Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 37
SflGflN fl BAK VIÐ HERFERÐINfl Ölgerðin tók á leigu stóran bíl, festi þriggja metra háan álspegil aftan á hann með áletruninni www.spegils.is og svo var honum ekið um Reykjavík á kvöldin og um helgar. var auglýstur með auglýsingaborðum á völdum stöðum á Net- inu. Fyrst var „Pick-up“ bíll tekinn á leigu, aftan á hann festur þriggja metra hár álspegill með áletruninni Spegils.is og bíllinn svo keyrður um bæinn á kvöldin og um helgar í nokkrar vikur til að kveikja áhuga og fá fólk til að fara inn á Netið. í byrjun maí hófust svo auglýsingar í sjónvarpi, svokallað „tease“ eða stríðni, sem höfðu sama tilgang, að kveikja áhuga og fá fólk til að kikja inn á Netið til að fá svarið við því hvað þarna væri eig- inlega á ferðinni. „Bíllinn vakti athygli. Eftír fýrstu helgina voru komnar 12 þúsund heimsóknir á heimasíðuna. Það var áður en við fórum að auglýsa í sjónvarpi,“ segir Arnar Haukur. Sjónvarp er mjög áhrifamikill auglýsingamiðill fyrir drykkjarvörur og þess vegna var ákveðið að nota það en Netið er samt í aðalhlutverki í þess- ari herferð. „Þar fær fólk upplýsingar um vöruna. Við teljum að þetta hafi verið fullkomlega lögleg og góð leið til að koma þess- um upplýsingum á framfærí. Við erum aðeins að gera það sama og ATVR gerir á sinni heimasíðu. Þar er listi yfir allar áfengis- tegundir og hægt að lesa umsagnir um áfengi og kaupa inn,“ segir hann. Aðstandendur auglýsingaherferðarinnar hljóta að hafa velt fyrir sér hvort ekki hafi falist áhætta í því að nota bílinn og sjónvarpið tíl þess eins að kveikja áhuga án þess að nokkurn tímann væri sagt beint út hvað um væri að ræða en aðeins treyst á að fólk færi inn á Netíð. Arnar Haukur segir að alltaf sé tekin ákveðin áhætta með auglýsingum því að enginn vití fyrir- fram hvort auglýsing- in hefur tilætluð áhrif eða ekki. Strax spurt um aldur „Við fengum yfir 90 þúsund heimsóknir á þessu tímabili og það er gríðarlega mikið. Sumir eru jákvæðir í garð Netsins og aðrir neikvæðir. Við höfð- um lítið notað okkur Netíð, höfðum að vísu heimasíðu en höfðum ekki beitt okkur mikið á þeim vettvangi. Við höfðum hins vegar verið að skoða það sem miðil og töldum það bestu leiðina fyrir þessa vörutegund þvi að við gátum ekki látið fólk vita af nýja bjórnum á neinn annan hátt Það er mjög erfitt að koma með nýja vöru á markað og ætl- ast tíl að fólk áttí sig á því að þar sé um nýjan bjór að ræða. Þetta var eina leiðin sem við töldum löglega," svarar Arnar Haukur. - En nú eru jafnvel börn að vafra um á Netinu. Hvernig takið þið á því? „Heimasíðan er byggð þannig upp að fólk er spurt um aldur strax í upphafi og því tilkynnt að það megi ekki fara inn á heimasíðuna nema það hafi náð 20 ára aldri. Við getum lítið gert ef krakkar slá ekki inn rétta dagsetningu fyrir fæðingar- dag sinn og ár og fara inn á síðuna. Það er með þetta eins og allt annað á Netinu. Ef ekki er fylgst með því sem krakkarnir skoða þá komast þau inn á alls konar vefsíður. Á síðunni okkar er hvergi hvatt til áfengisneyslu. Við hvetjum fólk ekki til að fara í Rikið að kaupa þennan bjór. Við erum bara að kynna bjór- inn, bjóða fólki að gerast félagar í klúbbnum okkar og fá frá okkur tilboð, senda inn athugasemdir á umræðuvettvanginn o.s.ffv.“ Kostnaðurinn við Spegils.is-herferð Ölgerðarinnar var undir 5 milljónum króna. Hugmyndavinna og hönnun var í höndum Islensku auglýsingastofunnar, Skaparans, Vefs.is og Haraldar Haraldssonar, hönnunarstjóra Ölgerðarinnar. Kvik- myndafyrirtækið Þeir tveir gerði sjónvarpsauglýsingarnar. Sama tónlistin er leikin með sjónvarpsauglýsingunum og á Netinu og var stefið fengið frá Hljóðsetningu ehf.BD Sjónvarpsauglýsingar voru notaðar til að vekja forvitni fólks. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.