Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 26

Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 26
VEBSLUN FJÚLSKYLDUFYRIRTÆKI FÆRIR ÚT KVÍflRNAR Stórl stökk af gömlu búfunni Kvenfataverslunin Iðunn hefur fœrt út kvíarnar og opnað verslun í Kringlunni eftir að hafa verið i áratugi á sama stað á Seltjarnarnesi. „Iðunn Seltjarnarnesi“, eins og verslunin er kölluð í auglýsingum, er að leita nýrra viðskiptavina og bregðast við yfirvofandi samkeppni frá Smáralindinni. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Iðunn hefur verið á sömu þúfunni nánast frá uþþhafi. Verslun hefur verið rekin að Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi, og í eina tíð var rekin þar afkastamikil þrjónaverk- smiðja sem framleiddi peysur til útflutnings. Iðunn er nú að opna verslun í Kringlunni en rekursamt áfram verslun sína á Seltjarnarnesi. Mynd: Geir Olajsson Þetta hefur verið mjög gaman. Fólk hefur gengið hér inn í búðina og tekið í höndina á mér, sumir hafa staðið fyr- ir utan búðina og hrópað: „Nei, Iðunn hér!“ Við höfum fengið blóm frá viðskiptavinum okkar og koss á kinn. Fólk Lentjst af verksmiðja Iðunn er flestum íslend- ingum að góðu kunn enda er fyrirtækið ein elsta kvenfataverslun landsins, ef ekki sú allra elsta. Fyrirtækið hefur verið starfandi í 67 ár og lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Það voru hjónin Þorsteinn Guðbrandsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, afi og amma Helga, sem keyptu, ásamt fleirum, fyrirtækið af Viktoríu Bjarnadótt- ur árið 1942 og eignuðust það allt árið 1950. Ið- unn hefur verið íjölskyldufyrirtæki alla tíð síðan og er það enn þann dag í dag. Foreldrar Helga, hann sjálfur og bræður hans eiga fyrirtækið en þau eru þrjú sem starfað hafa við verslunina und- anfarin 10-12 ár, Helgi og foreldrar hans, Njáll Þorsteinsson og Lovísa Marinósdóttir. Eftir að opnað var í Kringlunni var svo nýr starfsmaður ráðinn þannig að þau eru tvö sem starfa í hvorri verslun, í Kringlunni og á Seltjarnar- nesi. þarf ekki lengur að fara alla leið út á Seltjarnar- nes. Nú geta menn skroppið í Kringluna til að eiga viðskipti við okkur. Eg heyri ekki betur en að við- skiptavinir okkar séu hæstánægðir með þessa þróun og þeir hafa lýst mikilli ánægju með versl- unina. Við erum ekki að byija á núlli, eins og kannski mörg fyrirtæki í Kringlunni hafa gert. Við erum dálítið þekkt og kannski þekktari en ég gerði mér grein fyrir. Við höfum nokkurra ára reynslu af því vöruúrvali sem hér er,“ segir Helgi Njálsson, einn af eigendum Iðunnar. Framleiddi peysurtil útflutnings Iðunn var lengst af verksmiðja, sem framleiddi peysur og boli og var framleiðslan seld í verslun fyrir- tækisins, verslunum í Reykjavík og kaupfálögunum úti um allt land. Þegar mest lát voru starfsmenn um 50 talsins og 100.000 peysur framleiddar á ári. Meginhlutinn var seldur til útlanda. 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.