Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 31
Guðmundur B. Jónsson: Einn dagur úr lífi mj ólkurbílstj ór a Annar hluti Við vorum síðast komin að fyrsta stoppstað mólkurbflsins, Halakoti. Var sá staður aðeins fyrir eitt býli. Þama var fiskmeti í poka, sem átti að fara á Laufás- veginn og sennilega til að bæta upp eða við vöxt og vellíðan fjöl- skyldunnar þar með þann stóra mann, sem síðar varð sýslumaður Gullbringu og Kjósarsýslu. Við þennan brúsastað var, eins og mikið tíðkaðist þá, bundinn miði við brúsa handfangið, hvar á stóð eitt kg af skyri og tvö rúg- brauð. Ekki voru aurar með, enda var skyr, smjör og ostur sett- ur á reikning þess, sem mjólkina átti, en t.d. brauði og ileira smá- vegis lagði ég oft út fyrir og fékk greitt að kvöldi eða næsta dag, sem fór þá eftir veðri eða öðrum ástæðum, þó sumir væru þolnir, að standa í misjöfnum veðraham, ef þeir áttu brýnt erindi við bfl- stjórann, en aðrir létu það bíða að gera upp sína reikninga, svo stundum varð langur listi, þar sem ýmist menn áttu inni eða skulduðu. Aldrei minnist ég þess, að ég né aðrir haíi tapað á þessu hátterni. Vegna þessara sjálf- sögðu viðskiptahátta var ég oft með miklar peningaupphæðir og annað verðmæti í mínum fórum fyrir , ,Pétur og Pál‘ ‘ á þeirra tíma mælikvarða. Það var frá Halakoti, sem flutt var mjólk sjóleiðina til Hafnar- íjarðar. Þannig var að veturinn 1927-28, gerði svo mikið fann- fergi að vegurinn til Hafnarfjarðar lokaðist vegna snjóa í nokkra daga. Þá voru engin tæki til snjó- ruðnings nema handskóflan. Einnig voru bflar ekki til í tor- færuakstur í þá daga, svo það ráð var tekið að flytja mjólk með bát- um, sem þá voru að verða vél- knúnir ,,trillubátar“ og var þetta einmitt fyrsta árið sem vél var Ágúst Guðmundsson frá Halakoti, fœddur26.-1-1869, dáinn 9.-11.-1941. komin í báta bæði frá Halakoti og Neðri-Brunnastöðum. Bátarnir voru notaðir til skiptis, sinn hvorn daginn svona nokkurn veg- inn, en sömu mennirnir á þeim. Það voru Halldór Ágústsson frá Halakoti og Ingvar Helgason frá Neðri-Brunnastöðum. í uppsátur þessara bæja var mjólkinni safn- að saman úr Brunnastaðahverf- inu og sennilega hefur eitthvað komið af mjólk úr Vogum, annað hvort á baki eigandans eða flutt á sleðum. Þessir flutningar höfðu aðeins tvo stoppstaði, á Auðnum og Vatnsleysu, og varð því hver framleiðandi að koma sinni mjólk á þessa þrjá staði. Eins og áður segir voru þessir flutningar til Hafnarfjarðíir, en þaðan mun eitt- hvað hafa verið ílutt til Reykja- víkur. Með þessum farartækjum voru einnig fluttar nauðsynjar og af og til farþegar. Þetta framtak bænda sýnir og sannar hve mikið þeir lögðu á sig og hversu sam- taka þeir voru að koma afurðum sínum í peninga við hinar erfið- ustu aðstæður. Næsti stoppstaður er svo við Brunnstaðaveg. Þar var saman- safnað frá 6 býlum. Brúsarnir voru 8, misjafnir að stærð og gæð- um. Einn var farinn að ryðga í gegnum tinið það mikið, að kom- in var kvörtun á hann frá Mjólk- urstöðinni og nú var ég beðinn um að koma honun í endurtinhúðun, en það gerði Blikksmiðja Breið- fjörðs, sem þá var við Laufásveg- inn. Útvarpstæki þurfti viðgerðar við og helst átti ég að koma með það samdægurs úr viðgerðinni. Samanber þessa beiðni, þá voru kröfurnar oft full harðar og erfitt að gera öllum til hæfís, en það var aðeins eitt útvarpstækjaverk- stæði í Reykjavík, því það var rík- is einkasala og viðgerðarverk- stæði á öllum útvarpstækjum og verkstæðið á þriðju hæð í Land- símahúsinu. Vei þeim sem fréttist um að gerðu við svona tæki og gripu fram fyrir ríkisreksturinn, það var lögbrot. Það var ekkert sagt við því þó tækin væru hrist og barin í heimahúsum, sem oft varð þó til þess að þau fóru í gang, en meira mátti ekki gera, enda oft viðkvæðið, þegar tækin voru skoðuð af sérfræðingum: „Þetta hefur verið hart leikið, leiðslur slitnar og lampar brotnir' ‘. Hér var einnig sýru rafgeymir, sem þurfti að hlaða og koma með annan sem átti að vera hlaðinn. Þeir forsjálustu áttu rafgeyma til skiptanna, en geymishleðsla tók um tvo til þrjá sólarhringa eða meira. Þá var hér tómur poki undir kol og lítill olíubrúsi undir steinolíu og aurar fylgdu með. Nú var farið að færast í aukana að kaupa kol og olíu, þar sem farið var að kólna í veðri og skammdeg- ið framundan. Einn tveggja lítra mjólkurbrúsi til ættingja í Hafn- arfirði. Einn farþegi til Reykjavík- ur, kr. 2.50 takk, og gataður miði látinn fyrir, sem kvittun. Vissi ég til þess að farmiðum var safnað saman yfir árið, sem sönnun fyrir þessum gjaldalið á skattskýrsl- unni. Stoppstaðurinn við Hlöðversnes var næstur, þarna var stutt á milli stoppstaða. Áður fyrr þegar elsti akvegurinn, sem komst í gagnið 1912 og liggur allfjarri byggðinni, var í notkun, þá var langt að fara fyrir bændur með afurðir sínar og sækja nauðsynjar, sér í lagi fyrir FAXI-287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.