kjötsins og
hans íjölskylda hafði fyrir löngu
etið það allt og engum orðið meint
af.
Þar sem all nokkuð var um að
oddviti þurfti í mörgu að snúast
vegna þurfalinga og sveitfestu, en
var nú að miklu leyti að tilheyra
fortíðinni, en einmitt á kreppuár-
Magnús Jónsson frá Sjónarhóli, j'œdd-
ur 2.-9.-•1881, dáinn 17.-2.-1963,
kvœntur Erlendsínu Helgadóttur, fœdd
8.-8.-1889.
unum var nokkuð um þetta og þá
og áður fór stærsti hluti oddvita-
vinnunnar í að standa á móti og
koma af sveitinni svokölluðum
,,ómögum“. Ég þurfti að flytja
mörg bréfin á milli bæði oddvita
og hreppstjóra annars vegar og fá-
tækrafulltrúa Reykjavíkurborgar
hins vegar, og varð því æði kunn-
ugur á skrifstofum borgarinnar,
enda voru hvorki meira né minna
en þrír í fullu starfi, þar með einn
yfirfátækrafulltrúi, er ég kunni
mjög vel við. Þeirra verksvið náði
nánast yfir allt landið, það var að
Sjónarhöll á Vatnsleysuströnd.
sporna við óvelkomnum innflytj-
endum eða þurfalingum, sem
aðrir hreppar á landinu vildu
gjarnan að næðu sveitfestu í
Reykjavík, eða hvar sem var
nema í þeim hreppi sem þeir
komu frá. Annað var svo, að
Reykjavíkurborg reyndi að koma
af sér fólki áður en það ílentist í
Reykjavík, og reynt var að koma
því á þá sveit, sem það var frá, en
það kostaði oft málaferli því stíft
var sótt á báða bóga. Allir vildu
koma þessum vesalingum af sér
og enginn vildi taka við þeim, og
margt slíkt millibils fólk þurfti oft
að flækjast á milli hreppa vítt um
landið, eftir því hvernig málin
stóðu hverju sinni. Stundum var
harka í þessum málum og þá farið
með fólkið eins og skepnur, og þá
oft af miskunnarleysi. Margt væri
hægt að segja um þessi mál, en
það dugir ekki í þetta sinn, heldur
skal halda áfram til Reykjavíkur.
Nú var komið að Sjónarhóli. Þar
voru fimrn brúsar af þrem bæjum
Framhald á bls. 335.
Kef Ivíkingar - Suðurnesjamenn
TAKIÐ EFTIR
Afgreiðum á verksmiðjuverði
hinar vinsælu málningarvörur:
VITRETEX plastmálningu
VITRETEX mynsturmálningu
VITRETEX sandmálningu
HEMPEL’S þakmálningu
HEMPEL’S skipalökk
HEMPEL’S grunnmálningu
CUPRINOL fúavarnarefni
GOOD WOOD þiljulökk
Framleidandi á Islandi:
MS|J| Slippfé/agið íReykjavíkhf
Málnmgarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414
Umboðsmaður á Suðurnesjum:
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
málarameistari
Borgarvegi 30, Njarðvík
Sími2471
L
FAXI-289