Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 73
I FÓLK Kftir Vigdísi Stefánsdóttur Lovísa Olafsdóttir er frá Akranesi þar sem hún ólst tipp fyrstu árin. „Eg flutti til Svíþjóðar 10 ára gömul, í Smálöndin. Þar naut ég þeirra forréttinda að alast upp í litl- um, rólegum smábæ, 40 km frá Vaxjö. 1991 fluttíst ég aftur heim eftir að hafa lokið námi í iðjuþjálfun við Háskólann í Jönköping." Hún hóf starf á Reykjalundi og tók þar þátt í uppbyggingu á lungnaendur- hæfingu og einnig við bak- skóla og streitustjórnunar- og slökunarnámskeið. Síðastliðin sjö ár hefúr hún unnið við for- varnarstarf á vinnustöðum og stoihaði einnig fyrirtækið Sol- arplexus ehf., heilsu- og vinnu- verndarráðgjöf, fyrir tveimur árum. „Eg fann mikinn mun á heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð og Lovísa Ólajsdóttir, framkvœmdastjóri og eigandi Solarplexus: „ Við erum farin að eyða svo miklum tíma í vinnunni aðfull ástæða er til að gera vinnustaðinn þœgilegan og hanna hann útfrá þörfum einstaklingsins. “ FV-mynd: Geir Olafsson. Lovísa Olafsdóttir, Solarplexus hér heima,“ segir Lovísa. „Okkur vantar t.d alveg virka þjónustu hvað varðar heilsu- vernd vinnustaða en tuttugu ára gömlum lögum um aðbún- að á vinnustað og ábyrgð og skyldur atvinnurekanda hefúr aldrei verið hrundið í fram- kvæmd. Grunnhugmyndirnar koma aðallega frá Svíþjóð og Danmörku. í New York er framsækið fyrirtæki sem unn- ið hefúr við að greina álagsein- kenni undan einhæfri vinnu og við leituðum einnig til þess.“ Samstarf við aðrar fagstéttír er mjög mikilvægt og Solarplex- us hefur náð að byggja upp náið samstarf við verkfræð- inga, lýsingahönnuði, innan- hússarkitekta/arkitekta, lækna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálf- ara og sálfræðinga. „Við ger- um vinn u staðagreiningu sem felst í því að meta vinnuum- hverfið og flokka vinnustaðinn upp í græna, gula og rauða fletí þar sem grænn flötur þýðir að allt fyrirtækið sé á réttri braut en rauður að grípa þurfi tíl að- gerða.“ Andlegi þátturinn í líðan fólks er erfiðastur viðureignar en um leið minnst sýnilegur. Lovísa segir mörg fyrirtæki kaupa sér aflát í formi afsláttar á heilsuræktarstöðvar en það eitt dugi ekki tíl. Hún segir að við séum farin að eyða svo miklum tíma í vinnunni að full ástæða sé til að gera vinnu- staðinn þægilegan og hanna hann út frá þörfum einstak- lingsins. „Fjölskyldan er stór þáttur í lífi mínu,“ segir Lovisa, „og ég er ein þeirra kvenna sem þarf að hafa gott samspil milli heimilis og vinnu tíl þess að njóta mín í vinnunni. Dæmi- gerð einkenni „karrierkonu". Þó að ég sé hlynnt jafnrétti og bættri stöðu kvenna þá er ég fremur af gamla skólanum og tel gildi góðrar samvinnu und- irstöðu þess að báðir aðilar fái notíð sín.“ Eiginmaður Lovísu er Sævar Guðbergson, deild- arstjóri Tölvu- og upplýsinga- tæknideildar R Samúelssonar ehf., og eiga þau þijú börn, tvær stúlkur á táningsaldri og 8 ára dreng. „Við mæðgurnar eigum sameiginlegt áhuga- mál, en það eru hestar,“ segir hún. „Við lögðum út í það fyr- ir ijórum árum að demba okk- ur út í hestamennsku og höf- um þá einstöku aðstöðu að leigja hjá eldri manni þar sem dekrað er við okkur. Strákur- inn kemur stundum með okk- ur en hefur minni áhuga á hestum en við, þeir feðgarnir eru meira fyrir veiðina. Maður nær alveg yndis- legri slökun í hestamennsk- unni, ekki síst í tengslum við börnin. Það er fátt sem jafnast á við að fara með stúlkunum í miðnæturreið að sumri til. Al- ger slökun og yndisleg tilfinn- ing. Sundíþróttin er einnig ríkjandi þáttur hjá ljölskyld- unni og þar sem strákurinn og önnur stúlkan æfa sund er ekki óalgengt að enda daginn í slökun í pottinum í Kópa- vogssundlauginni. Eg hef frá unga aldri ferðast mikið og hef gaman af menningu, sið- venjum og matarlist annarra landa. Annað stórt áhugamál hjá mér er söngur, en ég byijaði að syngja þegar ég var 14 ára. Þá lærði ég söng í Svíþjóð og söng með þremur öðrum stúlkum „Barbershop“, en það er fjögurra radda djass/blues tónlist sungin án undirleiks. Við stofnuðum saman kór þegar ég var tvítug og komum okkur í gegnum helstu ijögur prófþrepin sem þarf til að verða gildur á alþjóðavett- vangi og þar sinnti ég for- mennsku. Nú er þetta 50 manna kvennakór sem heldur tónleika víða. Eg gekk í Lang- holtskirkjukór þegar ég flutti hingað heim og er nú „gam- all“ kórmeðlimur og hef verið að velta því fyrir mér að bytja aftur en ekki látíð verða af sök- um tímaskorts. Þar reyndi heilmikið á sönghæfileikana en kórinn er einna helst þekktur fyrir klassískan söng og önnur skemmtileg verk. Söngurinn á stóran hlut í mér og það má vera að ég láti verða af því að finna mér aftur tíma fyrir hann.“S3 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.