Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 47

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 47
hátt. Kisa slapp og 1 kettlingur. — Um þetta hefur ekkert verið rætt í blöðum, en fyrir stuttu er sagt frá því í blaði hér, að unglingar búa sér til bensínsprengju og kasta henni í barnahóp, með þeim afleiðingum að eitt barnanna skaðbrenndist. Það væri hægt að segja frá fleiru slíku, en þetta nægir. Verknaðurinn, að drepa kettlingana og fótbrot kisu, þótti mér bera vott um svo skuggalegan lágkúruhátt, að ég gat varla trúað því, að svona væri til í einni bamssál. — Hitt, að búa til bensínsprengjuna, sýndi að ungl- ingurinn var að framkvæma það, sem hann hafði séð og heyrt hjá kvöld- eða næturvininum. Ef til vill hafa þeir báðir haft upplýsing- ar frá honum. Ungdómurinn sá, sem nú er að alast upp, er framtíð íslands. — Við sem eldri erum t.d. eins og félagar í þessum klúbb, emm ábyrgir fyrir því, að þeir sem við taka, fái sæmilegt upp- eldi og verði hæfir til þess að taka við. Hvernig nú er komið í þessum málum, er ekki sök unglinganna, eða æskunnar. Sökin er hjá okk- ur, kynslóðinni sem er að skila af sér sínu dagsverki, og það er okk- ar að koma þessu í eðlilegt horf, eða betra horf. Til þess að lækna sjúkdóm þarf að vita hver orsök hans er og þeg- ar orsökin er fundin, hvaða meðöl henta best. - Orsökin er marg- þætt. Barnssálin er svipuð blómi. Til þess að þroskast þarf blómið hlýju og skjól. Eins og komið er atvinnumálum hjá okkur þurfa bæði hjónin oft og einatt að vinna utan heimilisins. — Við það hverfur mikið af því skjóli og andlegu hlýju sem skap- ast á góðu heimili. í gamla daga vom oftast á heim- ilunum afar og ömmur, sem gátu sinnt þessari hlið uppeldisins að miklu leyti, ef með þurfti. Ungl- ingarnir núna eru því ver varðir fyrir óhollum áhrifum en var. Nú em menn þjálfaðir upp í því, að úthugsa sem flestar og fjöl- þættastar freistingar, fyrir unga og gamla. - Ótrúlega margir, bæði ungir og eldri flækjast í þau freistinganet. Og svo er það heimilisvinurinn, sjónvarpið og videóið, sem situr um sál allra og þá frekast um sál unglingsins, því hún er minnst varin og gagnrýnir minnst, fyllir opinn hug hans með ýmsu góðu, en líka með alls konar sora, og það er eins og hið illa sé áhrifa- meira og verði minnisstæðara. Fjöldi annarra þátta koma þarna -t til jrreina, sem ég fer ekki út í nú. Eg er ekki fróður í uppeldismál- um, en uppeldismál ná langt út fyrir æskuna og unglingana, hinir eldri verða að vera fyrirmynd og til eftirbreytni. Það þýðir ekkert að vera að segja barninu, hvernig það eigi að hugsa eða hegða sér, en gera sjálfur allt annað. Við sjálf verðum að haga okkur eins og við viljum að barnið eða unglingurinn hagi sér. Við skulum byrja á því léttasta, það gildir jafnt fyrir unga og gamla, t.d. að bera virðingu fyrir sjálfum sér og metnað í því að gera eitthvað gott, eða láta gott af sér leiða. Metnað fyrir því, að vera foreldrum sínum og ætt til sóma og metnað fyrir því, að vera föður- landi sínu til virðingar, eða eins og Stefán G. Stefánsson orðaði það: ,,Að allt sem þú föðurland fréttir um mig, sé frægð þinni að veg“. Ef áróður af þessu tagi eða öðr- um í þessa átt, næði að breiðast út, myndi margt betur fara, bæði hjá ungum og eldri. Ég tel, að fyrir Rotary væri það verðugt verkefni að vinna að svona málum. Eins og ég sagði áðan eru innan þeirra vébanda íjöldi ágætra manna, sem eru til fýrirmyndar á mörgum sviðum. — Samt finnst mér, að til þess að allir þættir mannlegs eðlis komi fram hjá Rotary, vanti hinn kvenlega þátt. Mér hefur lengi virst það gamal- dags og ekki í anda nútímans, að útioka konur, sem reka sjálfstæð- an atvinnurekstur, eins og við karlmennirnir, frá því að bjóða þeim að vera félagar í Rotary, að- eins vegna þess að aðilinn er kona. Ég vona að ekki iíði á löngu, að Rotary fari að starfa á jafnréttis- grundvelli í þessum málum. Þeg- ar það er orðið, þá hefur Rotary alla mannlega þætti innan sinna vébanda. KEFLAVÍK Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá föstudeginunn 7. desember Í984 til mánudagsins 3i. desember j984, aö báöum dögum meötöldum, er vöruferming og afferming bönnuö á Hafnargötu á almennum afgreiöslutíma verslana. Á framangreindu tímabili veröa setfar hömlur á umferö um Hafnargötu og nœrliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eöa umferö ökutœkja bönnuö meö öllu. Veröa þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, í desember 1984. LÖGREGLUSTJÓRINN í KEFLAVÍK FRÁ ALMANNATRYGGINGUM í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Vegna tölvuvinnslu skal bótaþegum bent á að tilkynna umboðinu strax um breytingu á heimilis- fangi. Til að komast hjá erfiðleikum í útsendingu bótamiða. Sími okkar er 3290. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu FAXI-303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.