Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 89

Faxi - 01.12.1984, Blaðsíða 89
Frá Norræna félaginu í Keflavík Norræna félagið í Keflavík var stofnað 4. maí 1956 og voru stofh- endur 50 talsins, þar af ein kona. í dag teljast félagar Keflavíkur- deildar vera 222 og fer fjölgandi. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 24. nóvember s.l. á Glóð- inni í Keflavík. Gestur fundarins var dr. Gylfl Þ. Gíslason formað- ur Norrænu félaganna á íslandi. í stjórn félagsins hér í Keflavík eru nú: Guðný Gunnarsdóttir, form., Einar Ólafsson, ritari, Bragi Páls- son, gjaldkeri og Ólafur Björns- son og Eyjólfur Eysteinsson með- stjórnendur. í varastjórn eiga sæti: Liss Ólafsson, Þorbjörg Pálsdóttir og Bjöm Stefánsson. Á s.l. vetri ákvað stjórn félags- ins að afhenda Bókasafni Kefla- víkur nokkrar bækur til varð- veislu. Bækur þessar em gjafir sem félaginu hefur borist frá vina- bæjum Keflavíkur á Norðurlönd- unum. Er hér aðallega um að ræða finnskar bókmenntir þýdd- ar á ensku. Þetta var gert í von um að bjæarbúar geti haft ánægju af þessum bókum. Eins og kunnugt er, þá leggur Norræna félagið mikla áherslu á æskulýðmál, sbr. lýðháskólana og hin fjölmörgu æskulýðsmót, sem í boði em á vegum þess. Á s.l. vetri skipaði félagið sérstakan æskulýðsfulltrúa hér í Keflavík, sem er Sveindís Valdimarsdóttir kennari. Vinabær Keflavíkur í Finn- landi, Kerava, bauð til vinabæja- móts dagana 6.—10. ágúst s.l. og gafst einum fulltrúa frá Norræna félaginu kostur á að fara þangað ásamt maka. Mikill áhugi er fyrir hendi hjá Norrænu félögunum í vinabæjum Keflavíkur að auka og bæta þau góðu tengsl sem þegar em fyrir hendi. En eins og mörg- um er kunnugt þá em vinabæir Keflavíkur, Trollhattan í Svíþjóð, Hjörring í Danmörku, Kristians- sand í Noregi og Kerava í Finn- landi. Fram til þessa hafa aðallega bæjarstjórnarfulltrúar og íþrótta- fólk notið þessarar samvinnu, og er ekkert nema gott um það að segja. Það má segja að möguleikar á samstarfi milli vinabæjanna sé óíæmandi og vonandi tekst í framtíðinni að fá almennari virkni í þetta samstarf. Stjórn Norræna félagsins hefur ákveðið að gangast fýrir ritgerða- samkeppni í efri bekkjum grunn- skólans nú í vetur um einhvem þessara vinabæja, eða um Nor- ræna samvinnu almennt. Á s.l. sumri tókst Norræna fé- laginu á íslandi að ná aftur eftir nokkurt hlé, hagstæðum samn- ingum varðandi ferðir til hinna Norðurlandanna og allt útlit er fyrir að samningar þessir verði jafnvel enn hagstæðari á næsta sumri. Ferðaskrifstofan Urval í Reykjavik mun sjá um allar ferðir á vegum félagsins. Gefinn hefur verið út svokallað- ur vinabæjapassi sem gildir millir ofangreindra vinabæja Keflavík- ur. Hugmynd þessa vinabæja- passa er góð, en hann á að veita handhafa frían aðgang að þeirri þjónustu sem viðkomandi bæjar- félög bjóða upp á, svo sem sund- stöðum, almenningsvögnum o.s.frv. Þessi útgáfa er að vísu stórgölluð að því leyti að íslenski textinn er mjög illa unninn, og hefur það með réttu verið gagn- rýnt. Vinabærinn Trollháttan, sem stóð aðallega fyrir þessari út- gáfu, gaf þá skýringu að það hafi gengið vægast sagt mjög illa að fá nokkra aðstoð frá okkur hér í Keflavík varðandi textann. Þann- ig að það er greinilega okkar að líta í eigin barm hvað þetta varð- ar, en það stendur að sjálfsögðu til að laga þessa galla við næstu út- gáfu. Þeir sem huga á ferðir til einhvers þessara vinabæja geta fengið þennan vinabæjapassa af- hentan á bæjarskrifstofunni í Keflavík. Fyrir síðustu jól ákvað stjóm félagsins hér í Keflavík að kaupa blaðið , .Norræn jól‘ ‘, sem gefið er út af Norræna félaginu í Reykja- vík, og var það sent öllum félags- mönnum sem höfðu lokið við að greiða árgjald sitt. Einnig var nokkrum eintökum af blaðinu dreift til sjúkrahússins og annarra stofnana. Stjómin hefur ákveðið að endurtaka þetta nú fýrir þessi jól. Gert fýrir Faxa í des. ’84. Guðný Gunnarsdóttir. Stjóm Norrœna félagsins í Keflavík. Gylfi Þ. Gíslason formaður Norrœnu félaganna á íslandi flytur erindi. Lausn á getraun (Síebtíeg jóí! JarSœít komattbt dr !. Óskum öllum Suðumesjamönnum gleðilegra jóla og nýárs, með þakklœti fyrir viðskiptin á liðnu ári. Verslunin Skiphóll Sandgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.