Frjáls verslun - 01.05.2001, Blaðsíða 51
í íslenskri ferðoþjónustu
/
Frjáls verslun hefur valib tuttugu áhugaverðustu kostina í íslenskri ferðaþjónustu. I mati sínu lagði
dómnefndin til grundvallar staði sem henta öllum í fjölskyldunni og sem auðvelt er að sækja heim á
fólksbílum. Fyrir vikið er ferðum um hálendið og óbyggðir sleppt.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur og Jón G. Hauksson
FV-myndir: Geir Ólafsson
Frjáls verslun hefur valið tuttugu áhugaverðustu
kostina í íslenskri ferðaþjónustu. Af mörgu er
að taka og Ijóst að listi sem þessi er engan veg-
inn tæmandi, en getur samt verið góður leiðarvís-
ir. ísland er engu líkt. Víst er að náttúra landsins
er víða hrikaleg, nær alls staðar falleg og hún býð-
ur upp á ótrúlega fjölbreytta dægradvöl, hvort
sem ferðalangurinn er einn á ferð eða með fjöl-
skyldu. Sækjum ísland heim í sumar. Veðrið hefur
óneitanlega áhrif en sé fólk vel búið skiptir litlu
þótt aðeins blotni og Kári sé með í ferð. Hitt er
meira um vert að verða einn með náttúrunni, finna
tengslin við iandið og njóta þeirra forréttinda að
ganga um nánast ósnert land - jafnvel renna sér
niður jökla eða flúðir, allt eftir því sem óskað er
hverju sinni. Hitt er svo annað mál að ekki vilja all-
ir skoða fjöll og dali, heldur sjá mannanna verk. Um
allt landið eru minjar um bústaði og menningar-
verðmæti sem vert er að skoða.
Dómnefndin var skipuð starfsmönnum Heims,
útgáfufélagi Frjálsrar verslunar, ásamt nokkrum
utanaðkomandi og víðförlum ferðalöngum sem
gjörþekkja ferðaþjónustu á íslandi. í mati sínu lagði
dómnefndin til grundvallar staði sem henta öllum í
fjölskyldunni og sem auðvelt er að sækja heim á
fólksbílum. Fyrir vikið sleppti dómnefndin ferðum
um hálendið og óbyggðir. Sigling um Jökulsárlón á
Breiðamerkursandi lenti á toppi listans.