Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 19
FORSÍÐUEFNI SKILNflÐIR OG SKIPTING EIGNfl
f ///«. 2
Neitar að maki sinn stýri fyrirtækinu áfiram
Afram kemur svipað dæmi. Hjón eiga saman stórt fyrirtæki og
ákveða að skilja. Annað hjónanna gerir kröfu um að fyrirtækið
verði selt og að það fái sinn hlut greiddan út Makinn vill það ekki.
Ur verður að það hjónanna, sem gerði kröfu um sölu fyrirtækis-
ins, sættist á halda áfram sínum hlut, 50% í fyrirtækinu, en neitar
algerlega að maki sinn stýri því áffam af ótta við að hann klúðri þar
málum. Hvernig er málum háttað í svona tilviki?
Svar VÍð spurningu nr. 7 „Félög sem eru í jaihri (50/50) eigu
tveggja aðila geta verið erfið í rekstri ef ekki er samkomulag um
hvernig honum skuli háttað. Osamkomulag getur leitt til þess að
félagið verði óstarfhæft á skömmum tíma sem verður til þess að
báðir aðilar tapa þeim verðmætum sem í félaginu felast. I fram-
kvæmd er algengast að annar hvor aðilinn haldi öllu hlutafénu, en
komi til þess að samið sé um sameiginlegt eignarhald yrði slíkur
samningur að fela í sér útlistun á þvi hvernig félagið skuli rekið og
hvernig farið verði með ágreining. Eg tel þó frekar óraunhæft að
slíkt fyrirkomulag geti gengið upp og myndi ekki mæla með því
við mína umbjóðendur."
um stafar þetta af því að maðurinn vill ekki að konan fylgist með,
það er afstaðan: „Vertu þú ekkert að stressa þig yfir fjármálunum,
ég sé um þau,“ eða þá: „Þetta er min deild, þér kemur þetta ekkert
við.“ Eða þá hreinlega það, sem er því miður alltof algengt að kon-
ur vilja ekki vita um fjármál heimilisins. Það má auðvitað segja að
það sé ósköp þægilegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peninga-
málunum, en svo gerist það óvænta að makinn fellur frá eða hjóna-
skilnaður blasir við og þá verður áfaliið mikið.“
t Ífifí/vif/u/ ///\ /O
Maki fellur firá - bömin vilja fyrirtældð
Víkjum að lokum að því ef maki fellur frá. Hjón eiga saman fyrir-
tæki, fallegt einbýlishús, glæsilegan sumarbústað og eitthvað af
hlutabréfúm. Þau eiga fimm börn. Gefúm okkur að annað þeirra
falli skyndilega frá. Eftirlifandi maki á fyrir helminginn í eignum
þeirra hjóna og erfir síðan sjálkrafa þriðjung eftir maka sinn.
Börnin fimm sætta sig við að eftirlifandi foreldri þeirra sitji áfram
í einbýlishúsinu en gera kröfu til að öllum öðrum eignum búsins,
eins og td. fyrirtækinu, sé skipt upp. Geta þau farið fram á skipt-
ingu búsins að hluta gegn vilja eftuiifandi foreldris síns? Situr for-
eldri þeirra „sjálfkrafa“ áfram í óskiptu búi?
< ýiu/'flifiy /i/'. (S’
Sögumar um óréttláta skiptingu eigna
I gegnum tíðina hefur borið á sögusögnum um ,ff eka karlinn sem
heldur fyrirtækinu sem þau hjón byggðu upp en lætur konu sína í
staðinn fá einbýlishúsið sem reynist miklu verðminna". Eflaust
borgar sig ekki að gefa mikið fyrir svona sögur en hvernig er best
að standa að málum til að koma í veg fyrir að svona skipti fari ffam?
Svar VÍð spumingu nr. 8 „Það liggur nú beinast við að ég svari
þessu á þann veg að þetta gerist ekki ef konan hefur góðan lög-
mann! Við skilnað á að meta allar eignir hjónanna á markaðsverði
og ifamreikna allar skuldir. I tilvikum eins og þessu myndu lög-
menn koma sér saman um að tilnefna sérfróðan matsmann eða
matsmenn til að meta raunvirði fyrirtækisins eins og það stendur á
þeim tíma sem skilnaðurinn fer fram og fasteignasali yrði fenginn til
að meta markaðsverð hússins. A þessum grundvelli yrði skipt"
t Iþa/'/ii/ia ///•. i)
Að komast hjá því að annað hjónanna fari illa með hitt
Svar við spurningu nr. 10 „Mikilvæg breyting var gerð á
erfðalögum árið 1989. Aður var staðan þannig, eins og margir
muna, að eftirlifandi maki varð að ganga með eins konar
bænaskjal milli barna sinna til að fá samþykki til setu í
óskiptu búi. Eftir lagabreytinguna á eftirlifandi maki rétt á því
að sitja í óskiptu búi með sameiginlegum börnum í öllum
eignum búsins, nema skammlífari makinn hafi gert erfðaskrá
þar sem mælt er fýrir um að skipti skuli fara fram. Ég vil
benda á aðra mjög mikilvæga breytingu sem þá var gerð á
erfðalögunum, sem sé það nýmæli að ef hjón gera með sér
erfðaskrá geta þau mælt fýrir um það að eftirlifandi maki
skuli eiga rétt á setu í óskiptu búi með stjúpniðjum, þ.e.
börnum hins skammlífari. Þarna er sem sagt hægt að koma í
veg fyrir að börn þess sem fyrr fellur frá geti krafist skipta, en
til þess þarf, eins og áður segir, erfðaskrá. Verða þá engin
skipti fyrr en bæði hjónin eru fallin frá.
Að lokum þarf að benda fólki sem býr í óvígðri sambúð á
að huga vel að sinni stöðu. Engin lög eru til um óvígða sam-
búð og mikil réttaróvissa ríkir um fjármálalegt uppgjör sam-
býlisfólks. I hjónabandi hefur fólk þó að minnsta kosti lög til
að fara eftir!“HI
Jafnan er rætt um að kaupmálar eða einhvers konar sér-
samningar séu trygging gegn öllu fjárhagslegu karpi við
hjónaskilnaði. Hvað er til ráða fyrir ung hjón til að komast
hjá því að annað þeirra fari illa með hitt flárhagslega skilji
þau síðar á ævinni? Þ.e. hverjir eru helstu pyttirnir sem fólk
hefur dottið ofan í til þessa?
Svar við spurningu nr. 9 „Til að koma í veg fyrir slíkt er
það grundvallaratriði að jafhræði ríki í hjónabandinu og
hvor aðili fylgist náið með öllu sem gerist hvað fjármál
snertir.
Ég verð því miður að segja að hvað sem öllu jafhréttistali
í þjóðfélaginu liður þá er allt of algengt að konur fylgist ekki
með því sem eiginmaðurinn er að gera í fjármálum. Stund-
19