Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 28
Þrír af flmm starfsmönnum, sem unnið hafa við sjúkrahúsið samfellt í 20 ár eða lengur. Hér hefur Eyjólfur Eysteinsson, framkvæmdastjóri, afhent þeim viður- kenningarvott, en þær eru frá vinstri: Valgerður Pétursdóttir, Rósa Teitsdóttir og Dagmar Pálsdóttir. læknis, yflrhjúkrunarkonu, ráðs- manns og matráðskonu, og þá þegar var búið að ráða Bjarna Sig- urðsson yfirlækni að sjúkrahús- inu frá 1. nóv. 1953. Vígsla sjúkrahússins Þann 18. nóvember 1954 var loks stóra stundin runnin upp, þ.e. vígsla Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs. Vígsluna framkvæmdi sóknar- presturinn séra Björn Jónsson. Margir tóku til máls og einkennd- ust ræðurnar af einhug ræðu- manna til þessa merka málefnis, sem nú loks var komið í höfn. Strax við vígsluna var búið að breyta þremur herbergjum, sem ætluð voru starfsfólki, í sjúkra- stofur, þannig að sjúkrahúsið rúmaði 25 sjúklinga og auk þess var ein sjúkrastofa gerð að fæð- ingarstofu. Fullbúið kostaði sjúkrahúsið kr. 2,2 milljónir. Þar af frá Rauða- krossdeildinni kr. 150þúsundog aðrar gjafir frá ýmsum aðilum rúmlega kr. 165 þúsund, að öðru leyti hafa sveitastjórnir lagt fram stofnfé með tilstyrk ríkisins. Eins og áður hefur komið fram var yfirlæknir ráðinn Bjarni Sig- urðsson, yfirhjúkrunarkona Líney Sigurbjörnsdóttir, og einn- ig var ráðin Margrét Árnadóttir hjúkrunarkona. Matráðskona Sigríður Guðbrandsdóttir og að- stoðarstúlka í eldhúsi Kristín Guðbrandsdóttir, vökukona Árný Friöriksdóttir, ráðsmaður Guðmundur Ingólfsson. Frysti sjúklingurinn sem lagður var inn á sjúkrahúsið var Sesselja Helgadóttir, háöldruð kona úr Keflavík. Fyrsta sængurkona var María Bergmann, sem eignaðist dóttur þann 25. nóvember 1954. Ljósmóðir var Elinrós Benedikts- dóttir. Þetta er aðeins upphaf af sögu sjúkrahússins, en það hefur starf- að óslitið síðan. Töluverður hugur virðist hafa verið í mönnum á þessum tíma í sambandi við rekstur sjúkrahúss- ins. Um haustið 1958 var sam- þykkt að óska eftir heimild heil- brigðisráðherra til þess að skipta sjúkrahúsinu í handlæknis- og lyflæknisdeild og óskað eftir reglugerð þar að lútandi. Bókanir ársins 1959 einkennd- ust mjög af erfiðum ljárhag og virðist hafa mátt rekja það að nokkru til þess hve treglega gekk að fá greiðslur frá sjúkrasamlög- um. Samt sem áður gerðist það á þessu ári, að sjúkrahúsið fékk vil- yrði fyrir fjárfestingarleyfi að upphæð kr. 300 þúsund til við- byggingar við sjúkrahúsið. Þessi viðbygging hafði verið til umræðu í um það bil tvö ár. í febrúar 1960 voru teikningar tilbúnar af viðbyggingunni við sjúkrahúsið. Sjúkrahússtjórnin óskaði eftir því, að þingmenn Reykjaness beittu sér fyrri því, að þessi viðbygging yrði tekin inní fjárlög yfirstandandi árs. Einnig var skorað á þingmenn að beita sér fyrir því, að sjúkrhúsið nyti sömu réttinda og fjórðungs- sjúkrahús. Á sjúkrahússtjórnarfundi í apríl sama ár var samþykkt að byggja læknisbústað og sömuleiðis var reynt að ýta á eftir því, að fram- kvæmdir gætu hafist við viðbygg- ingu sjúkrahússins. Tekið var til- boði Guðmundar Skúlasonar í að byggja upp fokheldan læknis- bústað. í janúar 1961 var á fundi lagt fram bréf frá húsameistara ríkis- ins með uppdráttum af viðbygg- ingu við sjúkrahúsið. Framkvæmdastjórn sjúkra- hússins taldi að stækkun sú, sem teikningar gerðu ráð fyrir, væri allt of mikil og byggingin mundi ná langt út fyrir lóð sjúkrahúss- ins. Stjórnin taldi æskilegt að í næsta áfanga yrði sjúkrahúsið stækkað upp í það að geta tekið á móti 40—50 sjúklingum. Á næstu árum gerðist ekkert í byggingamálum þó virðast þau mál hafa verið rædd á flestum fundum stjórnar þar til að stjórn sjúkrahússins sendi heilbrigðis- málaráðuneytinu bréf dags. 7. feb. 1973, sem hljóðaði svo: ,,Vér leyfum oss að senda eftir- farandi greinargerð með hjálögð- um teikningum varðandi nýbygg- ingu og breytingar á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Núverandi aðstöðu lækna og starfsfólks á sjúkrahúsinu hefur verið lýst í bréfi til Fjármálaráðu- neytisins og afrit sent heilbrigðis- málaráðuneytinu dagsett 11.11. ’72, og vísast til þess bréfs hvað þetta áhrærir. Þess ber þó að gæta að sjúkra- húsið hefur hvergi nærri getað fullnægt hlutverki sínu á undan- förnum árum, fyrst og fremst vegna húsnæðisskorts, og síðast- liðin tvö ár hefur nýtingin verið yfir 100%. Sjúkrahúsið er allt of lítið miðað við mannfjölda í héraðinu, sem mun láta nærri að sé á milli 11 °S 12 þúsund. Miðað við normal sjúkrarúma- þörf annars staðar þyrfti að vera hér sjúkrarými fyrir a.m.k- 60—70 sjúklinga eins og þörfin er í dag, en mannfjölgun er her nokkuð ör eða a.m.k. 2% á ári, svo að gera má ráð fyrir a.m.k- 18-20 þúsund fbúum hér í hérað- inu eftir 15 ár, og gefur auga leið að gera verður einhverjar áætlanir fram í tímann hvað þetta snertir. I afmælishófinu voru allir þeir er hafa gegnt starfi formanns við sjúkrahúsið frá upphafi og eru enn á lffi, en þeir eru: Ingólfur Falsson, Jóhann Einvarðsson, Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guðjónsson, Steinþór Júlíusson og Albert K. Sanders. En látnir formenn eru eftirtaldir: Eggert Jónsson, Alfreð Gíslason og Sveinn Jónsson. 284-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.