Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 8

Faxi - 01.12.1984, Page 8
500 eintök Biblíunnar hafi verið prentuð. Hún var, eins og gefur að skilja, geysilega dýr og því alls ekki á færi almúgafólks að eignast hana. Kirkjum var gert að skyldu að kaupa eintak, og mun eintak kirkjunnar oft hafa verið það eina sem til var í sókninni. Til þess að koma til móts við fólkið í þcssum efnum brá Guð- brandur biskup á það ráð að gefa út Nýja testamentið sérprentað árið 1609. Einnig lét hann prenta útdrætti úr Biblíunni er hann þýddi úr þýsku máli, í þremur bókum. Nefnast þær Summaría yfir Gamla testamentið, prentuð á Núpufelli í Eyjafirði 1591, en þangað var prentsmiðjan flutt í nokkur ár, Summaría yfir Nýja testamentið, Núpufelli 1589 og Summaría yfir allar spámanna- bækurnar, Hólum 1602. Einnig þýddi hann og lét prenta hina svo- nefndu Leikmannabiblíu „Biblía Laikorum“, á Hólum 1599. Enn- fremur má nefna , .Biblía parva' ‘, Stuttu Biblíuna, eftir Martein Lúther, — en hún var stundum nefnd „Fátækra Biblían“. Arn- grímur Jónsson lærði þýddi hana og kom hún út á Hólum 1590. Af einstökum ritum Gamla testa- mentisins gaf Guðbrandur sér- staklega út: Orðskviði Salómons og Síraksbók, báðar prentaðar á Hólum 1580 og Davíðs saltara 1597. — Allmörg fleiri rit úr Bibl- íunni og útleggingar þeirra voru prentuð í tíð Guðbrandar biskups þó að þau verði ekki talin hér. En langflest þeirra rita, sem Guð- brandur tók til prentunar, fjöll- uðu um trúarlega efni og miðuðu að því fyrst og síðast að efla, glæða og rótfesta hina evangel- ísku kenningu í hjörtum landsins barna. Þó að Guðbrandsbiblía sé með fyllsta rétti kennd við útgefanda sinn þá mun Guðbrandur ekki eiga mjög stóran hlut í þýðingu hennar. Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar tók hann upp, nánast óbreytta. í Gamla testamentinu eru a.m.k. Davíðs- sálmar og lfklega Spámannabæk- urnar og sennilega eitthvað fleira í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Með vissu er vitað að eftir Gissur biskup Einarsson er þýðing á Jobsbók, Orðskviðum Salómons og Síraksbók, og að líldndum hef- ir hann einnig þýtt Samúelsbæk- urnar báðar. Fleiri þýðendur auk Guðbrandar hafa vafalaust komið þar við sögu. Yfirleitt var þýtt úr þýsku með hliðsjón af latneskum texta. Sjálfur kemst biskup þann- ig að orði um starf sitt að þýðing- arverkinu: ,,En svo mikið ómak hafði ég þær sumar dönskubland- aðar útleggingar og brákað mál að yfirlesa, lagfæra og emendera, að það er ei stórs minna verk en að nýju út að leggja.“ A það hefir verið réttilega bent að þótt Guðbrandur biskup eigi minna í Biblíu sinni frá þýðingar sjónarmiði en almennt mun hafa verið talið þá er hún jafn mikið stórvirki fyrir því. í sjálfu sér var það ekki tiltakanlegt afreksverk að þýða Biblíuna á íslenska tungu. Ber það til fyrst, að ekki var þýtt úr frummálunum, he- bresku eða grísku, heldur latínu og þýsku. Hitt er annað, að ís- lenskan var ekki tunga sem væri í sköpun að ritmáli til, heldur þvert á móti ein sú tunga, sem þá átti ágætastar bókmenntir, þótt ekki væru prentaðar. Það var í rauninni miklu meira afreksverk að færast það í fang að koma Bibl- Framhald á bls. 347. Lotus matar- og kaffistellið er hannað af Björn Wiinblad. Yrkisefni sitt sækir hann hér til náttúrunnar, i falleg og fínleg blöö lótusblómsins. Björn Wiinblad hefur hannað glasasett og hnífapör i sama stíl. INNDÖMMUN <5UÐUDNEá'JA VATNcSNEtSVEGI 12 — KEELAVÍK — &ÍMI 3598 studio-linie A EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍML184 00 264-FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.