Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 45

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 45
Síðasti báturinn, sem Árni smíðaði ernúíeigu Sigurðar B. Guðmundssonar, Akra- hóli Bergi, og er hann nú að gera hann upp. Veghús, eins og þau voru í tíð Arna Vigfúsar. að síðasta starfsdaginn í lífi hans, 23. september 1958, var hann einmitt að gera við þann bát. Þá var lokið löngum degi sem vinum Árna Vigfúsar Magnússonar bar saman um að hafi einkennst af miklum dugnaði, ósérhlífni og óskeikulli vandvirkni. Heilsan var farin að bila um þetta leyti og hægri höndin visin að nokkru. Afi lést þann sjöunda maí árið 1959. Það var einhverja nótt snemma í maí það ár, að ég vaknaði um miðja nótt í allt öðru landi og gat ekki um annað hugsað en afa. Og ég mundi sérstaklega eftir honum koma gangandi niður brekkuna heima í miklu sólskini, ég átti af- mæli, varð víst fimm eða sex ára, og afi kom með hund að gefa mér, sem mátti taka sundur og setja saman. Sólin var þarna og tóbaks- lyktin úr yfirskegginu og siggið í lófunum sem ég fann fyrir í mín- um lófa. Ég skal ekkert um það segja, hvers eðlis þetta hugboð var — ég vissi reyndar af bréfum að afi átti ekki langt eftir ólifað. Hann hefði kannski átt sín svör við því öllu sjálfur, gamli maður- inn — eftir að amma dó hafði hann mikinn og vakandi áhuga á öllu því sem menn höfðu um fram- haldslíf að segja. Við skulum að minnsta kosti vona, að einhver ögn af framhaldslífi sem honum væri að skapi, hrærist enn í dag með okkur sem einu sinni áttum afa og ömmu í litlu húsi og feng- um að hlusta á söng verkfæranna og finna tjörulyktina í bátaskúrn- um, sem er lykta best, og eiga fyr- ir afa manninn sem stjórnaði öll- um þeim galdri. MINNING A Oskar Kristjánsson Byggmgamcistari, Brautarhóli í Ytri-Njarðvík FÆDDUR 17. APRÍL 1908 DÁINN 20. SEPTEMBER 1980 Óskar var fæddur að Gils- bakka, Vestmannaeyjum, son- ur merkishjóna, Kristjáns Jóns- sonar trésmiðs og Elínar Odds- dóttur, bæði ættuð frá Fljóts- hlíð, hann var einn af hópi sext- án systkina. Má ætla að oft hafi reynst þröngt í búi á þeim tím- um með svo stóran barnahóp. Öll reyndust börnin sem upp komust, mannvænlegir, list- rænir, dugandi borgarar. Einn úr þeim hópi var hið þjóðkunna tónskáld frá Vestmannaeyjum, Oddgeir Kristjánsson. Frá Fljótshlíðarættum er margt listafólk komið. Vera má að fag- urt stórbrotið náttúruumhverfi skapi listræna hneigð og tján- ingarútrás í sálir þess fólks er býr og mótast í slíku umhverfi. Óskar ólst upp hjá ömmu sinni og móðursystur að Orms- koti í Fljótshlíð. Oskar fluttist til Njarðvíkur 1929. Stundaði at- vinnu við sjávarútveg á vetrum en vann við skipasmíðar á sumrum í Dráttarbraut Kefla- víkur og Skipasmíðastöð Njarð- víkur. 22. desember 1934 kvæntist hann Guðrúnu dóttur Þorsteins Ámasonar byggingar- meistara í Keflavík, og konu hans Guðnýjar Vigfúsdóttur. Guðrún var fædd 31. október 1911. Hún ólst upp hjá móður- systur sinni Bjarnveigu Vigfús- dóttur, merkri konu hér í Njarð- víkum, og manni hennar Árna Grímssyni, hann andaðist 1927. Þau Guðrún og Óskar voru dugleg og samhent í starfi. Byggðu sér stórt og vandað hús í sameign við Bjarnveigu fóstur- móður Guðrúnar, er heitir Brautarhóll. Heimili þeirra var með myndarbrag. Þau eignuð- ust sex börn, tvö dóu í bemsku. Tvær dætur og tveir synir kom- ust til fullorðinsára, myndar- börn. Elst er Bjarnveig fædd 28. ágúst 1936, gift í Bandaríkjun- um Robert Vorren. Margrét Sig- rún, fædd 26. maí 1940, gift Björgvini Gunnarssyni, smið búsett í Njarðvíkunum. Árni fæddur 21. febrúar 1944 af- greiðslumaður, kvæntur Jó- hönnu Arngrímsdóttur, búsett í Nj arðvíkunum, V algarður fæddur 4. júlí 1950, kvæntur Erlu Ólafsdóttur. Óskar átti einn son frá fyrra hjónabandi með Svövu Magnúsdóttur, Garðar rafvirkjameistara, nú verkstjóra við Rafveitu Akra- ness, kvæntur Guðrúnu Hjálm- arsdóttur. Óskar varð húsasmíðameist- ari 1950. Það var sjónarsviptir hér við fráfall Óskars, þess manns er lagði gjörfa hönd að uppbyggingu okkar unga hreppsfélags er sá svo margt með augum hins listræna manns, sem betur mætti fara. Hann sá um bygginga íþrótta- svæðis Njarðvíkurbæjar og fékk breytt ýmsu til bóta frá upphaf- legri áætlan. Starfaði í nefndum hreppsins og hvert það verkefni sem Óskar tók að sér, var svo vel af hendi leyst, að ekki var á betra kosið. Öskar var hrein- skiptinn, bjó yfir miklu skapi, er hann kunni vel að stjórna, sagði hverjum sem var sína meiningu, hélt fast við hvert það málefni er hann taldi réttvert, var sérlega góður heimilisfaðir, og átti ástúðlega sambúð við konu sína og börn. Eftir að hann kenndi þess sjúkdóms 1971 er leiddi hann til dauða, að níu ár- um liðnum, vann hann hálfan vinnudag við skipasmíðar, en starfaði heima annan tíma að sköpun listaverka, bæði í mál- ara- og skurðlist. Eru gripir þeir ýmist geymdir á heimili hans og sumpart seldir til íbúa okkar byggðarlags, því honum féll helst aldrei verk úr hendi. Til að vinna á móti sjúkdómi sínum fór hann daglega í göngu- ferð um okkar byggðarlag til síðustu daga. Það var ávallt hin sama reisn yfir Óskari, þessar öruggu ákveðnu hreyfingar og enginn skyldi ætla að þar gengi fársjúkur maður. Síðast var hann lagður á sjúkrahús, lá þar aðeins í 7 daga þar til yfir lauk. Ég kom til hans á sjúkrahúsið og þóttist sjá að hverju stefndi, við ræddum fátt, ég strauk hendi um vanga hans um leið og ég kvaddi, hann brosti til mín að skilnaði, tveim dögum síðar frétti ég lát hans. 22. desember þessa árs hefðu þau átt gull- brúðkaup ef Óskar hefði lifað. Með Óskari er merkur maður horfinn af okkar sjónarsviði og þótt söknuður eftirlifenda, eig- inkonu barna og annarra ást- vina sé sár, skal þess minnst að á æðri lífssviðum heldur straumur lífsins áffam, þar sem ástvinir munu mætast á ný. Blessuð sé hans minning. Karvel Ogmundsson. FAXI-301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.