Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 31
að lætur lítið yfir sér, fyrirtækið Go Pro Landsteinar
Group, þar sem það er til húsa við Stórhöfðann í Reykja-
vík en það segir ekki alla söguna. Innandyra hefúr vöxtur-
inn verið slíkur að Go Pro Landsteinar Group er nú stærsta
hugbúnaðarfyrirtæki landsins, a.m.k. ef marka má veltu og
starfsmannafiölda. Af 16 milljarða heildarveltu í upplýsinga-
tækniiðnaðinum í fyrra nam velta fyrirtækisins um 3 milljörð-
um króna, þar af koma um 60 prósent að utan. Og þó að lítið
hafi farið fyrir fyrirtækinu, jafnt sem lykilstjórnanda þess, Olafi
Daðasyni, hefur það náð ýmsum merkum áföngum. Það hlaut
t.d. útflutningsverðlaun Forseta íslands á dögunum og lenti ný-
lega í annað sinn á lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evr-
ópu, að þessu sinni í 16. sæti, sem er auðvitað frábær árangur,
ekki síst miðað við það að næsta íslenska fyrirtæki er Oz.com í
123. sæti. Það er því engin furða að forvitnum augum sé beint
að þessu fyrirtæki.
„Við erum í hópi þeirra 20 fyrirtækja sem eru að vaxa hvað
hraðast í Evrópu í dag. Vaxtartakturinn er viðunandi, menn eru
almennt að ná sínum markmiðum og við erum að mínu mati að
framleiða og flytja út vörur sem standast fullkomlega allan sam-
anburð. Viðskiptavinir okkar eru nokkur af þekktustu fyrirtækj-
um Evrópu. Þau væru ekki að versla við 5-6 ára gamalt íslenskt
fyrirtæki nema þeim þætti eitthvað til okkar lausna koma,“ seg-
ir Olafur Daðason, framkvæmdastjóri og einn af aðaleigendum
fyrirtækisins.
Giftur makanum, ekki fyrirtækinu Eins og nafifið bendir til
er Go Pro Landsteinar Group samsett úr
nokkrum einingum og eiga sumar þeirra
rætur töluvert langt aftur í tímann. í grunn-
inn byggir samstæðan á tveimur fyrirtækj-
um, Hugviti og Landsteinum, sem voru
stofnuð 1993 og 1995. í tímans rás hafa þau
sameinast öðrum, t.d. Þróun hf., sem er eitt
elsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins - stofn-
að 1976, og tölvudeild KEA, sem í dag heitir
Þekking. Eftir sameiningu Landsteina
International við GoPro Group á síðasta ári
teljast nú til samsteypunnar Hugvit, Land-
steinar ísland, þ.m.t. Þróun, og Þekk-
ing/Tristan á íslandi. í Danmörku er það
SCIO Landsteinar, í Svíþjóð Landsteinar
Svenska og í Þýskalandi Landsteinar. I Bret-
landi starfar fyrirtækið undir nafninu Land-
steinar UK og Landsteinar CI. Hugvit hefur
sérhæft sig í skjalastjórnun og skjalavistun en
Landsteinar í bókhalds- og verslunarlausnum.
Go Pro Landsteinum Group stýrir Olafur
Daðason, sem á sínum tíma hætti hjá IBM og stofnaði Hugvit.
Hann þykir hafa sýnt óhemjudugnað og eljusemi en hann hefur
unnið staðfastlega að uppbyggingu fyrirtækisins í mörg ár. Þar
er á ferðinni hugsjónamaður af lífi og sál, segja þeir sem til
þekkja, maður sem hefúr áhuga á listaverkum og antíkmunum,
þó að áhugamál númer eitt sé fyrirtækið. Þó að fyrirtækið reyni
að hamla gegn yfirvinnu nema nauðsyn beri til og reki Jjöl-
skylduvæna starfsmannastefnu, eins og kannski er best lýst
með orðunum: „Þú ert giftur maka þínum, ekki fyrirtækinu“, þá
er það ekki að fyrirhafnarlausu sem Go Pro Landsteinar Group
er orðið að þvi fyrirtæki sem það er í dag. Að baki liggja ómæld-
ar vinnustundir, ekki síður hjá framkvæmdastjóranum en öðr-
um starfsmönnum.
Go Pro Landsteinar Group hefur nokkra sérstöðu á íslensk-
um hugbúnaðarmarkaði og segir Olafur að hún felist í þvi að
fyrirtækið sé nokkurs konar „verksmiðjá* sem framleiði hug-
búnaðarpakka á sínum sérsviðum. „Sjálfsagt framleiða önnur
fyrirtæki slíka pakka en ég held að þau séu fá. Islensku hugbún-
aðarfyrirtækin stunda langflest sérsmíði en til þess að geta ann-
að pakkasmíði þurfa þau að vera af þeirri stærð sem GoPro
Landsteinar Group er að ná,“ segir hann.
Fá að vaxa lengur Talið berst að evrópska vaxtarlistanum en
á honum eru Norðmenn með sex fyrirtæki, Danir átta, Finnar
níu, Sviar 22 og Islendingar sjö meðan Þjóðverjar eru með lang-
flest fyrirtækin, eða 123. Olafur seg-
ir að það hafi í sjálfu sér ekki kom-
ið mjög á óvart að Go Pro Land-
steinar Group kæmist á listann því
að fyrirtækið hafi verið á honum í
fyrra og ekki hafi dregið úr vext-
inum síðan þá. „Viðmiðunin er
tímabilið 1995-2000 þannig að
þetta ætti að gefa góða mynd af
vexti fyrirtækjanna yfir nokkurn
tíma,“ segir hann og telur ein-
falda skýringu á því hve ís-
lensku fyrirtækin séu hlut-
fallslega mörg. ,Aðalskýr-
ingin er eflaust sú að íslensk
frumkvöðlafyrirtæki fá að
vaxa miklu lengra og verða
miklu stærri en í löndunum í
kringum okkur. Þar er þetta
þannig að ef fyrirtæki eru orð-
in áhugaverð og farin að stríða
þessum stóru þá eru þau bara
keypt upp.“
Tíu stærstu
eigendurrur
,tu 140 tuNns i úmluk «100.
ítærstu eigendum'r vom D-« .
!Ski hugbúnaaarsjáaurim.
15.A. .
Istieman \nyestmEnt_AB_
idssíminn
3.32%
13.BB%
7.15%,
5.03%
4.53%
jssimn ii i ,
Jerseu Electrical Cnmpany 4.09 %
'' u----------- ? 11%
5 5.A.
psinkS.A.
mquist Ltd.
H,ú% -
2,11%
l.B9%
31