Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 19
MINNING Guðrún Pétursdóttir FÆDD 23. JANÚAR 1899 DÁIN 22. SEPTEMBER 1984 Laugardaginn 29. september var jarðsett frá Keflavíkurkirkju Guðrún Pétursdóttir er lengst bjó á Vesturbraut 3 þar í bæ. Guðrún var fædd 23. janúar 1899 á einu býlanna við Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Agnesar Felix- dóttur frá Tungu í Ut-Langeyj- um og Péturs Jóakimssonar frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Agnes og Pétur áttu 8 börn. Elst- ur var Pétur er dó um tvítugs- aldur, þá Guðrún sem hér er minnst, Felix er átti langa starfs- ævi í Hamri, Guðjón fiskmats- maður, Sigurður netagerðar- maður í Hafnarfirði, Hallbergur sem látinn er fyrir allmörgum árum, Jóakim vigtarmaður í Hafnarfirði og Margrét kaup- kona þar. Guðrún ólst upp í hópi systk- ina og vina, en mannmargt var á Ströndinni á þessum árum. Fljótlega fór hún að hjálpa til við bústörfin og fiskverkun, var komin í vist um tíma í Reykjavík fyrir fermingu, en til prestsins gekk hún að Kálfatjörn og var fermd þaðan. Síðan var hún í húsi Böðvars kaupmanns í Hafnarfirði í 4 ár og minntist þeirra ára með ánægju. Er kom fram á þessa öld fór fiskur að leggjast frá grunnmiðum í Faxa- flóa vegna ágangs erlendra tog- ara og var þá úti um þá stórút- gerð er stunduð hafði verið við Vatnsleysuströnd og fluttist fólkið þaðan, flest til Hafnar- fjarðar. Fjölskylda Guðrúnar var komin þangað 1921 og bjuggu foreldrar hennar þar til dauðadags. Pétur vann þar alla algenga verkamannavinnu, mest við gatnagerð á meðan kraftar leyfðu. Guðrún tók brátt þátt í þeim störfum við sjávarsíðuna er til féllu. Er hún var ráðskona við útveg Auðuns á Vatnsleysu á vertíð í Sandgerði 1921 kynntist hún ungum manni úr Svarfað- ardal, Jóhanni G. Guðjónssyni. Hann var hraustur og fjörugur, spilaði á harmoniku á böllum, þótti snjall mótoristi og horfði björtum augum til framtíðar- innar. Guðrún og Jóhann giftu sig í nóvember 1922, bjuggu eitt ár í Keflavík, síðan í Hafnarfirði til 1925, er þau fóru aftur suður og voru þar síðan. Fyrstu árin bjuggu þau í hluta af Duushúsi er stóð í elsta hluta bæjarins. Á þeim árum átti Guðrún oft erfitt og þurfti að leggja sig alla fram fyrir sig og sína. Eiginmaðurinn oftast á 'síldarskipum fyrir norðan yfir sumarið og stundum í Sand- gerði á vertíðinni, en konan ein heima með börnin. Vatn þurfti allt að flytja úr brunni við Brunnstíginn, borið í fötum eða ekið á handvagni. Þvottur flutt- ur að brunninum til skolunar. Guðrún vann utan heimilis alla þá vinnu er var að fá. Við fisk- breiðslu upp á reitum þegar þurrkur var og hafði hún þá barnahópinn með sér og fóru þau að hjálpa til eins fljótt og kraftar leyfðu. Síldarsöltun fór fram á planinu fyrir ofan mið- bryggjuna og var þá stutt fyrir hana að fara þangað í vinnu og eins í fiskþurrkhúsið gamla er stendur fyrir neðan. Þrátt fyrir mikla vinnu úti við hugsaði Guðrún vel um börnin og heim- ilið. Hún var natin við að sauma nær allan fatnað á sig og börnin og er það furða hve mikið hún og reyndar flestar húsmæður á þessum árum komust yfir að gera við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Guðrún var félagslynd kona og starfaði mikið fyrir Kvenna- deild Slysavarnafélagsins í Keflavík og lagði mikið á sig við undirbúning basars félags- kvenna og aðra fjársöfnun. Einnig var hún góður félagi í systrafélagi kirkjunnar. Börn Guðrúnar og Jóhanns eru: Elstur er Guðjón, f. 8. mars 1923, kv. Ólöfu