Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 61
Ylströndin í Nauthólsvík, þar er margmenni á góðviðrisdögum. í þéttbýlinu... Frá Reykjavík er stutt að fara suður um landið, austur fyr- ir og norður. Reykjanesskaginn, með öllu því sem hann býð- ur upp á rúmast innan dagsferðar. Sömuleiðis Hveragerði, Selfoss, Laugarvatn, sveitin undir Eyjaíjöllum, Þingvellir, Akranes og Borgarnes. Ljúft er að fara í gönguferð umhverf- is Elliðavatn, skjótast til að skoða þjóðgarðinn og eyða þar degi, fara í álfaskoðunarferð í Hafnarfirði eða skoða ótal söfn sem á svæðinu eru. Akureyri Akureyri er stærsti bær landsins utan höfuðborg- arsvæðisins og er stundum nefndur höfuðstaður Norðurlands. í bænum sjálfum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu árið um kring og Eyjafjarðarsveit, með allri sinni fegurð og miklu sögu, er innan seilingar. Stutt er í Saurbæ þar sem einna fárra torf- kirkna á landinu er að finna og Látraströnd. Skaginn stóri milli Eyjaijarðar og Skjálfanda, býður upp á ótal gönguleiðir innan um sundurskornar hlíðar og eyðibýli. ísafjörður A Isafirði er ein elsta húsaþyrping landsins og það eitt réttlætir ferð þangað. Frá Isafirði er gott að fara í ýmsar sigl- ingar og skoðunarferðir, finna nálægð ijallanna og sjávarins. Það kostar ekki krónu að veiða silung í Pollinum og vilji fólk fara lengra er stutt í Bolungarvík og Hnífsdal. Egilsstaðír Hún er ekki gömul byggðin á Egilsstöðum, en fyrsta húsið var reist þar árið 1944. Byggðin er þó blómleg og bæjarstæðið fallegt. Fellabær heitir sá hlutinn sem vestan brú- arinnar yfir Lagarfljót er og þar er forn feijustaður. A Egilsstöð- um eru nokkur handverkshús og þeirra þekktast líklega Randalín en DeSign-ý er með allt öðruvísi handverk. Skemmti- legt er að fara í siglingu um Lagarfljótið og stutt að aka til Seyð- isfjarðar, Neskaupstaðar eða Eskiijarðar. Austfirðirnir eru þekktir fyrir gott veður á sumrin og hæsta hita hér á landi. Þeir hljóta því að vera góður kostur þeim sem kunna að meta sólina en vilja jafnframt skoða og aka um djúpa firði og hitta fyrir hrikalega tjallvegi og jafnvel hreindýr á stangli. Vitarnir stórskemmtilegir Umhverfis landið allt eru vitar sem gegnt hafa því hlutverki að vara sjómenn við og víst er að margir þeirra hafa bjargað mannslifum á dimmum vetrarnóttum þegar ekkert var til leiðsagnar annað. Það er vel þess virði að skoða vit- ana þar sem farið er urn og sjá mismunandi byggingarlag þeirra og staðsetningu og fá að heyra söguna. Fyrsti vitinn var byggður á Reykjanesi árið 1878 en um aldamótin 1900 voru vitarnir orðnir fimm að tölu. Uppbyggingu vitakerfisins lauk í kring um 1960 og í dag eru ljósvitar við strendur landsins alls 104. Mjög er mismun- andi hvernig ljósið í þeim fæst. Hvaleyrarviti hefur gasljós, sá eini 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.