Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 26
VEBSLUN FJÚLSKYLDUFYRIRTÆKI FÆRIR ÚT KVÍflRNAR Stórl stökk af gömlu búfunni Kvenfataverslunin Iðunn hefur fœrt út kvíarnar og opnað verslun í Kringlunni eftir að hafa verið i áratugi á sama stað á Seltjarnarnesi. „Iðunn Seltjarnarnesi“, eins og verslunin er kölluð í auglýsingum, er að leita nýrra viðskiptavina og bregðast við yfirvofandi samkeppni frá Smáralindinni. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Iðunn hefur verið á sömu þúfunni nánast frá uþþhafi. Verslun hefur verið rekin að Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi, og í eina tíð var rekin þar afkastamikil þrjónaverk- smiðja sem framleiddi peysur til útflutnings. Iðunn er nú að opna verslun í Kringlunni en rekursamt áfram verslun sína á Seltjarnarnesi. Mynd: Geir Olajsson Þetta hefur verið mjög gaman. Fólk hefur gengið hér inn í búðina og tekið í höndina á mér, sumir hafa staðið fyr- ir utan búðina og hrópað: „Nei, Iðunn hér!“ Við höfum fengið blóm frá viðskiptavinum okkar og koss á kinn. Fólk Lentjst af verksmiðja Iðunn er flestum íslend- ingum að góðu kunn enda er fyrirtækið ein elsta kvenfataverslun landsins, ef ekki sú allra elsta. Fyrirtækið hefur verið starfandi í 67 ár og lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Það voru hjónin Þorsteinn Guðbrandsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, afi og amma Helga, sem keyptu, ásamt fleirum, fyrirtækið af Viktoríu Bjarnadótt- ur árið 1942 og eignuðust það allt árið 1950. Ið- unn hefur verið íjölskyldufyrirtæki alla tíð síðan og er það enn þann dag í dag. Foreldrar Helga, hann sjálfur og bræður hans eiga fyrirtækið en þau eru þrjú sem starfað hafa við verslunina und- anfarin 10-12 ár, Helgi og foreldrar hans, Njáll Þorsteinsson og Lovísa Marinósdóttir. Eftir að opnað var í Kringlunni var svo nýr starfsmaður ráðinn þannig að þau eru tvö sem starfa í hvorri verslun, í Kringlunni og á Seltjarnar- nesi. þarf ekki lengur að fara alla leið út á Seltjarnar- nes. Nú geta menn skroppið í Kringluna til að eiga viðskipti við okkur. Eg heyri ekki betur en að við- skiptavinir okkar séu hæstánægðir með þessa þróun og þeir hafa lýst mikilli ánægju með versl- unina. Við erum ekki að byija á núlli, eins og kannski mörg fyrirtæki í Kringlunni hafa gert. Við erum dálítið þekkt og kannski þekktari en ég gerði mér grein fyrir. Við höfum nokkurra ára reynslu af því vöruúrvali sem hér er,“ segir Helgi Njálsson, einn af eigendum Iðunnar. Framleiddi peysurtil útflutnings Iðunn var lengst af verksmiðja, sem framleiddi peysur og boli og var framleiðslan seld í verslun fyrir- tækisins, verslunum í Reykjavík og kaupfálögunum úti um allt land. Þegar mest lát voru starfsmenn um 50 talsins og 100.000 peysur framleiddar á ári. Meginhlutinn var seldur til útlanda. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.