Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 24
/b 'GESTAPENNI HflLLDOR JON KRISTJflNSSON Lánamarkaður einstaklinga Ibúöalánasjóöur Viðskiptabankar Lífeyrissjóðir Lánasjóðir ríkisins Sparisjóðir Eignal. og líftr.fél 0% 10% 20% 30% 40% 50% ímH 60% íslenskur fiármálamarkaöur hefur algjöra sérstöðu vegna umsvifa Ibúðalánasjóös sem er með yfir 50% hlut á lánamarkaði til einstak- linga. Form samstarfs Form samstarfs milli banka hefur aðallega til þessa verið tvíþætt: 1) Samruni eða kaup á bönkum í heild eins og það samstarfs- form sem Nordea byggir á. 2) Viðskiptalegt samstarf með gagnkvæmum 10% - 20% eignar- hlut. Samanburður á kostnaði og áhættu í veðlánastarfsemi Frumveðlána- Almenn starfsemi viðskiptabankastarfsemi Kostnaðarhlutfall 25-35% 50-60% Afskriftaþörf >0,1% 0,5-1,0% I meðfylgjandi töflu má sjá mismun á kostnaðarhlutfalli og áhættu- álagi í veðlánastarfsemi og viðskiptabankaþjónustu. að öruggasti og arðbærasti hluti fjármálaþjónustu er ekki hluti af íslenska bankakerfinu. Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki, s.s. Moody’s, hafa margsinnis bent á nauðsyn frekari samþjöppun- ar á íslenskum fjármálamarkaði til að styrkja íslenska banka- kerfið og íslenska hagkerfið í heild. Beint samhengi er milli heimilaðrar samþjöppunar í hverju ríki og arðsemi, vaxtamunar og lánshæfismats. Áframhaldandi sóknarfæri hér á landi Þegar hugað er að áfram- haldandi hagræðingu á innlendum ijármálamarkaði í þessu ljósi má álykta eftirfarandi: Síðarnefnda samstarfsformið var nokkuð fyrirferðamikið í bankaþróuninni fyrir 10 -15 árum, en nú hefur dregið mjög úr þessu formi samstarfs. Swedbank var eini stóri norræni bank- inn sem starfaði með slíkum hætti en hann átti 15% - 25% hlut í bönkum í Noregi, Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Póllandi. Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB-bankinn hafa hins vegar alfarið starfað með kaupum á 100% eignahlutum í öðrum fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að sú stefna verði ofan á í sameinuðum SEB-Swedbank. Samruni veðlánastarfsemi og banka - lykilatriði Athugun á uppbyggingu efnahagsreiknings stórra norrænna banka leiðir í ljós að veðlánastarfsemi þeirra er mjög viðamikill þáttur í starf- seminni. Veðlánastarfsemin getur verið allt að 20% - 30% af heild- arumfangi norrænna banka. Islenskur ljármálamarkaður hefur algjöra sérstöðu vegna umsvifa Ibúðalánasjóðs. Ibúðalánasjóð- ur er með yfir 50% hlut á lánamarkaði til einstaklinga. Meðfylgj- andi tafla sýnir hlutdeild Ibúðalánasjóðs og annarra á einstak- lingslánamarkaði hér á landi. Alþjóðlegi ijárfestingarbankinn JP Morgan hefúr sett fram það mat að vel rekin húsnæðislána- starfsemi (frumveðlán) eigi að ná kostnaðarhlutfalli á bilinu 25% - 40% en almenn viðskiptabankastarfsemi eigi að ná kostn- aðarhlutfalli á bilinu 50% - 60%. Samanburður milli íslenska bankakerfisins og norræna bankakerfisins er ósanngjarn þegar haft er í huga að bæði kostnaðarhlutfall veðlánastarfsemi og öryggi í þeirri starfsemi er önnur en í annarri fjármálastarfsemi til einstaklinga. Þegar íslenskir bankar eru bornir saman við norræna banka kemur í ljós hærra kostnaðarhlutfall og hærri afskriftaþörf vegna þess 1) Áður en erlendir bankar fara að sýna verulegan áhuga á að starfa með íslenskum bönkum þarf að fullnýta möguleika til samlegðar á innlendum markaði. 2) Samlegðaráhrif eru mest á heimamarkaði vegna þess að þá er hægt að sameina útibú og höfuðstöðvarstarfsemi. ís- lenskir viðskiptabankar þurfa að nýta alla þá kosti til hag- ræðingar á heimamarkaði áður en þátttaka í samrunaferli milli landa á sér stað. 3) Uppkaup á 100% eignarhlut virðist vera það samstarfsform sem ríkjandi er meðal stórra fjármálasamsteypa á Norður- löndum. 4) Húsnæðislánastarfsemi er eðlilegur og mjög mikilvægur þáttur í rekstri allra norrænna banka og eykur arðsemi og rekstraröryggi þeirra. Því er brýnt að Ibúðalánasjóður verði virkur þátttakandi í samrunaferlinu hér á landi. 5) Rökin fyrir öflugum samstæðum eru fyrst og fremst þau að mynda einingar sem geta veitt hagkvæma heildarfjármála- þjónustu fyrir almennan markað og nýta stærðarhag- kvæmni í alþjóðlegu samstarfi. Lokaorð Þegar umbreytingar verða í efnahagslífmu með lækkun á hlutabréfamörkuðum og lækkandi gengi myndast aukinn þrýstingur á íslenskt íjármálakerfi. Stækkun eininga á fjármálamarkaði með dreifðari áhættugrunni er öryggisatriði fyrir áframhaldandi þróun íslensks efnahagslífs. Þegar kostir til samruna hafa verið nýttir munu íslensk fjármálafyrirtæki geta tekið þátt í uppbyggingu á norrænum ijármálamörkuð- um með beinum samruna eða eignatengslum. 33 Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki, s.s. Moody’s, hafa margsinnis bent á að frekari samþjöppun á íslenskum fjármálamarkaði sé æskileg til að styrkja íslenska bankakerfið og íslenska hagkerfið í heild. Húsnæðislánastarfsemi er eðlilegur og mjög mikilvægur þáttur í rekstri allra norrænna banka og eykur arðsemi og rekstraröryggi þeirra. Því er brýnt að íbúðalánasjóður verði virkur þátttakandi í samrunaferlinu hér á landi. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.