Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 83

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 83
maðurinn bar nafnið Fischer, Norð- fjörð eða Duus, áttu þeir allir þátt í að byggja grunn að Keflavík. Ofan á þann grunn hafa svo kynslóðimar byggt - fjöldi einstaklinga lagt þar hönd að verki. Framlag sjómanna- stéttarinnar hefur verið mikið og verkamanna sem tengdust oftast út- vegnum. Keflavík varð landskunnur útgerð- arbær - einn af þeim stærstu og at- hafnasömustu í landinu, en er nú óð- um að fá á sig annan svip. Verslun, viðskipti, þjónusta og iðnaður verða stöðugt virkari þættir í bæjarlífinu. Atvinnutækifærum fjölgar, fjöl- breyttari störf bjóðast, einhæfni at- vinnuþátta lætur undan síga og er það vel. Flestir munu þó vera þeirrar skoðunar að eftirsjá sé að þvf mikla lífi og starfi, sem fylgdi miklum afla- brögðum. HVAÐ FINNST ÞÉR? Umræða um veðurfar hefur verið og er afar hugleikin okkur íslendingum og er það síst að undra, þegar þess er gætt, að lengst af hefur íslensk þjóð búið við aðeins tvo atvinnuvegi, sem báðir þörfnuðust hagstæðs tíðarfars. Þó að afkomuleiðir okkar liggi nú víð- ar en um blómlegar sveitir eða gjöful fiskimið, er veðurfar enn ýmist lofað eða lastað og þá ekki hvað síst af þeim, er stunda landbúnað eða fisk- veiðar. Annað umræðuefni tekur nú stöðugt meiri tíma og dregur óðfluga úr veðurfarsumræðum, en það er pex um skiptingu þjóðarteknanna. Þar eru málgefnastir þeir er lítt hafa af veðri að segja — taka allt sitt á þurru — þó að rigni eldi og brennisteini. Ekki er að efa að skipting þjóðartekna verður alltaf talin óréttlát, sama hvaða formúlum er beitt. Hér á landi er misræmi mikið en þó hygg ég að fá séu þau lönd, ef nokkurt, sem býr þegnunum meiri jöfnuð og að honum staðið með ýmsu móti. Tryggingar- kerfið, skattakerfið og margháttuð lýðhjálp jafnar hlut manna verulega. Þrátt fyrir það er fjöldi fólks, sem er í vandræðum, hefur ekki fengið nægj- anlegt í sinn hlut til að geta lifað sæmi- lega. Vandræði þess geta orðið til með ýmsu móti — af heilsuleysi, slysför- um, eignatjóni, pastursleysi, andlegri eða líkamlegri fötlun og margt fleira mætti nefna. Þessu fólki vilja allir hjálpa, en minna verður úr en skyldi vegna óbilgimi þeirra er meira mega sín. LITIÐ í GLÓSUBÓK Ungt fólk hugsar oft dýpra en mann gmnar. Það virðist yfirleitt vera kærulaust og hugsunarlaust — en það er kannski bara uppskera af uppeldi, sem átti rætur að rekja í fúamýri blóðistokkinnar veraldar, sem var flakandi í sámm eftir hræðilega styrj- öld. En sé það gáfað og íhugandi á það jafnvel örðugt með að tjá sig af ótta við að æðisgengin tortímingarbylur sé að dynja yfir. Það nær vart andanum af skelfingu þess áróðurs sem boðar gjöreyðingu. Eitthvað svo hroðalegt að hvorki orð né hugsun ná að forma það hugtak. En glósubókin geymir gjarnan hugrenningar, sem ekki urðu hljóðbærar hjá ungum manni, er fórst af slysförum s.l. sumar. Hann lætur pennann hafa orðið: Þú skalt fara jafn sparlega með tíma eins og annað. Þú færð aðeins ákveðið magn af hon- um. Þú eyðir aldrei sama tím- anum tvisvar. í þessum heimi — á brún hengiflugsins, verður fólk uppvíst að hroðalegu tímabmðli — svo við minn- umst ekki á annað bruðl. Staðreyndir? Miðað við manninn er maður- inn flókinn. Miðað við manninn er heimur- inn flókinn. Miðað við heiminn er allt flók- ið. Miðað við allt er maurinn flók- inn. Það þýðir lítið að spá í yfir- byggingu ofan á gleymdan grunn. FRIÐMUNDUR HERÓNÝMUSSON skipstjóri í Keflavik, átti á stríðsámn- um vélbát, sem hét Hólmsberg. A bátnum annaðist hann flutninga íyrir setuliðið frá Reykjavík upp í Hval- fjörð. Einhverju sinni bar svo við, að báturinn lá fullhlaðinn vamingi við bryggju í Reykjavík. Vom menn um borð og Freddi var eitthvað að bauka í stýrishúsinu. Venja var að hafa mann á vakt ofanþilja til að líta eftir farminum, því annars var hætt við að óboðnir gestir úr landi, nældu sér í hluta hans, svo lítið bæri á. Þar sem Freddi var í stýrishúsinu verður hon- um litið út um gluggann, og sér, að enginn er á vaktinni á þilfarinu. Snar- ast hann út, gengur fram að lúkars- kappanum, og