Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 49
A fyrstu sex mánuðunum varð Lyfia stærsta apótekið á höfuðborgarsvæðinu. I dag er Lyfia, Lágmúla, langstærsta apótek landsins. Það sem
kemur næst á eftir í sölu erApótekið á Smáratorgi.
að fresta gildistöku laganna fram til 15. mars 1996. Við erum þess
fullvissir að hefðum við ekki farið af stað á þessum tíma þá hefði
umrætt lagaákvæði aldrei verið samþykkt."
Gamlir Vinir Þeir Ingi og Róbert eru gamlir vinir og unnu sam-
an í Pharmaco á sínum tíma. Þeir eru báðir lyijafræðingar frá
Lyflafræðiháskólanum í Kaupmannahöfn og báðir eru þeir með
MBA gráðu frá erlendum háskólum. Eiginkona Róberts er As-
laug Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn. Sambýliskona Inga er Þóra
Stefánsdóttir en þau eignuðust nýlega dóttur.
Margir voru vantrúaðir á það að lögin yrðu samþykkt og að
hinu gamla, rótgróna kerfi yrði bylt. Það lögðu engir í að stíga
skrefið aðrir en þeir félagar, Róbert og Ingi, og margir biðu þess
sem verða vildi. Eftir að þeir opnuðu Lyfju fóru hins
vegar margir af stað með apótek og
kerfið riðlaðist.
Úðruvísi apótek Eitt af þvi sem þeir
Róbert og Ingi lögðu áherslu á frá upp-
hafi var að bjóða mikið og gott úrval af
öðrum vörum en lyfjum, s.s. snyrtivör-
um af ýmsu tagi, heilsu- og hjúkrunar-
vörum og ýmiss konar smávöru. Opn-
unartíminn var einnig annar en þekkst
hafði. „Hugmyndin var að nokkru sótt í
Boots verslanirnar í Bredandi,“ segir
Róbert. „Þegar við opnuðum Lyiju var
kerfið þannig að apótekin skiptust á að
vera með opið á kvöldin og um helgar
þannig að tvö apótek voru með opið
lengur en til kl. 18.00 á daginn. Þetta
gerði að verkum að fólk vissi aldrei hvert
það átti að fara nema með því að skoða listann sem birtist í
Morgunblaðinu eða aka að næsta apóteki og skoða töfluna sem
þar hékk uppi til þess að kynna sér hvert þeirra væri opið þessa
vikuna. Við ákváðum að hafa opið til kl. 22.00 öll kvöld, en síðan
hefur sá opnunartími lengst og nú er opið frá átta að morgni til
miðnættis alla daga í Lyfju Lágmúla og Apótekinu á Smáratorgi.
Ari seinna tóku hin apótekin sig saman og keyptu Háaleitisapó-
tek og ákváðu að það yrði opið lengur en hin þannig að nú eru
þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu opin fram eftir.“
Á fyrstu sex mánuðunum varð Lyija stærsta apótekið á
höfuðborgarsvæðinu. I dag er Lyfja, Lágmúla, langstærsta apó-
tek landsins og það sem kemur næst á eftir í sölu er Apótekið á
Smáratorgi. Það er mikil umferð í Smáranum í tengslum við
læknavaktina og húðsjúkdómastofuna sem þar er og ætiar Lyfja
að opna nýtt apótek í Smáralind í haust. Þeir félagar telja umferð-
ina þar verða nægjanlega mikla til að bera annað apótek og víst
er að hún verður talsverð.
Baugur eignast hlut Fyrir nokkrum mánuðum sameinaðist
Lyija, félag Róberts og Inga, og Lyljabúðir, þáverandi dótturfé-
lag Baugs, sem rak verslanir undir heitinu Apótekið. Hin sam-
einaða lyijabúðakeðja fékk nafið Lyfja og
á Baugur 55% í henni á móti 45% þeirra
Róberts og Inga. Apótekið var upphaf-
lega stofnað af þremur lyijafræðingum
og Gaumi, ijárfestingarfélagi Bónus-
feðga, og var fyrirtækinu fyrst og fremst
ætiað að keppa við Lyfju á grundvelli
lágs verðs á lyijum. Fyrst í stað voru
tvær Apóteksverslanir, í Iðufelli og á
Smiðjuvegi. „Síðan sameinuðust Apó-
tekið og Lyijabúðir Hagkaups, sem við
stofnuðum raunar með Hagkaupum á
sínum tíma. Við seldum okkar hluta í
þvi félagi í lok árs 1998, eða í kjölfar
stofnunar Baugs,“ segir Ingi.
„Við höfúm tvo stjórnarmenn af
ijórum í sijórn Lyiju og samstarfið við
Baug gengur mjög vel. Við erum eftir
sem áður framkvæmdastjórar félags-
V Þeir Róbert og Ingi eiga 45% í lytja- *
búðakeðjunni Lyiju.
2. Lyfja rekur 16 lyfjaverslanir undir
heitunum Lyfja og Apófekið.
3. Lyfjavelta apóteka nemur um 7 millj-
örðum á ári. /
4. Hlutdeild Lyfju af heildarlyfjamark-
aði er tæp 30%.
5 Samkeppnisstofnun hefur gert at-
hugasemdir við sterka stöðu Lyfju a
smásölumarkaði á höfuðhorgar-
svæðinu par sem markaðshlutdeildin
er um 50%.
6. Hlutdeild ríkisins í lyfjakostnaði var
um 84% en er nú komin niður í 50%.
49