Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 20
4tr>- Hajsteinn Bragason, ábyrgðarmaðurstarfimannamála IMG, ogIngridKuhlman,framkvœmdastjóriÞekkingarsmiðju IMG,fjálla um bókina Falin gildi eftir þá Charles A. O’Reilly III, prófessor við Stanford háskóla, og Jeffrey Pfeffer, prófessor við Stanford viðskiþtaháskólann. FV-mynd: Geir Ólafsson Allir verða stjörnur? O’Reilly og Pfeffer, sem báðir hafa skrifað metsölubœkur um stjórnun, segja í bókinni Falin gildi að effyrirtæki vilja ná framúrskarandi árangri verða þau að laða fram það besta í öllum starfsmönnum á hverjum degi en ekki aðeins tilteknum „stjörnum“ í fyrirtækjunum. Afleiðing þessa er að viðkomandi fyrirtœki verða meira aðlaðandi og eiga auð- veldara með að ná til sín fólki en kepþinautarnir. O’Reilly ogPfeffer koma með lifandi dæmi frá átta fyrirtækjum. Effir Hafstein Bragason og Ingrid Kuhlman r Arið 2000 kom út bókin Hidden Value: How Great Companies Achieve Extraordinary Results with Ordin- ary People eftir Charles A. O’Reilly III, prófessor í mannauðsstjórnun og fyrirtækjaþróun við Stanford háskóla, og Jeffrey Ffeffer, prófessor í fyrirtækjaþróun við Stanford viðskiptaháskólann. O’Reilly og Pfeffer, sem báðir hafa skrif- að metsölubækur um stjórnun, vísa í rannsóknir sem sýna að fyrirtæki, þar sem starfsfólkið er í brennidepli, skila meiri arðsemi, vörugæðum og framleiðni auk aukinnar ánægju við- skiptavina og tryggð starfsmanna. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir nýta aðeins örfá íýrirtæki mannauðinn til að skapa varanlegt samkeppnisforskot. Bókin er í anda metsölubóka um stjórnun eins og In Search of Excellence, eftir Thomas J. Peters og Robert H. Waterman, frá árinu 1983, og Build to last: Successful Habits of Visionary Companies, eftir James C. Collins og Jerry I. Porras, frá árinu 1996. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að leitast við að skýra hvers vegna sum fýrirtæki ná betri árangri en önnur í harðri samkeppni, þrátt fýrir að bjóða samkeppnishæf laun og búa yfir sömu tækni, samskonar ferlum og sambærilegri þekkingu og menntun starfsmanna. Að laða fram það besta í öllum - á hverjum degi Kjarninn í mál- flutningi O’Reilly's og Pfeffer's er sá að á meðan keppinautar eru uppteknir af því að eltast við sama hæfileikaríka fólkið ein- blína skynsöm fyrirtæki á eitthvað sem er miklu árangursrík- ara og mun erfiðara að líkja eftir - þau leggja áherslu á mjúk at- riði, eins og gildi og fyrirtækjamenningu, og leitast við að gera venjulegu fólki kleift að ná framúrskarandi árangri og skila sama hámarksárangri og „stjörnurnar". Þannig ná þau að skapa samkeppnisforskot. Samkvæmt O’Reilly og Pfeffer er grundvöllur langvarandi samkeppnishæfni þegar til staðar í hveiju einasta fyrirtæki - það hvernig fyrirtæki skapar og nýtir hæfileikaríkt fólk er mikilvægara en á hvern hátt það laðar að sér hæfa einstaklinga. Ef fyrirtæki vilja ná framúrskarandi ár- angri verða þau að laða fram það besta í öllum starfsmönnum á hverjum degi en ekki aðeins tilteknum „stjörnum". Afleiðing þessa er að viðkomandi fyrirtæki verða meira aðlaðandi og eiga auðveldara með að ná til sín fólki en keppinautarnir. Hver eru ríkjandi gildi í fyrirtækinu? Upphafspunktur fyrir fyrirtæki er, að mati O’Reillys og Pfeffers, að velta fyrir sér hvaða gildi eru ríkjandi. Næsta skrefið er að skilgreina stefnu fyrirtækisins, skipuleggja það í samræmi við hana og síðan að ráða fólk sem sem passar inn í fyrirtækjamenninguna. Höf- undarnir leggja ríka áherslu á að í mörgum fyrirtækjum vanti tengingu á milli kjarnagilda og hegðunar starfsfólksins. Fyrir- tæki leggi of mikla áherslu á stefnu en ekki nægjanlega áherslu á gildi og stjórnunaraðferðir sem ráða úrslitum um hvort íhlutun verður að veruleika. O’Reilly og Pfeffer nota dæmisögur til að styðja mál sitt og koma með lifandi dæmi frá átta fyrirtækjum úr ólíkum starfsgreinum, þar á meðal SAS 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.