Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 61

Frjáls verslun - 01.05.2001, Síða 61
Ylströndin í Nauthólsvík, þar er margmenni á góðviðrisdögum. í þéttbýlinu... Frá Reykjavík er stutt að fara suður um landið, austur fyr- ir og norður. Reykjanesskaginn, með öllu því sem hann býð- ur upp á rúmast innan dagsferðar. Sömuleiðis Hveragerði, Selfoss, Laugarvatn, sveitin undir Eyjaíjöllum, Þingvellir, Akranes og Borgarnes. Ljúft er að fara í gönguferð umhverf- is Elliðavatn, skjótast til að skoða þjóðgarðinn og eyða þar degi, fara í álfaskoðunarferð í Hafnarfirði eða skoða ótal söfn sem á svæðinu eru. Akureyri Akureyri er stærsti bær landsins utan höfuðborg- arsvæðisins og er stundum nefndur höfuðstaður Norðurlands. í bænum sjálfum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu árið um kring og Eyjafjarðarsveit, með allri sinni fegurð og miklu sögu, er innan seilingar. Stutt er í Saurbæ þar sem einna fárra torf- kirkna á landinu er að finna og Látraströnd. Skaginn stóri milli Eyjaijarðar og Skjálfanda, býður upp á ótal gönguleiðir innan um sundurskornar hlíðar og eyðibýli. ísafjörður A Isafirði er ein elsta húsaþyrping landsins og það eitt réttlætir ferð þangað. Frá Isafirði er gott að fara í ýmsar sigl- ingar og skoðunarferðir, finna nálægð ijallanna og sjávarins. Það kostar ekki krónu að veiða silung í Pollinum og vilji fólk fara lengra er stutt í Bolungarvík og Hnífsdal. Egilsstaðír Hún er ekki gömul byggðin á Egilsstöðum, en fyrsta húsið var reist þar árið 1944. Byggðin er þó blómleg og bæjarstæðið fallegt. Fellabær heitir sá hlutinn sem vestan brú- arinnar yfir Lagarfljót er og þar er forn feijustaður. A Egilsstöð- um eru nokkur handverkshús og þeirra þekktast líklega Randalín en DeSign-ý er með allt öðruvísi handverk. Skemmti- legt er að fara í siglingu um Lagarfljótið og stutt að aka til Seyð- isfjarðar, Neskaupstaðar eða Eskiijarðar. Austfirðirnir eru þekktir fyrir gott veður á sumrin og hæsta hita hér á landi. Þeir hljóta því að vera góður kostur þeim sem kunna að meta sólina en vilja jafnframt skoða og aka um djúpa firði og hitta fyrir hrikalega tjallvegi og jafnvel hreindýr á stangli. Vitarnir stórskemmtilegir Umhverfis landið allt eru vitar sem gegnt hafa því hlutverki að vara sjómenn við og víst er að margir þeirra hafa bjargað mannslifum á dimmum vetrarnóttum þegar ekkert var til leiðsagnar annað. Það er vel þess virði að skoða vit- ana þar sem farið er urn og sjá mismunandi byggingarlag þeirra og staðsetningu og fá að heyra söguna. Fyrsti vitinn var byggður á Reykjanesi árið 1878 en um aldamótin 1900 voru vitarnir orðnir fimm að tölu. Uppbyggingu vitakerfisins lauk í kring um 1960 og í dag eru ljósvitar við strendur landsins alls 104. Mjög er mismun- andi hvernig ljósið í þeim fæst. Hvaleyrarviti hefur gasljós, sá eini 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.