Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 15
FORSÍÐUEFNI SKILNAÐIR OG SKIPTING EIGNA
Sá fær húsið sem skráður er fyrir því
Eignir hjóna eru almennt hjúskapareignir en margir gera sár
ekki grein fyrir því að skráning og þinglýsing getur skipt máli
og verkar í raun eins og forkaupsréttur. Þannig er bíll eða sjón-
varp, sem þú kaupir og skráir á þitt nafn, þín hjúskapareign og
þú hefur rétt til að fá það í þinn hlut við skiptin gegn því að
greiða maka þínum helming af markaðsverði hlutarins. Sama
gildir t.d. um skrifborð eða málverk sem þú fékkst í arf.
Þegar stjúpbörn gera kröfu
Ég vil benda á aðra mjög mikilvæga breytingu sem þá var
gerð á erfðalögunum, sem sé það nýmæli að ef hjón gera
með sér erfðaskrá geta þau mælt fyrir um það, að eftirlifandi
maki skuli eiga rétt á setu í óskiptu búi með stjúpniðjum,
þ.e. börnum hins skammlífari.
Arfur er hjúskapareign
Vert að benda á að arfur er hjúskapar-
eign viðkomandi erfingja sem þýðir það
að hann hefur rétt á því að halda sjálfum
arfinum í sinni eign gegn því að greiða
maka sínum helming verðmætis hans.
Hvort ykkar er skráð fyrir hluta-
bréfunum?
Hlutabréf eru hjúskapareign þess sem
er skráður eigandi og getur hvort
þeirra hjóna því haldið þeim hluta-
bréfum, sem það er skráð fyrir,
gegn því að greiða makanum helm-
ing markaðsverðs þeirra.
„Ekki stressa þig, ég sé um
fjármálin"
Ég verð því miður að segja að hvað
sem öllu jafnréttistali í þjóðfélaginu
líður þá er allt of algengt að konur
fylgist ekki með því sem eiginmaðurinn
er að gera í fjármálum. Stundum stafar
þetta af því að maðurinn vill ekki að
konan fylgist með, það er afstaðan:
„Vertu þú ekkert að stressa þig yfir
fjármálunum, ég sé um þau“.
j
Svala Thorlacius
Frjáls verslun hefurfengib einn helsta lögmann landsins á
svibi skilnabarmála, Svölu Thorlacius hrl, til ab svara tiu
áleitnum spurningum um skilnabi og ásteytingarsteina vib
skiptingu eigna. Þetta eru eignir eins og sameiginlegt fyrirtæki,
hlutabréf einbýlishús, lífeyriseign maka í séreignasjóbum,
arfur, bilar, málverk, sumarbústabir og svo framvegis.
Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
15