Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 18
Hvort ykkar hjóna er skráð fyrir bílnum?
sem sjá um skilnaðarmálið um makalifeyri milli hjóna og er þá
lagt til grundvallar sú leiðbeiningaregla sem lögin gefa, þ.e. aðal-
lega hverjar tekjur hjónanna hafa verið næstu ár á undan og hve
lengi hjónabandið hefur staðið. Einnig ber að líta til þess hvort því
hjóna, sem lifeyris krefst, sé e.t.v. þörf á menntun eða endurhæf-
ingu. Ennþá er hér á landi almennt mikill launamunur á körlum
og konum og þvi er makalífeyrir greiddur í flestum hjónaskilnuð-
um. Akveðin verklagsregla er notuð við ákvörðun makaiifeyris
sem er í þvi fólgin að makalifeyrir sé fjórðungur af tekjumismun
hjóna. Einfalt dæmi myndi lita þannig út Maðurinn hefur haft í
tekjur í 2 ár fyrir skilnað að meðaltali kr. 300.000.- á mánuði, kon-
an kr. 120.000.- Mismunur er kr. 180.000.- á mánuði, flórðungur af
því er kr. 45.000.- sem myndi þá vera sú upphæð sem samið yrði
um. Náist ekki samkomulag um makalífeyri má skjóta þeim
ágreiningi til úrskurðar sýslumannsembættis. Athygli skal vakin
á þvi að lög gera ekki ráð tyrir að makalífeyrir sé úrskurðaður eft-
ir að lögskilnaður er fenginn nema sérstaklega standi á.
Svo vikið sé aftur að spurningunni vil ég þó taka fram að stund-
um kemur fyrir að samið sé um að makalífeyrir sé greiddur í
nokkur ár og einnig er oft samið um mun hærri makalifeyri en áð-
urgreinda fjórðungsupphæð, t.d. vilja menn sem hafa mjög háar
tekjur oft gera vel við eiginkonur sem þeir hafa e.t.v. verið kvænt-
ir árum saman.“
r ififf/'/tf'/ity ftf' 4
Karpað um arf annars makans
Ungt fólk gengur í það heilaga rúmlega tvítugt. Annað hjónanna á
mjög ríka foreldra og getur, ef það er þannig þenkjandi, búist við
verulegum arfi þegar fram i sækir. Ungu hjónin gera ekki með sér
kaupmála. Aratugum síðar kemur á daginn að viðkomandi, ásamt
Jjórum systkinum sinum, erfir fyrirtæki foreldranna og eignast
fyrir vikið 20% í þvi. En svo kemur að því að þau hjón ákveða að
skilja. Vel gengur að skipta hefðbundnum eignum; húsi, bíl og inn-
búi. Karp verður hins vegar um ariinn, 20% hlutinn í fyrirtækinu.
Makinn fer fram á að fá helminginn af honum, 10%, enda hafi arf-
urinn fallið til í hjúskapartíð þeirra og enginn kaupmáli verið
gerður. Er nokkuð sem getur komið í veg fyrir að við þessari kröfu
sé orðið?
Svar við spurningu nr. 4 „Eina leiðin til að halda arfi í eigu erf-
ingja sem séreign er kaupmáli eða þá að arfláti hafi gert erfðaskrá
þar sem kveðið er á um að að arfur eftír hann skuli verða séreign
erfingja. Arfurinn kemur því til skipta. Hins vegar er vert að benda
á að arfur er hjúskapareign viðkomandi erfingja sem þýðir það að
hann hefur rétt á því að halda sjálfúm arfinum í sinni eign gegn þvi
að greiða maka sínum helming verðmætís arfsins. Til skýringar
má td. segja að ef annað hjónanna fær hlutabréf í arf þá á það rétt
á að halda sjálfum bréfunum gegn því að greiða maka sínum
helming markaðsverðs þeirra eins og þau standa á þeim tíma sem
uppgjörið fer fram.“
< Sþia*ft(/u/ /tf'. S
Þráttað um hlutabréfaeign í skráðum fyrirtaelqum
Ungt fólk giftíst. Með tímanum ákveða þau hjón að kaupa talsvert
af hlutabréfum í skráðum fyrirtækjum á Verðbréfaþingi. Eigin-
maðurinn lætur skrá sig fyrir öllum hlutabréfunum og telur eigin-
konunni trú um að það skipti ekki máli þar sem bréfin séu sam-
eign þeirra hjóna. En svo kemur að því; þau ákveða að skilja. Er
eitthvað sem getur komið í veg fyrir að eiginkonan fái sinn helm-
ingshluta í hlutabréfunum þótt hann sé skráður fyrir þeim? En
hverning er á málum tekið hafi hjónin skráð hlutabréfin á hvort
annað, þ.e. hún er skráður eigandi í nokkrum hlutafélögum og
hann í öðrum?
Svar VÍð spurningu nr. 5 „Nei, það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að hún fái sinn helmingshlut í hlutabréfunum greiddan út.
En á sama hátt og ég svaraði áðan - og ágætt er að árétta - að þá
eru hlutabréf hjúskapareign þess sem er skráður eigandi og
getur hvort þeirra hjóna því haldið þeim hlutabréfum, sem það
er skráð fyrir, gegn því að greiða makanum helming markaðs-
verðs þeirra."
< ififf/t//f/i(y /t/'. 6 ’
Getur ekki hugsað sér að makinn haldi fyrirtækinu
Hjón eiga saman stórt fyrirtæki og ákveða að skilja. Annað hjón-
anna gerir kröfu um að halda fyrirtækinu gegn því að hitt fái í stað-
inn einbýlishús og ýmsar aðrar eignir þeirra hjóna sem nema and-
virði helmingshlutarins í fyrirtækinu. Svarið við því verður hins
vegar eitt stórt „Nei“. Getur það hjónanna sem segir nei farið
fram á að fyrirtækið verði selt og fengið hlut sinn greiddan út enda
geti það ekki hugsað sér, þ.e. af hreinum tilfinningalegum ástæð-
um, að makinn reki fyrirtækið áfram, fyrirtækið sem þau byggðu
bæði upp frá grunni?
Svar við spurttingu nr. 6 „Svipað svar og við fyrstu spurningu.
Eins og áður er það skráningin á fyrirtækinu eða hlutabréfunum,
sem ræður þvi hvort annar aðili getur krafist útlagningar á fyrir-
tækinu eða hlutabréfum þess. Sá, sem er skráður eigandi að fyrir-
tækinu, á það sem hjúskapareign og hefur eins konar forkaups-
rétt að því gegn greiðslu á helmingsverðmæti til maka.“
18