kallar niður:, ,Hvemig er það, er meiningin að skilja bátinn einan eftir uppi á dekki. ‘ ‘ Kalsaveður var á og maðurinn sem átti að gæta farmsins hafði bmgðið sér niður í lúk- ar til að fá sér kaffisopa. Ýmsar sögur gengu um skrýtileg til- svör Friðmundar, en hann var stund- um svolítið fljótfær. En hitt er og trú- legt, að sumt af þeim sögum sé tilbún- ingur, því Friðmundur varð hálfgerð þjóðsagnarpersóna í lifenda lífi, enda svör hans á margra vömm. S.M. ER ÞAÐ TILFELLIÐ? Heimspekingurinn Schopenhauer hélt því fram, að því heimskari sem menn væru, þess meiri hávaða þyldu þeir. STRENGURINN ÚR HÚLLINU OG SÍMINN HANS HINRIKS Ekki er því að neita, að oft er hann hvass á Suðurnesjum, því hér er fátt, sem skýlir, og hvergi hefi ég komið út í sterkari stormsveip en þann, sem stendur úr ,,HÚLL1NU“, sundinu milli lands og Eldeyjar, en þá stóð vindurinn af suð-austri. Það var því ekki að undra þótt símalínan hjá Hin- riki í Merkinesi þyldi ekki strenginn, enda hrökk hún oft í sundur, svo sem ráða má af þessari vísu hans: Ég á síma afgamlan, ekkert þýðir fyrir mann, að hringja i hann eða hrópa. Óska ég þvi, hans langa lif sé látið enda, ég annars ríf heljardraslið til hópa. En þá var það ráð tekið að grafa strenginn í jörðu og þá kvað Hinrik: Ólíkt betur allt til gekk, er því harla feginn, síðan að ég samband fékk, í síma neðri veginn. R. ' V V y* ’* l ! w j Bá M l mW Fimm ættliðir Guðrún Matthíasdóttir, Hafnargötu 75, Keflavík, 91 árs. Helga Jóhannsdóttir, 66 ára. Guðrún Aradóttir, 39 ára. Hólmfríður Helga Þórsdóttir, 17 ára. Guðrún Þóra Benediktsd. 11 mánaða. (Vcrður ársgömul 23. des. ’84). ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR 1983-1984 29. ársþing ÍBK var haldið laugardag- inn 17. nóvember s.l. og var þar skil- að ársskýrslum stjómar ÍBK og sér- ráða þess. Við skoðun skýrslu þeirrar sem lögð var fram kemur margt skemmtilegt og fróðlegt fram og því verður" lesendum Faxa hér í þessari grein gefinn kostur á að lesa úrdrátt úr henni. Stjórn ÍBK: Ragnar Marínósson, formaður, Sig- urður Valgeirsson, varaformaður, Hörður Ragnarsson, gjaldkeri, Amar Amgrímsson, ritari, meðstjómendur Hermann Sigurðsson og Hólmgeir Hólmgeirsson. Formenn sérráða: Gísli Jóhannsson, formaður hand- knattleiksráðs, Kristján Ingi Helga- son, formaður knattspymuráðs og Gunnar Valgeirsson, formaður körfu- knattleiksráðs. Að þessu sinni hafði ekki verið skip- að í önnur ráð, s.s. sundráð og frjáls- íþróttaráð. Eitt nýtt félag hafði óskað inngöngu 1ÍBK. Var það Skotfélag Keflavíkur. Þar með em félögin orðin fimm, en þau em: Badmintonfélag Keflavíkur, form. Hjörtur Zakaríasson, íþróttafélag Keflavíkur, form. Helgi Hólm, Knatt- spyrnufélag Keflavíkur, form. Jón Olsen, Ungmennafélag Keflavfkur, form. Jóhann Geirdal og Skotfélag Keflavíkur, form. Vilhjálmur Gríms- son. Samtals em um 2440 manns í þess- um félögum. Meginþættir úr starfi bandalagsins. Starfsemi ÍBK hefur á þesu ári verið með hefðbundnum hætti. Eins og áð- ur, þá er bandalagið sá aðili sem kem- ur fram fyrir hönd þeirra er íþróttir stunda, þegar halda skal út fyrir bæj- armörkin. Úrvalslið undir merkjum ÍBK keppa á ýmsum vettvangi og full- trúar ÍBK taka þátt í fundum og ráð- stefnum, þar sem íþróttamál em rædd. Stór þáttur í starfi stjómar banda- lagsins er að samræma störf ráðanna og vera þeim innan handar um ýmis málefni. Hefur á undanfömum ámm tekist að koma á góðu heildarskipu- lagi og bar þetta ársþing þess glögg merki. Formaður ÍBK er sjálfkjörinn í íþróttaráð og bandalagið tilnefndir einnig í æskulýðsráð. Á sumrin gengst ÍBK fyrir leikja- og íþróttanám- skeiðum fyrir böm í samráði við bæj- arfélagið. Framlag Keflavíkurbæjar Þegar íþróttahús Keflavíkur tók til starfa var farið inn á þá braut, að fella niður beinan fjárstyrk til ÍBK. í stað þess var íþróttahreyfingunni veitt af- not af íþróttahúsinu endurgjalds- laust. Hefur þessi háttur gefið það góða raun, að hvomgur aðili hefur séó ástæðu til að fara fram á breytingu. Áður fyrr fór mikill tími af störfum ÍBK-þings í að deila um skiptingu á FAXI-339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.