Pétursdóttur, þau eiga Stefaníu, Auði, Björk og Ingibjörgu; Pétur, f. 23. júní 1925, kv. Sveinbjörgu Karls- dóttur og eiga þau Guðrúnu, IngunniSteinu, Sævar, Péturog fóstursoninn Braga; Agnes, f. 23. janúar 1927, g. Haraldi Sveinssyni, þau eiga Soffíu, Ás- dísi, Jóhann og Svein. Yngstur er Jón, kv. Jónu Sigurgísladótt- ur og eiga þau Stefaníu, Guð- björgu, Jóhann Gunnar og Sig- urgeir, er þau misstu fyrir rúmu ári. Alls eru afkomendur Guðrún- ar og Jóhanns nú 43, allt hið mannvænlegasta fólk. Líf og starf Guðrúnar var eins og margra íslendinga af alda- mótakynslóðinni. I fyrstu eríitt og vonlítið meðan þjóðin var að berjast úr örbirgð til bjargálna, unnið var langan vinnudag og af- raksturinn lítill. En allir lögðu sig fram eins snemma og kraftar leyfðu og smátt og smátt fór að birta til. Atvikin skipuðu mál- um á þann veg að stríðið færði okkur atvinnu og fjármuni. Lífs- kjörin tóku stökk til hins betra. Guðrún og Jóhann gátu horft bjartari augum til framtíðar- innar. Er þau höfðu komið sér fyrir í nýju húsi, sem þau reistu 1942 á Vesturbraut 3 með góðri aðstoð barnanna, gat Guðrún farið að sinna einu af mörgum áhugamálum. Hún gat farið að rækta sinn eiginn garð og hafði af því mikla ánægju. Oft er stormasamt suður með sjó, en á sólskinsstundum gat Guðrún ótrúlega náð að hlúa að gróðr- inum í garði sínum og sýndi hún börnunum og barnabörnum ár- angur erfiðis síns með miklu stolti. Börnum sínum var hún stoð og stytta, enda augljóst að oft var hún í hlutverki beggja foreldra, er faðirinn var löngum fjarverandi á sjónum. En ekki var hún síður mikil amma. Með- an heilsa entist leið varla sá dag- ur að ekki tæki hún opnum örmum á móti einhverju barna- barnanna. Og á stórhátíðum mörgum helgum komu allir í mat og kaffi heim á Vesturbraut 3. Það var ánægjulegt að mega sjá hve fjölskyldan var samhent að tengja böndin og rækta vel- vilja og vinarþel innan hópsins. Og ekki átti Guðrún minnstan þátt íþví að svo vel hefur til tek- ist. Öll samskipti við tengda- móður mína hafa verið á einn veg. Frá því ég kom þar fyrst inn fyrir dyr var mér tekið með ástúð og hlýju. Hún tók mér eins og einum syni til viðbótar. Og það sama má segja um börn mín. Ég veit að það verður þeim ómetanlegt á lífsleiðinni að hafa fengið að alast upp við þá elsku og umhyggju sem amma og afi í Keflavík veittu þeim í hvert sinn er þau hittust. Hjónaband Guð- rúnar og Jóhanns var traust og hamingjusamt. Síðustu æviár Jóhajms fór heilsu þeirra beggja hrakþndi og áttu þau erfitt með að sj|á um sig ein. Nutu þau þá mikillar og góðrar umhyggju tengdadætra sinna er skiptust á að vitja þeirra. Guðrún missti mikils er Jóhann féll frá 26. júlí 1980. Var þá þannig komið heilsu hennar að hún gat ekki séð um sig sjálf. Tóku þá Pétur sonur hennar og Sveinbjörg að sér að búa gömlu konunni hlý- legt ævikvöld og var hún á heim- ili þeirra við hina bestu um- hyggju. Svo kom þó að hún þurfti meiri umönnun og fór hún þá á Garðvang, en er meira dró af henni á sjúkrahús í Kefla- vík. Naut hún þar hinnar bestu hjúkrunar og skal starfsfólki öllu á þessum stofnunum færðar alúðarþakkir. Síðasta árið var mjög dregið af Guðrúnu og var hún næstum komin úr þessum heimi. Yfir lauk að morgni laugardagsins 22. september sl. Við kveðjum Guðrúnu með miklum söknuði en vitum að hún á góðar viðtök- ur vísar á nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Haraldur Sveinsson FAXI-275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.