Frjáls verslun - 01.05.2001, Side 24
/b
'GESTAPENNI HflLLDOR JON KRISTJflNSSON
Lánamarkaður einstaklinga
Ibúöalánasjóöur
Viðskiptabankar
Lífeyrissjóðir
Lánasjóðir ríkisins
Sparisjóðir
Eignal. og líftr.fél
0%
10% 20% 30% 40% 50%
ímH
60%
íslenskur fiármálamarkaöur hefur algjöra sérstöðu vegna umsvifa
Ibúðalánasjóös sem er með yfir 50% hlut á lánamarkaði til einstak-
linga.
Form samstarfs Form samstarfs milli banka hefur aðallega til
þessa verið tvíþætt:
1) Samruni eða kaup á bönkum í heild eins og það samstarfs-
form sem Nordea byggir á.
2) Viðskiptalegt samstarf með gagnkvæmum 10% - 20% eignar-
hlut.
Samanburður á kostnaði og
áhættu í veðlánastarfsemi
Frumveðlána- Almenn
starfsemi viðskiptabankastarfsemi
Kostnaðarhlutfall 25-35% 50-60%
Afskriftaþörf >0,1% 0,5-1,0%
I meðfylgjandi töflu má sjá mismun á kostnaðarhlutfalli og áhættu-
álagi í veðlánastarfsemi og viðskiptabankaþjónustu.
að öruggasti og arðbærasti hluti fjármálaþjónustu er ekki hluti
af íslenska bankakerfinu. Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki, s.s.
Moody’s, hafa margsinnis bent á nauðsyn frekari samþjöppun-
ar á íslenskum fjármálamarkaði til að styrkja íslenska banka-
kerfið og íslenska hagkerfið í heild. Beint samhengi er milli
heimilaðrar samþjöppunar í hverju ríki og arðsemi, vaxtamunar
og lánshæfismats.
Áframhaldandi sóknarfæri hér á landi Þegar hugað er að áfram-
haldandi hagræðingu á innlendum ijármálamarkaði í þessu ljósi
má álykta eftirfarandi:
Síðarnefnda samstarfsformið var nokkuð fyrirferðamikið í
bankaþróuninni fyrir 10 -15 árum, en nú hefur dregið mjög úr
þessu formi samstarfs. Swedbank var eini stóri norræni bank-
inn sem starfaði með slíkum hætti en hann átti 15% - 25% hlut í
bönkum í Noregi, Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Póllandi.
Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB-bankinn hafa
hins vegar alfarið starfað með kaupum á 100% eignahlutum í
öðrum fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að sú stefna verði ofan á í
sameinuðum SEB-Swedbank.
Samruni veðlánastarfsemi og banka - lykilatriði Athugun á
uppbyggingu efnahagsreiknings stórra norrænna banka leiðir í
ljós að veðlánastarfsemi þeirra er mjög viðamikill þáttur í starf-
seminni. Veðlánastarfsemin getur verið allt að 20% - 30% af heild-
arumfangi norrænna banka. Islenskur ljármálamarkaður hefur
algjöra sérstöðu vegna umsvifa Ibúðalánasjóðs. Ibúðalánasjóð-
ur er með yfir 50% hlut á lánamarkaði til einstaklinga. Meðfylgj-
andi tafla sýnir hlutdeild Ibúðalánasjóðs og annarra á einstak-
lingslánamarkaði hér á landi. Alþjóðlegi ijárfestingarbankinn JP
Morgan hefúr sett fram það mat að vel rekin húsnæðislána-
starfsemi (frumveðlán) eigi að ná kostnaðarhlutfalli á bilinu
25% - 40% en almenn viðskiptabankastarfsemi eigi að ná kostn-
aðarhlutfalli á bilinu 50% - 60%.
Samanburður milli íslenska bankakerfisins og norræna
bankakerfisins er ósanngjarn þegar haft er í huga að bæði
kostnaðarhlutfall veðlánastarfsemi og öryggi í þeirri starfsemi
er önnur en í annarri fjármálastarfsemi til einstaklinga. Þegar
íslenskir bankar eru bornir saman við norræna banka kemur í
ljós hærra kostnaðarhlutfall og hærri afskriftaþörf vegna þess
1) Áður en erlendir bankar fara að sýna verulegan áhuga á að
starfa með íslenskum bönkum þarf að fullnýta möguleika til
samlegðar á innlendum markaði.
2) Samlegðaráhrif eru mest á heimamarkaði vegna þess að þá
er hægt að sameina útibú og höfuðstöðvarstarfsemi. ís-
lenskir viðskiptabankar þurfa að nýta alla þá kosti til hag-
ræðingar á heimamarkaði áður en þátttaka í samrunaferli
milli landa á sér stað.
3) Uppkaup á 100% eignarhlut virðist vera það samstarfsform
sem ríkjandi er meðal stórra fjármálasamsteypa á Norður-
löndum.
4) Húsnæðislánastarfsemi er eðlilegur og mjög mikilvægur
þáttur í rekstri allra norrænna banka og eykur arðsemi og
rekstraröryggi þeirra. Því er brýnt að Ibúðalánasjóður verði
virkur þátttakandi í samrunaferlinu hér á landi.
5) Rökin fyrir öflugum samstæðum eru fyrst og fremst þau að
mynda einingar sem geta veitt hagkvæma heildarfjármála-
þjónustu fyrir almennan markað og nýta stærðarhag-
kvæmni í alþjóðlegu samstarfi.
Lokaorð Þegar umbreytingar verða í efnahagslífmu með
lækkun á hlutabréfamörkuðum og lækkandi gengi myndast
aukinn þrýstingur á íslenskt íjármálakerfi. Stækkun eininga á
fjármálamarkaði með dreifðari áhættugrunni er öryggisatriði
fyrir áframhaldandi þróun íslensks efnahagslífs. Þegar kostir
til samruna hafa verið nýttir munu íslensk fjármálafyrirtæki
geta tekið þátt í uppbyggingu á norrænum ijármálamörkuð-
um með beinum samruna eða eignatengslum. 33
Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki, s.s. Moody’s, hafa
margsinnis bent á að frekari samþjöppun á íslenskum
fjármálamarkaði sé æskileg til að styrkja íslenska
bankakerfið og íslenska hagkerfið í heild.
Húsnæðislánastarfsemi er eðlilegur og mjög mikilvægur
þáttur í rekstri allra norrænna banka og eykur arðsemi
og rekstraröryggi þeirra. Því er brýnt að íbúðalánasjóður
verði virkur þátttakandi í samrunaferlinu hér á landi.
24